Morgunblaðið - 23.12.2006, Page 4

Morgunblaðið - 23.12.2006, Page 4
4 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VEÐURSTOFA Íslands gaf í gær út stormviðvörun vegna ofsaveðurs sem gert var ráð fyrir að gengi yfir landið í nótt og fram á dag. Var gert ráð fyr- ir að vindur yrði mestur vestanlands. Óvíst er með innanlands- og milli- landaflug. Í nótt hóf embætti ríkislög- reglustjóra samhæfðar aðgerðir sem munu standa yfir þar til storminum slotar. „Hlutverk okkar er að sjá um- dæmum fyrir utanaðkomandi aðstoð ef þau þurfa á henni að halda,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri al- mannavarnadeildar embættisins, og bætir við að lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir og Vegagerðin séu í viðbragðsstöðu. Jón Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Slysavarnafélagsins Lands- bjargar, segir að á annað þúsund manns frá Þorklákshöfn og vestur með landinu norður í Skagafjörð sé í viðbragðsstöðu vegna stormsins. Hann tekur fram að þetta hafi verið ein annasamasta vika björgunarsveit- anna í manna minnum. Samfara storminum er sjávarstaða há og stórstreymisflóð í Reykjavík kl. átta í morgun. Gísli Gíslason, hafn- arstjóri Faxaflóahafna, segir að sér- stök aðgæsla verði viðhöfð vegna veð- ursins. „Menn þekkja það frá síðustu mánuðum hvernig þetta getur gert sig í svona miklu flóði og mínir menn eru klárir,“ segir hann og bætir við að eigendur báta hafi einnig verið hvatt- ir til að fylgjast með bátum sínum. Öllu innanlandsflugi var aflýst hjá Flugfélagi Íslands kl. 17 í gær og í gærkvöldi var enn óvíst hvernig yrði með innanlands- og millilandaflug í dag. „Það urðu töluverðar tafir í dag [gær] vegna veðursins og það er óvíst hvernig þetta verður í fyrramálið,“ segir Árni Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags Íslands, en tekur þó fram að talsvert minna sé um bókanir á Þorláksmessu í ár þar sem hana beri upp á laugardag og því ættu flestir þeir farþegar sem ekki komust með flugi í gær að ná flugi í dag ef veður leyfir. Guðjón Arn- grímsson, upplýsingafulltrúi Ice- landair, sagði í gær að veðurspáin ylli mönnum áhyggjum. „Ef það verður gríðarlegur vindur tekur langan tíma að afgreiða vélarnar frá flugstöðinni, enda ekki hægt að nota nema hluta af afgreiðslubrautunum. Ég vil því hvetja fólk til að fylgjast með á vef- miðlum og textavarpinu og upplýsa ættingja og vini erlendis sem eru á leiðinni heim um stöðu mála,“ segir Guðjón. Morgunblaðið/Golli Vindasamt Þó að blautt og hvasst væri í höfuðborginni í gær aftraði það ekki fólki frá jólaundirbúningnum. Morgunblaðið/Sverrir Óvissa Vegna veðurs var ekkert flogið innanlands í gærkvöldi og eins er óvíst með flug í dag. Olli ástandið miklum töfum á Reykjavíkurflugvelli. Ríkislögreglustjóri stóð fyrir samhæfðum björgunaraðgerðum í nótt Yfir þúsund í viðbragðsstöðu SIGURÐUR Jónsson, framkvæmda- stjóri Samtaka verslunar og þjónustu, spáir því að verslun í dag verði meiri en nokkru sinni fyrr og áætlar að sal- an geti numið um þremur milljörðum króna. Þar með yrði slegið Íslands- met í verslun á einum degi. Hann segir að veðrið að undan- förnu hafi haft áhrif á jólaverslunina en hún hafi þó verið með mesta móti það sem af er mánuðinum. Alls er spáð um 9% aukningu í jóla- versluninni í ár miðað við fast verðlag, en í fyrra varð aukningin í verslun 11%. Sigurður segir að mikið hafi selst í ár af gjafakortum en þau séu nú öll á rafrænu formi og algengt t.d. að fyr- irtæki kaupi slík kort til að gefa starfsfólki sínu. Spá Íslandsmeti í verslun í dag                    !  "                            ! " ##  $ #   $ %  !  "                           %&&'%(( )*%'++& +%*'%,* +,-'-*. )&&'.%* (&/'./) +*-'%,) )-',)( &./',(. *,/'.(* *&',)( %/'/)) &"!'(                   Morgunblaðið/Sverrir KÖNNUN á flutningaskipinu Wil- son Muuga í gær leiddi í ljós að það hafði staðið af sér veðrið í fyrrinótt og komi í ljós að það hafi staðið af sér veðrið í nótt þykja meiri líkur en minni til þess að það standi í fjörunni um hríð enda er straumur fallandi. Þetta kom fram á blaða- mannafundi hjá Umhverfisstofnun í gær. Í samtali við Morgunblaðið sagði Davíð Egilson, forstjóri Umhverf- isstofnunar, að í könnunarflugi hefðu komið í ljós mjóir olíutaumar sem hefðu síðan horfið í öldurótinu eftir nokkuð hundruð metra. Lík- lega væri fyrst og fremst um að ræða smurolíu og olíu úr vélarrúmi. Undirbúningur að olíudælingu úr skipinu hefði haldið áfram í gær en gengi hægt því Landhelgisgæslan teldi ekki óhætt að hafa menn leng- ur en þrjá tíma um borð meðan dagbirtu nyti. Um leið og hægt yrði að komast að skipinu á bátum myndi meiri skriður komast á und- irbúninginn. Mjóir olíu- taumar hurfu í öldurótinu Morgunblaðið/ÞÖK Skipið stóð af sér veðrið í fyrrinótt. ÞÚSUNDIR manna voru stranda- glópar á Heathrow-flugvelli í gær vegna gríðarlegrar þoku í Lund- únum. Hundruðum flugferða inn- anlands var aflýst og mikil röskun á millilandaflugi til og frá höf- uðborginni. Dæmi voru því um að fólk hafi þurft af þessum sökum að bíða í fleiri klukkustundir á flugvellinum. Veðurofsinn á Keflavíkur- flugvelli hafði áhrif á flug Að sögn Guðjóns Arngríms- sonar, upplýsingafulltrúa Ice- landair, hafði þokan í Lundúnum ekki áhrif á flug Icelandair til og frá borginni í gær. Hins vegar tafði veðurofsinn á Íslandi mikil áhrif. „Þokan hefur haft sáralítil áhrif á ferðir Íslendinga til og frá Heat- hrow. Veðurhamurinn á Keflavík- urflugvelli hefur hins vegar valdið miklum töfum í millilandaflugi. Við sjáum fram á töluverðar tafir á öllum flugleiðum alveg fram á aðfangadag.“ Guðjón sagði þó ljóst, að þegar mörg félög felldu niður flug ríkti víða „ófremdarástand“. Markmiðið væri að koma öllum heim fyrir jól. Þokan í London hefur ekki áhrif á flug Icelandair

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.