Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 55

Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 55
3. mynd. Samband heildarlengdar og kvarnalengdar hjá 3 tegundum laxfiska. Sýnd er besta beina lína fyrir mælingarnar. (***merkir p<0,00f). Byggt á mælingum á 21 laxi, 23 urriðum og 6 bleikjum. — Total length and otolith length of 3 sfiecies of salmonids. undir voru mjög svipaðar (3. mynd) og var besta beina lína fyrir allar mæling- arnar (Y = 0.5565 + 0.0119X) notuð við að ákvarða lengd þeirra laxfiska er kvarnir fundust úr í minkasaur. Líking- ar lína fyrir einstakar tegundir voru nijög svipaðar: fyrir lax Y = 0.6896 + 0.0101X og fylgnistuðull r = 0.8878***, (p<0.001), fyrir urriða Y = 0.6015 + 0.0118X, r = 0.9882***, og fyrir bleikju Y =0.2765 + 0.0133X, r = 0.9848***. Alls fundust kvarnir úr 345 laxfiskum í minkasaur og voru þær allar mældar. Með þessari aðferð var áætluð lengd allra laxfiska sem fram komu í saur- sýnum á athuganatímanum (6. mynd). Kostir og gallar fæðuvalsathugana, sem byggðar eru á saurgreiningum hafa verið raktir (Karl Skírnisson 1979a). Niðurstöður eru hér settar fram á tvennskonar hátt: a. Ákvörðuð var aðalfæða í hverjum saur, en aðalfæða var sú fæða nefnd, sem myndaði 50% eða rneira af fæðuleifum í hverju saursýni. Tíðni aðalfæðu var síðan fundin í hverjum mánuði athuganatimans. b. Fundin var tíðni helstu fæðuteg- unda í saursýnum í hverjum mán- uði athuganatímabilsins. Saman- lögð tíðni fór yfir 100% í hverjum mánuði því oftast fundust leifar fleiri en einnar fæðutegundar í hverjum saur. Ekki reyndist unnt að áætla fæðu- samsetningu minks við Sogið út frá meðalþyngd og fjölda fæðutegunda á ákveðnum tímabilum, eins og í Grinda- vík (Karl Skírnisson 1979a), vegna þess að ekki var hægt að finna fjölda þeirra fugla, sem minkur át, út frá saursýnun- um. Teljanlegar leifar af fuglum, s. s. 49 4

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.