Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1980, Síða 13

Náttúrufræðingurinn - 1980, Síða 13
voru. Árið 1755 var gefin út tilskipun um að bændur á þjóðjörðum hlífðu skógunum sem mest en það var Magnús amtmaður Gíslason sem þar stóð að málum. Um 1825 ritaði Baldvin Einarsson bækling til gefins útbýtingar á Islandi sem hann nefndi: Ritgerð um birki- skóga viðurhald, sáningu og plöntun á íslandi. Hún hefst með þessum orðurn: Meðal þeirra elstu gæða lands vors, er fyrrum prýddu það og stoðuðu hag inn- byggjara þess, má með réttu telja birki- skógana. Fornsögur vorar lýsa því, hversu að margar sveitir jafnvel heil héruð voru þá sett blómlegum skógum og satt er það að þeir verið hafi til stórra nytja. Af þeim fengust kol, raftar, tróð, eldiviður, litunar- og börkunarefni; í þeim fékkst líka hentugt skjól og hagbeit fyrir ýmsan búfénað. En hvar eru nú skógar þessir? Naumast annað lifir þeirra en minningin ein. Nokkrir þeirra eru af aldri fallnir, nokkra hafa snjóþyngsli brotið og nokkra hafa jarðeldar, jökla- hlaup, skriðuföll og vatnságangur í eyði lagt. Þar að auki mun ei ofmælt, að nokkrir þeirra séu af mannavöldum fargaðir með ýmsu móti, suniir af ábata- girni eigenda og umráðenda, sem látið hafa gerhöggva skóga sina til að ná um stundarsakir sem mestu andvirði. Sumir af fávisku og óframsýni, þar eð ei hefur verið vandað um, hvernig skógurinn felldist, heldur jafnt verið höggvið ungt sem gamalt, stofnarnir sem eftir stóðu, klofnir, fauskarei upprættir, heilar eyður gerðar í skóginn, án þess nokkrar fræ- berandi hríslur hafi eftir staðið, það af- höggna lim látið eftir liggja hingað og þangað yfir þeim stofnuðu rótum og sauðfé einkum haldið á skóga, hvar þessir eru, enn þótt það afnagi og mjög svo skemmi það uppvaxandi tré. En óráð slíkt ætti ei lengur að standa, því ef svo er framhaldið sem lengi hefur viðgengist, getur þar af hlotið gereyðsla allra lands- ins skóga, hverrar ei heldur mun langt að bíða, sé ei við spornað í tíma . . . Dönsk stjórnvöld tóku nú mjög að hvetja Islendinga til hvers konar rækt- unarstarfa og veittu verðlaun þeim sem þóttu skara fram úr en skógræktarmá voru fyrst rædd á Alþingi árið 1865. Jór Hjaltalín landlæknir bar þá fram til lögu um að skora á stjórnvöld að sendu yrði til landsins skógfræðingur á næst ári til að semja reglur um viðhald o0 verndun skóga hér. Tillagan var sam- jaykkt en ekkert varð úr framkvæmdum. Um 1890 ferðaðist íslenskur búfræð- ingur Sæmundur Eyjólfsson um landið til að rannsaka skóga og meðferð þeirra. Grein eftir Særnund birtist í ísafold árið 1893 og hét: Meðferð skóganna hér á landi. Þar segir m.a.: . . . Það eru til nokkrar sagnir um ein- staka hríslur sem voru svo heilagar að eigi mátti höggva þær eða gera þeim nokkurn skaða. Reynirinn var ávalt tal- inn heilagt tré og þess vegna forðuðust flestir að höggva reynihríslur. Huldu- konur héldu verndarhendi yfir ýmsum einstökum birkihríslum og fyrir því mátti eigi gera þeim neinn skaða. Slíkar sagnir munu margir kalla hjátrúarsögur, en þær einar bera.þó vott um nokkra ræktarsemi við skógana og tilfinning fyrir fegurð þeirra. . . . þá er kom fram á þessa öld fóru hinar fornu þjóötrúarhugmyndir mjög að veikjast og fyrir þvi losnaði þá um margt er þjóðtrúin hafði áður haldið i föstum skorðum. Hríslurnar sem áður höfðu notið öruggrar helgiverndar, misstu hennar nú smám saman . . . jrað voru eigi nema fáeinar hríslur sem fegurðartil- finningin og ræktarsemin héldu vernd- arhcndi yfir. Að öðru leyti verndaði engin vættur skógana og engin helgi friðaði þá eða hindraði eyðileggingu jíeirra. Fyrir því er landið nú nálega skóglaust. Það fer svo um mörg gæði landsins að þau glatast ef [jau eru lands- mönnum sjálfum eigi heilög í neinu og þeir leggja enga rækt við þau. 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.