Morgunblaðið - 23.12.2006, Side 10

Morgunblaðið - 23.12.2006, Side 10
10 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is FLUTNINGASKIPIÐ Wil- son Muuga stefndi beinlínis til lands fyrir miklu vélarafli án þess að áhöfnina grunaði að stefnan var röng fyrr en allt of seint. Á allt að 13,4 sjó- mílna hraða og fljúgandi lensi æddi skipið í átt að fjöru sunnan Sandgerðis og stöðv- aðist á grynningum þar sem það hefur setið síðan. Í sjóprófum fyrir Héraðs- dómi Reykjaness í gær kom í ljós að ekki aðeins sjálfstýr- ingin bilaði heldur einnig svo- nefndur gírókompás, sem gaf til kynna að stefnan var nán- ast í hásuður eins og til var ætlast, þótt skipið hefði hrak- ist af leið vegna hliðarvinds á stjórnborða og stefndi upp í land. Um samskipti skipsins við Triton sagði hinn 43 ára gamli skipstjóri Valeri Semjakov, að áhöfnin hefði að beiðni Tritons gert klárt fyrir uppgöngu varðskipsliða sem sendir voru á gúmbátnum. Áhöfnin hefði sagt Triton- mönnum að illmögulegt væri að komast um borð í síversn- andi öldugangi. „Eftir þessi samskipti var ég ekki látinn vita að bátur yrði sendur og hafði engar upplýsingar um það,“ sagði Semjakov í skýrslu sinni. „Við gátum einvörðungu skoðað það sem var í kringum okkur. Eftir 20–30 mínútur sáum við gúmbát á bak- stefni en óljóst var með fjölda báts- manna. Hvort þeir voru sex eða sjö vissi ég ekki en báturinn fór í ákveð- inni fjarlægð frá skipinu, fram fyrir það og sneri síðan við. Við fylgdumst með en vorum ekki í sambandi við mennina og síðan hvarf báturinn út í myrkrið.“ Semjakov gat þess einnig að radarskjár á skipi sínu hefði ekki sýnt neitt sem minnti á gúmbátinn. Wilson Muuga lagði eins og kunn- ugt er af stað frá Grundartanga um kl. hálfeitt eftir miðnætti aðfaranótt þriðjudags. Siglt var vestur fyrir Garðskaga og síðan suður með strönd í átt að Reykjanestá. Skömmu eftir að skipið lagði Garð- skagann að baki hraktist það af leið án þess að gírókompásinn sýndi nokkuð óeðlilegt, því stefnan var áfram rúmar 177 gráður þótt skipið sjálft hefði tekið stefnu skarpt á bak- borða og stefndi að landi. Upplýst var í rannsóknarréttarhaldinu í gær, að gírókompásinn hefði verið bilaður fyrr í þessum mánuði og gengist undir viðgerð í Englandi 6. desem- ber. Bilunin fólst í því að kompásinn gegndi ekki því hlutverki að sýna ná- kvæma stefnu skipsins og var á róli. Semjakov skipstjóri var í káetu rétt áður en skipið rakst í botninn en í hans stað í brúnni við stjórnvölinn var yfirstýrimaður sem tekið hafði við vaktinni kl. 3 af 2. stýrimanni. „Klukkan fimm mínútur yfir fjögur var ég í káetu og heyrði hringingu,“ sagði Semjakov. „Ég klæddi mig og fór fram. Strax og þangað kom heyrði ég sterk högg í skipinu og hljóp þá eins hratt og ég gat upp á dekk. Þegar þangað kom gaf ég fyr- irmæli um staðsetningu skipsins. Við vorum strandaðir og ég lýsti yfir neyðarástandi. Klukkan tuttugu og tvær mínútur yfir fjögur var hringt í íslensk yfirvöld og slysið tilkynnt og stöðunni lýst,“ sagði hann en tók fram að ekkert hefði stefnt skipi eða áhöfn í hættu. Seinna var tilkynnt um sjó í vélarrúmi og gangsettu skipverjar þá dælur sem höfðu und- an lekanum. Rafmagn var á skipinu og því gátu skipverjar unnið með eðlilegum hætti. Semjakov sagðist hafa verið í sambandi við strand- gæsluna [Landhelgisgæsluna] og tók fram að það hefði verið tvíhliða samband með því að bæði hefði hann hringt í hana og öfugt. Mörg símtöl fóru þannig fram, sagði Semjakov sem hafði skýrt frá ástandinu um borð. Klukkan 5 um morguninn var komið háflóð og var þá skipið stöðugt á sínum stað og engin hætta á ferð. Sjór tók nú að lækka í vélarrúminu þegar fjara tók undan því og skorð- aðist það enn frekar, þótt hins vegar væru háar öldur og rok sem herjuðu á skrokkinn. Um klukkan 9 bauð strandgæslan upp á að fjarlægja ein- hverja af skipinu og hafinn var und- irbúningur þess, þótt Semjakov tæki fram að ekki væri