Morgunblaðið - 23.12.2006, Page 23

Morgunblaðið - 23.12.2006, Page 23
aðventan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 23 Síðumúla 3, sími 553 7355. Næg bílastæði Opið í dag kl. 11-23, aðfangadag kl. 10-13. Gjöfin hennar • Undirföt • Náttföt • Náttkjólar • Sloppar • Gjafakort Á lakvísl er um margt bjartari en flestar götur í Reykjavík, um þessar mundir að minnsta kosti. Þar býr Magnús Einarsson sem leggur sig sérstaklega fram við ljósaskreytingar á aðventunni enda mikið jóla- barn að eigin sögn. „Ég er búinn að skreyta húsið í mörg ár og bæti alltaf einhverju við á hverju ári,“ segir hann. „Núna skreytti ég húsbílinn líka.“ Hann viðurkennir fúslega að vera mikið jólabarn. „Það er konan mín reyndar líka,“ bætir hann við. „Við erum bæði úr sveit þar sem ekki var hægt að skreyta svona mikið. Svo þegar ég komst upp á bragðið með skreyting- arnar fór ég fljótt á fullt skrið.“ Seríurnar kaupir Magnús allar á Íslandi enda „allt of mikið fyrirtæki að fara til út- landa“ og úrvalið þar að auki prýðilegt hér heima að hans sögn. Ljósagleðin smitar Hann þverneitar því að uppsetningin á skrautinu sé tímafrek, jafnvel þótt hann sé einn við hana. „Ég geri þetta á þremur, fjórum dögum og er kannski tvo, þrjá tíma að í einu. Yfirleitt geri ég þetta þegar fer að skyggja því þá er betra að sjá hvernig ljósin njóta sín til fulls. Ég set þau oftast upp í byrjun aðventu en þjófstartaði reyndar í ár og fór að vinna við þetta tveimur dögum fyrir desember. Veðrið var svo gott að ég mátti til að nota tímann.“ Ekki stendur á viðbrögðum þeirra sem leið eiga hjá húsi Magnúsar og sumir gera sér sér- staka ferð til hans til að berja ljósadýrðina augum. „Það er mikið stoppað hér fyrir utan,“ segir hann. „Þegar ég var að skreyta húsbílinn sá ég til dæmis fólk sem stoppaði til að skoða og fór en kom strax aftur til að skoða meira. Grannarnir eru líka mjög ánægðir með þetta.“ Aðspurður segir hann ljósagleðina smita nokkuð út frá sér. „Skreytingarnar eru alltaf að aukast hér í kring og meðal annars smíðaði maðurinn við hliðina á mér sjálfur jólasvein sem hann setur alltaf upp á grindverkið fyrir utan. Og vonandi endar þetta með því að gatan okkar verði sú fallegasta í borginni.“ Stefnir á fallegustu götuna í borginni Morgunblaðið/Brynjar Gauti Jólabarn Magnús Einarsson leggur ævinlega mikið í jólaskreytingar innanhúss og utan. Bílajól Magnús skreytir líka húsbílinn líkt og þessir skemmtilegu sveinar er til vitnis um. Grænt Greni og jólaljós prýða innganginn á heimili Magn- úsar, enda er húsið skreytt í bak og fyrir. Bjöllur Hafa lengi tilheyrt jólunum. Hó hó Jólasveinar eru að sjálf- sögðu áberandi í skreytingunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.