Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1996, Side 62

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1996, Side 62
S. Framhaldssaga í nokkrum þáttum AL vænt' œvintýri . ér leiddist, ég var ein- mana, það hafði ég ofi verið efiir að sambúð minni og Eddu lauk. Ég var í landi og var orðinn leiður á skemmti- stöðum og kvennaveiðum. Ofiast kynnt- ist ég konum sem ekki voru fitllkomlega í lagi, það voru alltaf einhver vandrœði, börn, fyrrverandi þetta eða fyrrverandi hitt. Hvað átti ég aðgera í dag? Kannski best að fara á bókasafnið. Það getur ekki verið verra en hvað annað. Éggekk út, það rigndi, ekki mikið, það var úði en stillt veður og alls ekki kalt. É$r var um tuttugu mínútur á leiðmni. A bókasafn- inu var allt eins og venjulega, hljóð, bókalykt ogfámennt. Ég var ekki viss hvað ég vildi helst lesa. Kannski var kominn tími til að fletta í Þórbergi, það hafði ég œtlað að gera lengi en aldrei komið í verk. Samt var ég ekki viss. Ég náði í „Bréftil Láru “ og settist niður og tók að giugga í bókina. Mér leist vel á og hélt áfram að lesa. Það truflaði mig ekk- ert. A móti mér var stóil sem hafði verið auður, en nú settistþar kona, sennilega 62 um tíu árumyngri en ég, líklega svona tuttugu ogfimm ára. Hárið var svart, sítt ogfallegt. Hún var í blússu og tvœr efitu tölurnar voru fráhnepptar. Pilsið var sítt en flegið. Þegar hún krosslagði fieturna sá ég, hvort sem ég vildi eða ekki, upp fyrir mitt hagra læri hennar. Þetta truflaði mig. Hún varfalleg. Ég þorði ekki að horfast í augu við hana. Eg reyndi að einbeita mér að lestrin- um. Þaðgekk ekki vel, hugurinn var við þessa fiallegu ungu konu sem sat á móti mér. Ég sá útundan mér allt sem hún gerði, þegar hún fletti bókinni sem hún las, þegar hún strauk hár sitt ogþegar hún hreyfði fieturna. Mig langaði til að horfa á hana, en þorði ekki. Mig lang- aði. Aðþví kom að éggat ekki annað en horft í andlit hennar. Augu okkar mœtt- ust og hún brosti til mín. Hvað var hún að meina? Konur höfðu svo sem brosað til mín áður án þess aðþýddi nokkuð sérstakt. Þetta bros var öðruvísi. Er ég að verða ruglaður eða var hún aðgefia eitt- hvað til kynna? Hvað á ég að gera? Ég reyndi að einbeita mér að lestrinum, en það gekk ekki. Hún stóð upp oggekk að útidyrunum og ég horfði á hana. Hún var há og grönn, falleg. Þegar hún var að nálgast anddyrið stoppaði hún, sneri sér við og horfði til mín, hún sá að ég hafði verið að horfa á efiir henni. Eg roðnaði, fór hreinlega hjá mér. Hún brosti til mín og gaf mér merki, með hendinni og andlit- inu, um að koma til sín, það var greini- legt og ekki hœgt að misskilja. An þess að hugsa, nánast sem dáleiddur, setti égfrá mér bókina oggekk til hennar. Hún sagði: „Eigum viðganga saman og setjast inn á kajfihús. “ Ég vissi ekki hvað ég átti afmér að gera, en stundi upp: „Já. “ Við gengum hlið við hlið, það hajði stytt upp. Eg hajði ekki kjark til að segja neitt. Hún var ekki feimin ogsagði mér að sér leiddist. Vissi ekki hvernig hún viidi eyða deginum. Var að Ljúka sumar- fríinu og œtlaði að vera í bœnum, og bœtti við aðþað vœri ekki eins gaman og Lnín hefði haldið. Allir sem hún þekkti voru í vinnu og erfitt að drepa tímann. Sjómannablaðið Víkingur 1

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.