Morgunblaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. (Friðrik Steingrímsson.) Elsku Sesar Þór. Til hamingju með afmælið, þú varst búinn að ákveða grill og fjör með vinum þínum, en af því verður ekki, þar sem þú varst hrifinn á brott frá okkur svo alltof fljótt. Það líður ekki sá dagur að við hugsum ekki til þín, alltaf koma minningar upp í hugann sem við brosum að, það er enn erfitt að hafa þig ekki hjá okkur. Þú varst alltaf svo hress og kátur, sást broslegu hliðarnar á öllu, gerðir létt grín að þeim sem í kringum þig voru. Knattspyrnan var þitt líf og yndi, allt gekk upp hjá þér í vetur með meistaraflokki Þórs. Það verð- ur skemmtilegur leikur í kvöld, þar sem þú mætir örugglega og fylgist með þínum mönnum. Fegurðin er frá þér barst, fullvel þótti sanna, að yndið okkar allra varst, engill meðal manna. Hlutverk þitt í heimi hér, þú hafðir leyst af hendi. Af þeim sökum eftir þér, Guð englahópa sendi. Sú besta gjöf er gafst þú mér, var gleðisólin bjarta, sem skína skal til heiðurs þér, skært í mínu hjarta. (B.H.) SESAR ÞÓR VIÐARSSON ✝ Sesar Þór Við-arsson fæddist á Akureyri 16. júní 1986. Hann lést af slysförum 4. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akureyrarkirkju 17. mars. Við söknum þín, Guð geymi þig elsku drengur. Mamma og pabbi. Elsku Sesar. Okkur langaði að skrifa til þín örfáar línur í tilefni dagsins. Í dag hefðir þú orðið tvítugur og ætlaðir þér að skemmta þér vel þennan dag ásamt öllum félögunum, þú varst búinn að tala um það. Alltaf rifjast upp minningar um þig á hverjum degi og þá getum við alltaf brosað. Viddi, stóri frændi þinn, er að fara að byrja að æfa fót- bolta með Þór um leið og hann hætt- ir á leikskólanum í byrjun júlí, eins og þú kannski veist ætlar hann sér að verða betri en þú. Ég held samt að hann þurfi að halda vel á spöð- unum til að ná því. Hann er voða spenntur yfir því að byrja í „bolta- leik“ eins og þið kölluðuð það alltaf. Hann þarf nefnilega að fá Þórsbún- ing svo hann geti æft segir hann, það á ekki að mæta á fyrstu æf- inguna í KA-sokkum eins og þú gerðir. Viddi saknar þín líka voða- lega mikið eins og ég og á hverjum degi tölum við um þig og það sem þú gerðir fyrir okkur. Frá þessum stutta tíma sem þú varst með okkur eigum við margar minningar um þig. Ég man eftir því þegar við vor- um einu sinni að fara að djamma og þú ákvaðst í hvaða fötum ég ætti að fara, sem var bara skondið; fleginn bolur, stuttar buxur og stígvél. Þú varst bara fyndinn. Þú fórst líka í brúnu peysunni minni þetta kvöld og eins og þú veist þá varstu lang- flottastur eins og þú varst alltaf. Viddi saknar allra æfinganna ykkar í sveitinni, armbeygja og magaæf- inga sem þið voruð vanir að metast um hvor ykkar gæti gert fleiri. En mundu, Viddi getur enn bitið í tærn- ar á sér eins og ég en það gast þú ekki. Við vitum að þér líður vel og vitum það líka að þú ert með okkur og hjálpar okkur þegar þannig stendur á hjá okkur. Við áttum eftir að gera svo margt saman en þú verður bara með okkur í því „ósýnilegur“ eins og Viddi myndi orða það. Hafðu það gott kæri bróðir og frændi, við hittumst þegar okkar tími kemur. Við Viddi elskum þig. Þín systir Sigrún. Elsku Sesar. Í dag hefðir þú orðið tvítugur … Skrítið hvað tíminn er fljótur að líða, man eins og það hefði gerst í gær er við lékum okkur saman úti í sólinni á sumrin er við vorum lítil, í alls konar leikjum. Mun ætíð minnast þín, besti leikfélaginn og litli bróðir. Sumarið er komið og einnig stóri afmælisdagurinn þinn sem þú hlakk- aðir svo mikið til, grill og félagarnir heima í sveitinni, eins og þegar þú varst 18 ára. Samt er erfitt að sjá þig ekki, þeg- ar sumarið er komið, þú værir að æfa og jafnvel að fara að spila í kvöld með Þór gegn KA á 20 ára af- mælinu þínu, skemmtileg tilviljun að sá leikur skuli vera á afmælisdaginn þinn, þar sem þú spilaðir þinn síð- asta leik gegn KA og skoraðir þá mark … Ég ætla á leikinn, veit að þú verður þar að hjálpa strákunum að vinna hann. Það er svo erfitt að geta bara ekki hringt í þig til að heyra rödd þína, spaugið þitt og stríðnina. Ég veit að þú ert nálægt mér og passar mig, en ég vildi að ég gæti faðmað þig og sagt þér að ég elska þig, talað um „gömlu“ dagana, þar sem við lékum okkur saman, eða þegar við unnum hlið við hlið við sveitastörf á sumrin, girða eða reka kýrnar. Manstu þegar við tvö vorum að girða kálfahólfið saman, án þess að rífast … við vorum svo montin af því! Ég hugsa alltaf til þín, á hverj- um degi, hvernig er annað hægt þegar svona yndislegur bróðir og vinur er hrifsaður frá manni svona snemma á lífsleiðinni? Hvíldu í friði elsku bróðir, við sjáumst þegar minn tími kemur … Þín systir Sara. FRÉTTIR VEGNA viðtals við Theódóru Theó- dórsdóttur, trúnaðarmann Eflingar- stéttarfélags á elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund, í grein Morgun- blaðsins ,,Þekking og reynsla metin til náms“, sunnudaginn 11. júní, vill Félag náms- og starfsráðgjafa koma eftirfarandi athugasemd á framfæri: „Ástæða er til að benda á að í við- talinu er viðmælandinn að lýsa hlut- verki sínu sem trúnaðarmanns á vinnustað. Gera þarf greinarmun á starfi trúnaðarmanns sem veitir jafningjaráðgjöf og starfi náms- og starfsráðgjafa. Hlutverk trúnaðar- manns er m.a. að kalla til menntaða náms- og starfsráðgjafa til að sinna náms- og starfsráðgjöf á vinnustað. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins tók að sér framkvæmd námskeiðs- ins ,,Námshvatning á vinnustað“ síðastliðinn vetur en það verkefni fjallar um þjálfun trúnaðarmanna í jafningjaráðgjöf sem felst m.a. í upplýsingagjöf um hvaða möguleika náms- og starfsráðgjöf veitir og hvernig má komast í hana. Hér er á ferðinni gott framtak til að gera náms- og starfsráðgjöf sýnilegri og aðgengilega öllum, viðamikið skref til að gera fólk meðvitað um eigin stöðu og hvaða möguleika það hefur á áframhaldandi menntun og/eða störfum. Fagmennska og færni náms- og starfsráðgjafa byggist á sérhæfðri menntun þeirra. Nám í náms- og starfsráðgjöf var stofnað við fé- lagsvísindadeild Háskóla Íslands ár- ið 1990. Frá þeim tíma hafa um 200 náms- og starfsráðgjafar útskrifast. Meginmarkmið með náminu hefur verið að veita fræðilega og verklega menntun í náms- og starfsráðgjöf og búa nemendur undir fræðilegt starf á þessu sviði. Haustið 2004 var í fyrsta sinn boðið upp á meistara- gráðu í náms- og starfsráðgjöf og er námið tvískipt 60 eininga nám og lýkur fyrri hluta námsins með dip- lómaprófi. Með tilkomu meistara- námsins má segja að náms- og starfsráðgjafar standi frammi fyrir nýjum áskorunum og verkefnum. Náms- og starfsráðgjöf er þjón- usta sem ætti að vera sjálfsögð og aðgengileg öllum í nútímaþjóðfélagi, þjónusta sem er samofin í heildar- starfsemi skóla og atvinnulífs. Efling náms- og starfsráðgjafar skiptir sköpum og tryggir sam- keppnishæfni íslensks þjóðfélags. Eitt af undirstöðunum í þeirri efl- ingu er rannsóknartengt meistara- nám sem bæði hefur hagnýtt og fræðilegt gildi.“ Athugasemd frá náms- og starfsráðgjöf Þykir miður að uppstokkun hafi leitt til fækkunar kvenna LANDSSAMBAND sjálfstæð- iskvenna álítur það mikil vonbrigði að við nýja ráðherraskiptingu í rík- isstjórn hafi Sigríður Anna Þórð- ardóttir þurft að víkja. „Sigríður Anna hefur leyst verk umhverf- isráðuneytis af stakri prýði þann tíma sem hún hefur gegnt embætti umhverfisráðherra. Hún var fyrst sjálfstæðismanna til að gegna emb- ætti umhverfisráðherra og í hennar höndum hefur ráðuneytið unnið að mörgum mikilvægum verkefnum, sem sárt er að láta af hendi. Mikil eftirsjá er að henni úr ríkisstjórn, þar sem sterk sannfæring, sanngirni og yfirvegun einkenndu störf henn- ar. Sigríður Anna nýtur mikils trausts meðal sjálfstæðismanna og hefur hún gegnt mörgum mik- ilvægum forystustörfum á vettvangi flokksins og Alþingis á síðustu árum. Þannig gegndi hún formennsku í þingflokki sjálfstæðismanna á síð- asta kjörtímabili og var jafnframt forseti Norðurlandaráðs. Landsam- band sjálfstæðiskvenna væntir mik- ils af henni í forystustörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn hér eftir sem hingað til. Uppstokkun ríkisstjórnarinnar var hins vegar óumflýjanleg eftir að Halldór Ásgrímsson tilkynnti brott- hvarf sitt úr stjórnmálum. Það þykir þó miður að uppstokkunin hafi leitt til fækkunar kvenna í ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins. Jafnréttisbar- áttan þolir ekki að skref fram á við séu tekin til baka. Það er von Lands- sambands sjálfstæðiskvenna að hlut- ur kvenna aukist á Alþingi þegar gengið verður til kosninga vorið 2007. Aukinn hlutur kvenna á Al- þingi mun að vonum skila sér í aukn- um hlut kvenna í ríkisstjórn, fái Sjálfstæðisflokkurinn áframhald- andi brautargengi til ríkisstjórn- arsetu,“ segir í ályktuninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.