Morgunblaðið - 23.12.2006, Síða 54

Morgunblaðið - 23.12.2006, Síða 54
54 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Kvikmyndahúsin verða lokuð á þorSími - 462 3500 Sími - 564 0000 tt t t tt tttt Óskum landsmönnum Opnum aftur 26.desem staðurstund Á Þorláksmessu milli kl. 16 og 17 árit-ar Arnaldur Indriðason nýjustu bók sína Konungsbók í Þjóðmenningarhús- inu. Arnaldur mun koma sér fyrir nálægt hinni einu sönnu Konungsbók Eddu- kvæða, handriti frá síðari hluta 13. aldar, sem er til sýnis á sýningu Árnastofnunar Handritin í Þjóðmenningarhúsinu. Í bók Arnaldar er það einmitt leyndarmál tengt Konungsbók Eddukvæða sem leiðir hina æsispennandi atburðarás áfram. Af þessu tilefni verður aðgangseyrir að sýningum Þjóðmenningarhússins felldur niður á meðan á áritun stendur svo að gestir geti óhikað notið þess að skoða Konungsbækur Eddukvæða og Snorra Eddu og önnur merk- ishandrit. Á sýningunni er auk þess hægt að kynna sér menningarlegt og sögulegt hlutverk íslenskra miðaldahandrita og efnisins sem þau geyma.. Bók Arnaldar, Konungsbók, verður til sölu í verslun Þjóðmenningarhúss- ins á sérstöku afsláttarverði, 3.500 kr., á sama tíma og Arnaldur áritar. Hús- ið er opið frá kl. 11 til 17. Söfn Arnaldur Indriðason áritar bók sína í Þjóðmenningarhúsinu Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða Tónlist Fríkirkjan í Reykjavík | Á aðfangadags- kvöld munu Páll Óskar söngvari & Monika hörpuleikari leika jólalög í miðnæturmessu í Fríkirkjunni í Reykjavík ásamt strengja- kvartett. Einnig koma fram Anna Sigríður Helgadóttir sópransöngkona og Carl Möll- er. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson mun flytja hugvekju. Aðgangur er ókeypis. Myndlist Anima gallerí | Bjarni Sigurbjörnsson, Jón Óskar og Kristinn Már. Til 23. des. Art-Iceland.com | Skólavörðustíg 1a er með smámyndasýningu frá 10. des. 2006 til 14. janúar 2007. Listamennirnar 20 og galleríið gefa 10% af sölu til Barnaheilla. Verkin á sýningunni eru mjög fjölbreytt og áhugaverð. Vikuna fyrir jól er opið frá 11–21. Eftir jól frá 12–18. Allir velkomnir. Artótek Grófarhúsi | Tryggvagötu 15 1. hæð. Anna Hallin myndlistarmaður hefur opnað sýningu á verkum sínum. Anna lærði myndlist á Íslandi, í Svíþjóð og Bandaríkj- unum. Hún hefur haldið sýningar víða um heim og hlotið margvíslegar viðurkenn- ingar. Anna sýnir teikningar og myndband. Sjá http://www.artotek.is Bananananas | Hye Joung Park sýnir verk- ið Einskismannsland í Bananananas um helgina, opið verður frá kl. 16–18, laugar- daga og sunnudaga til og með 23. desem- ber. Bananananas er á horni Laugavegar og Barónstígs, gengið inn um gula hurð Barónstígsmegin ofan við Laugaveg. Café Mílanó | Ingvar Þorvaldsson er með málverkasýningu. Sýnd eru 10 ný olíu- málverk. Sýningin stendur til áramóta. Gallerí - Skálinn | Gallerí – Skálinn, Seyðis- firði. Garðar Eymundsson og Rúnar Loftur sýna teikningar, pastelmyndir, vatnslita- myndir og olíumyndir. Opið eftir hádegi alla daga til jóla. Gallerí Úlfur | Sigurdís Harpa Arnarsdóttir sýnir út des. Opið