tímapressa á mannskapnum. Um kl. 12.40 var ákveðið að yfirgefa skipið en þá þeg- ar var búið að flytja lögreglumann og starfsmann Gæslunnar um borð. Um þátt varðskipsins Triton sagði Semjakov að kl. 5 um morguninn hefði Gæslan sagt Wilson að Triton væri á leiðinni. „Ég komst í samband við Triton og lét þá vita um ástandið. Ennfremur tilkynnti ég um vatn í vélarrúmi en dælurnar hefðu undan og engin hætta væri á ferð. Um kl. 6 tilkynnti Triton að bátur væri á leið- inni til að meta ástandið um borð. Á dekkinu voru skipverjar hafðir í við- bragðsstöðu til að taka móti gúm- bátsmönnum,“ sagði Semjakov. Hefði sýnt meiri árvekni Yfirstýrimaðurinn Evgení Javke- nenko sagðist ekki hafa vitað um fyrrnefnda viðgerð á gírókompásn- um en að vitaskuld hefði hann sýnt meiri árvekni ef hann hefði vitað að kompásinn hefði áður verið bilaður. Hann sagði að allt hefði verið í góðu lagi, þótt þá þegar, eins og upp- lýst var, hefði skipið verið á kol- rangri stefnu upp að landi. „Ég sá að gírókompásinn gaf rétta stefnu. Hins vegar sá ég með eigin augum að skipið hafði beygt. Fyrsta sem mér datt í hug var að stýrisbúnaðurinn væri í ólagi og fór að beygja til hægri til að komast frá ströndinni. Búnað- urinn hlýddi ekki. Þá skipti ég um [stýris]dælu og reyndi aftur. Þegar ég áttaði mig á að stýrisbúnaðurinn virkaði ekki, skipti ég yfir á hand- stýringu og snéri skipinu skarpt til hægri og kallaði á skipstjórann. Ég fann fyrir höggum og varð ljóst að skipið stefndi í strand.“ „Sá með eigin augum að skipið hafði beygt“ GÍRÓKOMPÁSAR eru frekar smágerð siglingatæki sem stjórna sjálfstýringu skipa og sýna alltaf réttar áttir og eru frá- brugðnir seguláttavitum að því leyti að hinir síðarnefndu benda í segulnorður en gírókompásar eru alltaf réttvísandi og þarf því ekki að reikna með misvísun. Stjórna stýringu MINNINGARATHÖFN um Jan Nordskov Larsen, fór fram í gær um borð í eftirlitsskipinu Trito í Reykja- víkurhöfn. Þeir sjö sjóliðar sem voru með Larsen á gúmmíbát Tritons sem hvolfdi á strandstað á þriðju- dag, báru kistuna að athöfn lokinni, en hún var flutt til Danmerkur með flugvél á vegum danska hersins. Morgunblaðið/Kristinn Danska sjóliðans minnst við athöfn Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is RANNSÓKNARMENN á vegum danska sjóhersins komu hingað til lands í vikunni vegna láts Jans Nor- dskovs Larsens, danska sjóliðans sem fórst á strandstað flutninga- skipsins Wilson Muuga rétt við Sandgerði á þriðjudagsmorgun. Maðurinn var í áhöfn danska varð- skipsins Triton en hann lést þegar gúmmíbáti sem sendur hafði verið frá skipinu að flutningaskipinu, hvolfdi. Larsen var einn átta sjóliða sem voru um borð í gúmmíbátnum, en félagar Larsens héldu honum uppi í sjónum uns þeir örmögnuðust og gátu ekki meira. Tommy Jeziorski, talsmaður danska sjóhersins í flotastöðinni í Frederikshavn, segir að rannsókn- armennirnir hafi farið um borð í Wil- son Muuga og tekið skýrslur af skip- verjum. Hann segir að danski sjóherinn líti á atvikið sem slys og telji ekki að rangar ákvarðanir hafi orðið til þess að Larsen fórst. Ekki líklegt að ákæra verði gefin út Síðar verði metið hvort rannsókn- arnefnd sjóslysa í Danmörku hefji sjópróf vegna slyssins. Jeziorski segist ekki telja líklegt að ákæra verði gefin út vegna slyss- ins. Rannsóknarnefndin rannsaki or- sakir slyssins en frekari ákvarðanir um hvað verði aðhafst verði senni- lega ekki teknar fyrr en eftir jól. Danski sjóherinn lítur á dauða sjóliðans sem slys Í HNOTSKURN » Flutningaskipið WilsonMuuga strandaði skammt frá Sandgerði á þriðjudags- morgun. » Danska eftirlitsskipiðTriton var næst Wilson Muuga þegar neyðarkall barst » Einn sjóliði fórst eftir aðgúmmíbáti Tritons hvolfdi. » Minningarathöfn um sjó-liðann fór fram um borð í Triton í gær en að henni lokinni flutti vél frá danska hernum lík hans til Danmerk- ur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.