Morgunblaðið - 23.12.2006, Side 24

Morgunblaðið - 23.12.2006, Side 24
Köflótt Kvenlegt veski og mittisbelti, 3.290 kr. hvort, rautt belti, 1.690 kr. Friis& Company. Kerti og spil eða Sudoku handabarninu? Mjótt bindi, belti eða I-pod-veski handa unglingunum?Hitapoka handa unga, ástfangna parinu? Gott rakkrem fyrir kærastann? Rauða leðurhanska,veski eða leðurhulstur utan um myndavélina handa kærustunni? Teketil og bolla handa mömmu eða hreinsilínu fyrir húð- ina? Fóðraða hanska eða kryddhristara frá Ja- mie Oliver fyrir pabba? Rauða, geggjaða fót- boltaskó handa íþróttagarpinum? Það er Þorláksmessa og þú átt eftir að kaupa síðustu gjafirnar, kannski allar! Biddu Þorlák helga Skálholtsbiskup Þórhallsson dýr- ling og allar góðar jólavættir að aðstoða þig við valið. Það er stemning í verslunum og af nógu að taka. Þetta verður gaman. Þeir tímar eru liðnir að kerti úr sauðatólg voru algengasti jólaglaðningurinn en seint á 19. öld voru þau allmikils virði. Ljós þeirra var nefnilega mun bjartara en lýsiskolanna sem ís- lenskur almúgi notaði venjulega. Um eiginlega jólagjöf á milli fólks var samt ekki að ræða að sögn Árna Björnssonar þjóðháttafræðings í bók hans Sögu jólanna, en á jólunum fengu meðlimir íslenskra heimila oft nýja flík eða skó sem kom í góðar þarfir. Með vaxandi velmegun þjóðarinnar á 20. öld varð hinn veraldlegi undirbúningur jólanna sí- fellt umfangsmeiri. Fólk fór að gefa sín á milli og smám saman urðu gjafirnar íburðarmeiri. Það er alveg rétt að í íslensku nútímasam- félagi eiga margir margt og sumir nánast allt. En það hafa samt langflestir gaman af því að fá og gefa jólagjafir. Þeim fylgir nefnilega galdur sem leysir úr læðingi mikla og jákvæða orku hjá þjóðinni allri. Það er hugurinn sem býr að baki hverri gjöf, tíminn sem fer í að velja hana, pakka henni inn, skrifa á merki- miðann og afhenda hana síðan hátíðlega þeim sem hún er ætluð á Þorláksmessu eða aðfanga- dag. Í dimmum desember er það m.a. þessi orka sem lýsir upp myrkrið. Okkur þykir gam- an að gefa jólagjafir, sama hversu hátt við nöldrum yfir öllu veseninu. Það er órjúfan- legur hluti af hátíðarhöldunum. Munið bara að það er hugurinn sem gildir – ekki verðmiðinn. Þú þarft ekki að örvænta. Þú munt finna fín- ar gjafir fyrir jól. Þetta reddast alltaf. Hér eru samt nokkur góð jólagjafabjargráð sem fínt er að hafa í huga – ásamt því að heita á Þorlák helga: Sumar gjafir, eins og bækur, geisla- diskar og fatnaður henta öllum aldri og báðum kynjum og þeim, eins og reyndar flestum jóla- gjöfum, má skipta á milli jóla- og nýárs, falli þær ekki að smekk þiggjandans. Skapandi leikföng eru alltaf sígild fyrir börn. Unglingar hafa gaman af og not fyrir tölvuforrit, tölvu- leiki og fleira sem tengist tölvum og tónlist eins og i-pod og útvörpum. Unga fólkið gæti vantað eitt og annað í búið og foreldra og maka eitthvað sem tengist áhugamálunum Þeir síðarnefndu slá heldur ekki hendinni á móti dekurgjöfum eins og nuddi eða andlits- baði á snyrtistofu. Táknrænar gjafir og per- sónulegar eins og þær sem búa til eða varð- veita sameiginlegar minningar vekja líka alltaf lukku. uhj@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Jólalegt Rómantískt tveggja manna te- eða kaffisett, 2.990 kr. Ormsson. Hlýtt Leðurhanskar eru sígild gjöf. Brúnir herrahanskar, 5.490 kr. Debenhams. Rauðir dömuhanskar, 12.600 kr. Leonard. Sniðugt Kortin og i-podinn í einu og sama veskinu, 4.590 kr. Apple IMC. Fjölnota Leðurhulstur utan um myndavélar, i-pod, síma og fleira, 3.990 kr, Apple IMC. Hátíðleg Falleg skinntaska, www.kulusuk- art.com, 19.900 kr. (sölubás í Kringlunni). Notalegt Það er nú ekki amalegt að fá svona hjartalegan hitapoka, 400 kr. Tiger. Eldheitt Silkibindi, Breitt fyrir eldri herra, mjótt fyrir þá yngri, 4.990 kr. Retro. Jólagjafir á síðustu stundu Snyrtilegt Nærandi rakkrem fyrir karlmenn frá Aveda, 1.470 kr., rakakrem 3.590 kr. og maski 2.935 kr. fyrir bæði kyn. Aveda. Kryddhristari Skemmtilegur hristari frá Jamie Oliver þar sem hægt er að blanda sam- an olíu og ýmsum kryddtegundum, 3.990 kr., Debenhams. Fjölskylduspil Sudoku nýtur mikilla vin- sælda en þetta er borðspil fyrir börn frá 8 ára aldri, 3.490 kr. Penninn. Hættulegir Rauði liturinn virkar víst vel fyrir fótbolta- fólk á skotskónum, 9.900 kr. Adidas Concept Store. tíska 24 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.