virka daga kl. 14–18. Gerðuberg | Gerðuberg á í safni sínu um 1000 listaverk eftir börn sem unnin voru í listsmiðjunum Gagn og Gaman sem starf- ræktar voru sumrin 1988–2004. Fyrirtæki og stofnanir geta fengið leigð verk úr safn- inu til lengri eða skemmri tíma. Til 21. jan. Sýning á myndskreytingum í íslenskum barnabókum 2006. Sýningin stendur til 21. janúar 2007. Sjá www.gerduberg.is. Gerðuberg | Hugarheimar – Guðrún Bergs- dóttir sýnir útsaum og tússteikningar. Ein allsherjar sinfónía fjölskrúðugra lita og for- ma; eins og íslensk brekka þakin berjum að hausti eða brúðarklæði frá Austurlöndum. Verk Guðrúnar vitna um hina óheftu tján- ingu sem sprettur fram úr hugarheimi hennar. Sýningin stendur til 21. janúar. Sjá www.gerduberg.is. Grafíksafn Íslands | Samsýning 20 félags- manna í íslenskri grafík. Opið fimmtudaga - sunnudaga frá kl. 14–18. Grafíksafn Íslands –salur íslenskrar grafíkur er í Tryggvagötu 17, hafnarmegin. Sýningin er sölusýning og stendur til 23. desember. Hafnarborg | Ljósmyndarinn Spessi til 30. desember. Verkin eru úr bók hans „Loca- tions“ sem kom út nú fyrir jólin. Sýningin í Hafnarborg hefur fengið sömu yfirskrift. Þarna er fyrst og fremst um að ræða myndir af stöðum sem bera ummerki mannfólksins. Sigrún Guðjónsdóttir, Rúna, sýnir í Sverris- sal og Apóteki. Á sýningunni verða stein- leirsmyndir og verk unnin á pappír með akrýl, olíukrít, pastel og bleki. Hjá Marlín | Birgir Breiðdal, Biggi, sýnir til 23. desember. Hrafnista Hafnarfirði | Ellen Bjarnadóttir sýnir í Menningarsal til 8. janúar. i8 | Sýning Katrínar Sigurðardóttur, Stig, stendur nú yfir í i8 fram að jólum. Opið þri.- fös. frá kl. 11–17 og laugardaga frá kl. 13–17. Undir stiganum í i8-galleríi stendur yfir sýning Péturs Más Gunnarssonar Eins og að sjálfsögðu. Til 23. des. Kaffi Sólon | Elena Fitts sýnir málverk á Sólon. Verkin eru unnin með olíu á striga. Elena fæddist 1984 í Úkraínu, byrjaði að teikna mjög ung. Hún flutti til Íslands 1999 og ári síðar hóf hún að nota olíuliti. Til 5. janúar. Kling og Bang gallerí | Sirra Sigrún Sig- urðardóttir, Hekla Dögg Jónsdóttir, Ásdís Sif Gunnarsdóttir og Daníel Björnsson sýna í Kling & Bang gallerí, Laugavegi 23. Sýningin heitir Ljósaskipti-Jólasýning Kling og Bang og stendur til 28.janúar 2007. Listasafn Einars Jónssonar | Lokað í des- ember og janúar. Höggmyndagarðurinn við Freyjugötu er alltaf opinn. Listasafn Íslands | Frelsun litarins/Regard Fauve, sýning á frönskum expressjónisma í upphafi 20.aldar. Sýningin kemur frá Musée des beaux-arts í Bordeaux í Frakk- landi, 52 verk eftir 13 listamenn. Sýning á verkum Jóns Stefánssonar í sal 2. Opið frá kl. 11–17 alla daga, lokað mánudaga. Ókeyp- is aðgangur. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Bandarísk list á þriðja árþúsundinu. Margir af fremstu listamönnum Bandaríkjanna, sem fæddir eru eftir 1970, eiga verk á sýn- ingunni. Sýningarstjórarnir eru í fremstu röð innan hins alþjóðlega myndlistarvett- vangs. Sýningin hefur farið víða um heim, m.a. til New York og Lundúna. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Lokað í desember og janúar. Listasetur Lafleur | Sölusýning stendur nú yfir í Listasetri Lafleur á myndverkum Benedikts S. Lafleur. Benedikt sýnir þar myndaskúlptúra sína og glerlistaverk. Myndaskúlptúrarnir eru nýjung í myndlist þar sem þau sameina listform á frumlegan hátt. Gestir geta notið bókakaffis Lafleur útgáfunnar og slakað á í jógarými. Til 23. des. Ófeigur listhús | Skólavörðustíg 5. Mál- verkasýning Ómars Stefánssonar. Sýningin stendur til áramóta og er opin á verslunar- tíma. Skaftfell | Haraldur Jónsson sýnir „Fram- köllun“ í Skaftfelli, menningarmiðstöð á Seyðisfirði. Bjargey Ólafsdóttir sýnir vinnuteikningar; „ég missti næstum vitið“ á Vesturveggnum. www.skaftfell.is Smiðjan-Listhús | Jólasýning Smiðjunnar- Listhúss, Ármúla 36, stendur nú yfir. Gömlu meistararnir í bland við yngri lista- menn þ.á.m Þorvald Skúlason, Jón Stef- ánsson, Jóhann Briem, Kjarval, Hafsteinn Austmann, Valgarð Gunnarsson,og Tolla svo fátt eitt sé nefnt. Opið virka daga kl. 10–18 og lau. kl. 12–17. Allir velkomnir. Þjóðminjasafn Íslands | Á Veggnum í Þjóð- minjasafninu stendur yfir jólasýning með myndum tvíburabræðranna Ingimundar og Kristjáns Magnússona. Myndirnar fanga anda jólanna á sjöunda áratuginum. Margt í þeim ætti að koma börnum í jólaskap og fullorðna fólkið þekkir þar vafalaust hina sönnu jólastemningu bernsku sinnar. Í Myndasal Þjóðminjasafnsins eru til sýnis þjóðlífsmyndir úr safni hins þjóðþekkta Guðna Þórðarsonar í Sunnu, blaðamanns, ljósmyndara og ferðamálafrömuðar. Mynd- irnar tók hann við störf og ferðalög á tíma- bilinu 1946–60. Þær eru eins og tímasneið frá miklu umbrotaskeiði í sögu þjóðarinnar. Í Bogasal Þjóðminjasafnsins stendur yfir sýning á útsaumuðum handverkum list- fengra kvenna frá fyrri öldum. Sýningin byggir á rannsóknum Elsu E. Guðjónsson textíl- og búningafræðings. Myndefni út- saumsins er fjölbreytt, m.a. sótt í Biblíuna og kynjadýraveröld fortíðarinnar. Söfn Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Nú stend- ur yfir á Bókatorgi í Grófarhúsi, Tryggva- götu 15, 1. hæð, sýningin „ … hér er hlið himinsins“ sem Borgarskjalasafn Reykja- víkur vann í tilefni af 20 ára vígsluafmæli Hallgrímskirkju. Sýningin er opin virka daga kl. 11–19 og um helgar kl. 13–17. Að- gangur ókeypis, allir velkomnir. Til 7. jan. Gljúfrasteinn - Hús skáldsins | Opið alla daga nema mánudaga kl. 10–17. Hljóð- leiðsögn á íslensku, ensku, þýsku og sænsku. Margmiðlunarsýning og göngu- leiðir í nágrenninu. Frekari upplýsingar á www.gljufrasteinn.is Sími 586 8066. Landsbókasafn Íslands, Háskólabókasafn | Í spegli Íslands er lítil sýning í forsal þjóð- deildar safnsins. Þar er sagt frá ferðasög- um til Íslands í gegnum aldirnar. Sú þrá að þekkja og nema … Sýning til heiðurs Jónasi Jónassyni frá Hrafnagili – 150 ára minning. Jónas var prestur, rithöf- undur, þýðandi og fræðimaður, eins og verk hans Íslenskir þjóðhættir bera vott um. Sýningin spannar æviferill Jónasar. Upp á Sigurhæðir – Matthías Jochumsson var