Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 19

Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 19
Haukur J óhannesson: Jarðlagaskipan og þróun rekbelta á Vesturlandi Á síðustu tveimur áratugum hefur þekkingu á jarðfræði íslands fleygt fram, einkum þó þekkingu á tertíera jarðlagastaflanum sem lítið var vitað um fyrir. Rannsóknir G. P. L. Walkers á Austurlandi á seinni hluta sjötta ára- tugsins og fyrri hluta þess sjöunda mörkuðu tímamót í jarðfræðikortlagn- ingu á íslandi. Með rannsóknum sínum gat Walker (1959) sett fram flokkunar- kerfi sem hefur auðveldað jarðfræð- ingum að kortleggja tertíera og ár- kvartera staflann. Á sjötta áratugnum urðu segulmælingar til þess að auðvelda tengingar og aldursákvörðun jarðlaga- staflans (J. Hospers 1953, Trausti Einarsson 1957). Flokkunarkerfi Walk- ers og segulmælingar á hraunlögum hafa opnað nýja innsýn í hin eldri jarð- lög á landinu. Með þessum aðferðum hafa allstór svæði verið kortlögð einkum á Suður- og Vesturlandi, en mikill hluti landsins er þó enn að mestu óþekktur. ísland er jarðfræðilega ungt land og elstu jarðlög, sem sjást ofansjávar, eru talin um 15—16 milljóna ára gömul (Moorbath o.fl. 1968). Eldvirkni hefur verið nær stöðug og jöfn allan þennan tíma. Gosvirkni virðist ávallt hafa verið takmörkuð við eitt eða fleiri gosbelti, sem legið hafa um Iandið frá suðvestri til norðausturs. Gosbeltin hafa sennilega oftast verið í miðju landinu og jarðlög sem mynduðust hefur rekið út frá þeim til beggja átta. Þannig eru jarðlög yst á Vestfjörðum og Austfjörðum upphaf- lega mynduð nálægt þáverandi miðju landsins, en hefur síðan rekið til vesturs og austurs. Tertíeri jarðlagastaflinn, sem er ofansjávar, er talinn vera um 10 km þykkur (Walker 1964) og jarðlögum hallar að jafnaði inn að hinum virku gosbeltum, frá austri og vestri: jarðlögin rnynda því eins konar samhverfu(r) og í þeim eru rekbeltin. Hvert gosbelti skiptist i aðgreindar sprunguþyrpingar og í miðju hverrar þyrpingar er megineldstöð (Kristján Sæmundsson 1978). Verður að líta á sprunguþyrpinguna og megineldstöð- ina sem eina einingu. Samhverfan verður til vegna ferg- ingar í gosbeltinu samhliða gliðnun um það (Guðmundur Pálmason 1973). Því má ætla að meiri háttar samhverfur í tertíera staflanum séu leifar fornra og útkulnaðra rekbelta. Gosbelti þar sem jafnframt á sér stað gliðnun verður hér nefnt rekbelti. Reykjanes-Langjökuls- gosbeltið og norðurhluti Austurgos- Náttúrufræðingurinn, 50 (1), 1980 13

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.