lykilmaður í þjóðbyggingu 19. aldar. Menn þekkja best sálmana, þjóðsönginn og Skugga-Svein, en skáldpresturinn sá eftir sig 28 bækur, þar af 15 frumsamdar. Sýn- ingin stendur yfir til 31. desember. Sjá heimasíðu safnsins www.landsbokasafn.is Norska húsið í Stykkishólmi | Í Norska húsinu er jólastemningin allsráðandi og húsið er skreytt hátt og lágt. Heimsókn í Norska húsið á aðventunni er sannkallað ævintýri fyrir börn á öllum aldri og ógleym- anleg upplifun á aðventunni. Í krambúð hússins er jólakrambúðarstemning og boð- ið er upp á heitan epladrykk og piparkökur. Til 23. des. Þjóðmenningarhúsið | Að vanda eru fjöl- breyttar sýningar í sölum Þjóðmenning- arhússins. Þær eru: Íslensk tískuhönnun, með fatalínum frá níu merkjum eða hönn- uðum í samhengi við íslenska náttúru. Berlin Excursion, bókagerðarlist frá forlagi rithöfunda og myndlistarmanna frá Berlín. Fyrirheitna landið og Handritin að auki. Þjóðminjasafn Íslands | Skoðunarferð um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins er ævin- týralegt ferðalag gegnum 1200 ár sem hefst í skipi landnámsmanna og lýkur í flughöfn nútímans. Fjölbreyttar sýningar, fræðsla og leikir fyrir alla fjölskylduna. Skemmtileg safnbúð og notalegt kaffihúss. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Bækur Þjóðmenningarhúsið | Upplestrarserían Jólahrollur í hádeginu fer fram í Þjóðmenn- ÞAÐ er mikið gleðiefni hversu mikil vitundarvakning hefur orðið um ís- lenskan tónlistararf undanfarin ár, en tónlistarfólk hefur í síauknum mæli sótt í þann brunn, ýmist í leit að innblæstri fyrir nýja tónsköpun ell- egar til úrvinnslu á því efni sem er fyrir hendi. Nokkrir aðilar úr ís- lensku tónlistarlífi hafa tekið þátt í að rannsaka, sem og flytja íslenska tónlist með það fyrir augum að end- urvekja hana á lifandi og nýjan en stundum jafnvel upprunalegan máta, eftir því sem næst verður komist samkvæmt núgildandi þekkingu. Mætti þar t.d. nefna Snorra Sigfús Birgisson tónskáld, Mörtu Halldórs- dóttur söngkonu og Örn Magnússon píanóleikara o.fl., Báru Grímsdóttur söngkonu, Didda fiðlu og Kvæða- mannafélagið Iðunni með Steindór Andersen í broddi fylkingar. Á hljómdiskinum Fagurt er í fjörð- um leitast Gerður Bolladóttir, með aðstoð Sophie Schoonjans hörpuleik- ara og Hlínar Erlendsdóttur fiðlu- leikara, við að færa íslensk þjóðlög frá ýmsum tímum, þekktum sem óþekktum, nær uppruna sínum með því notast annars vegar við undirleik hörpu, hins vegar fiðlu og hafa rödd- ina í forgrunni. Útsetningarnar sem leiknar eru á hörpu eru píanóútsetn- ingar eftir Austurríkismanninn dr. Ferdinand Rauter, úr bókinni Ís- lensk þjóðlög, safn Engel Lund en fiðluútsetningarnar eru nýjar, sér- staklega samdar af þessu tilefni af Önnu S. Þorvaldsdóttur, tónskáldi. Einnig eru þrjú lög sögð í hefð- bundnu lagformi, sem ég hef aldrei heyrt um, en hljómar á plötunni sem fiðlurödd sem spilar að mestu fimm- und neðar eða raddanir sem gætu verið hluti af hljómborðs- eða kórút- setningu. Reyndar er öll lögin sem Anna útsetur, auk laganna sem eru í téðu hefðbundu lagformi, einnig að finna í safni Engel Lund í útsetn- ingum Rauter (sem hefði mátt koma fram í bæklingnum). Þar sem þekking á íslenskri tón- listarsögu er nokkuð takmörkuð hef- ur fólk vissulega ólíkar skoðanir á henni. Ég get verið sammála því að röddin eigi að vera í forgrunni en skil ekki að öðru leyti hvers vegna Gerð- ur ákveður að fara þessa leið í að [...endurvekja þann forna hljóm sem álitið er að hafi einkennt íslensk þjóðlög fyrr á tímum...], eins og segir í formála Andra Snæs Magnasonar. Eins veit ég ekki alveg hvað átt er við með [...að ná fram fornum fínleik og blæbrigðum í flutningi hennar...] þar sem í grunninn er um alþýðu- tónlist að ræða, sem er lifandi hefð, fín eða gróf og allt þar á milli, allt eft- ir persónuleika, stétt og stöðu flytj- andans. Til eru heimildir um fiðlur eða gígjur á Íslandi fyrr á öldum, en nafngiftir á hljóðfærum eru því mið- ur oft mjög á reiki í gömlum hand- ritum; gígja getur t.d. líka þýtt munngígja eða gitter (forngítar). En eitt er þó víst að íslenska fiðlan var frumstætt tveggja strengja strok- hljóðfæri, harla ólík að gerð og hljóð- an evrópsku fiðlunni sem Hlín leikur á, en slík fiðla náði fyrst fótfestu á ís- landi 1852 þegar Voga-Jón nokkur fór að kenna Íslendingum að spila erlend danslög, alls óskyld íslensku þjóðlögunum. Fátt er vitað um hörp- ur á Íslandi nema að Jón Ögmund- son biskup átti að hafa vaknað upp alspilandi á hörpu kringum 1100 eft- ir að Davíð vitraðist honum í draumi og til er vísa eftir Jón Arason biskup, þar sem hann lýsir því að hann skemmti heimilisfólki sínu með hörpu. Dæmi eru um að synfon (svip- að amerísku hurdígurdí) sé kallað harpa og jafnvel að hljóðfæri yfir höfuð séu kölluð hörpur, svo ljóst er að heimildir um hörpuleik í íslenskri þjóðlagatónlist eru næsta villandi. Það sem kæmist nálægt því því að vera harpa væri Saltari (eins konar borðsítar) sem er öllu frumstæðara hljóðfæri og heldur fjarskylt þjóð- lagahörpunni sem hljómar annars engilblítt á plötunni. Hvað sem öðru líður heyrði hljóð- færaeign og -leikur til algjörra und- antekninga hér áður fyrr, fyrir utan langspilið frá 1700 og grundvallaðist því þjóðlagahefðin á munnlegri geymd, sem er í órofa sambandi við frásagnalistina, þar sem sögur, lýs- ingar og stemningar eru þunga- Gælt við upprunann TÓNLIST Geisladiskur Gerður Bolladóttir syngur íslensk þjóðlög við undirleik Sophie Schoonjans á hörpu og Hlínar Erlendsdóttur á fiðlu. Nýjar út- setningar á trúarlegum þjóðlögum með fiðluundirleik eru eftir Önnu S. Þorvalds- dóttur en útsetningar á veraldlegum þjóðlögum eftir Ferdinand Rauter, upp- runalega fyrir píanóundirleik en hér leikn- ar á hörpu. Utan eitt, Vísur Vatnsenda- rósu útsettar af Jóni Ásgeirssyni. Upptökur fóru fram í Fella- og Hólakirkju, September 2005. Hljóðritun: Ólafur Elí- asson. Útgáfufélagið Ljómur gefur út. Gerður Bolladóttir sópran – Fagurt er í Fjörðum Morgunblaðið/ÞÖK Þjóðlegt Gerður Bolladóttir og Sophie Schoonjans við hörpu Sophie.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.