Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1980, Qupperneq 59

Náttúrufræðingurinn - 1980, Qupperneq 59
Heildarþýðing hryggleysingja sem fæða fyrir mink var óveruleg með þeirri undantekningu er við kemur hunangs- flugum yfir sumarið, en mikil næring er í hunangi, lirfum, púpum og fullorðn- um hunangsflugum. Annað Alls innihéldu 20 saursýni aðalfæðu af öðrum uppruna en áður hefur verið getið um. í 11 þeirra reyndust vera plöntuleifar (sina í 5 sýnum, mold og sina saman í 3 sýnum og 3 sýni í október innihéldu blágrænuþörunginn Nostoc). Bein voru í 4 sýnum og voru það líklega fuglabein. Ekki reyndist unnt að ákvarða uppruna 4 sýna og eitt innihélt eingöngu minkahár. Við samantekt gagna var þessum 20 sýnum slegið saman(4. mynd, ,,annað“). Alls komu plöntuleifar fyrir í 41 saursýni á tímabilinu janúar—maí, en oft var aðeins um lítið magn að ræða s. s. mosablöð, nokkur sinustrá eða fáein blöð af krækilyngi. Plöntur slæðast lík- lega oftast óviljandi ofan í mink þegar hann er að éta dýrafæðu uppi á landi. Sina kom fyrir í alls 8 sýnum sem aðal- fæða en þau voru öll frá vetrinum og líklega étin þegar ekki var annað að fá. Plöntur virðast koma ómeltar fram í saur og er þýðing plöntufæðu jrví líklega afar lítil. í saur frá apríl og maí tók hára af mink að gæta í nokkrum mæli, eða í um fjórðungi sýna frá hvorum mánuði. Oftast var einungis um nokkur hár eða smávöndul að ræða innan um fæðuleif- arnar. Minkar fara úr hárum bæði á vorin og haustin (Rochmann 1969) og er tíðni minkahára í saur mest meðan hára- skiptin eiga sér stað, en hár slæðast ofan í mink þegar hann er að sleikja sig. Mun gleggri toppar komu fram bæði vor og haust í saursýnunum frá Grindavík (Karl Skírnisson 1979a) heldur en við Sogið þar sem einungis vortoppurinn kom skýrt fram. Niðurstöður gefa til kynna aö hámark háraskipta sé i apríl og maí á vorin og í september og október á haustin. ALYKTANIR Niðurstöður sýndu mikla breytingu á fæðuvali minks við þá miklu fæðufram- boðsbreytingu sem verður eftir að fuglar voru komnir um vorið, farnir að verpa og koma upp ungum. Sennilega var aðgengilegra fyrir mink að veiða fugls- unga og éta egg fram eftir sumri heldur en að veiða fiska. Fjöldi fugla sem urpu i skóginum ofan athuganasvæðisins var mikill, aðallega spörfuglar, en framboð var ekki kannað sérstaklega. Benda má á að jréttleiki fugla í skóglendi hérlendis fer yfir 500 varppör/km2 (Ólafur K. Niel- sen 1979). Minkar nýttu sér framboð eggja og unga meðan færi var á. Þegar ungar stálpuðust og fóru að geta forðað sér, dalaði hlutdeild þeirra í fæðu og mink- arnir sneru sér á ný að Jrví að veiða hagamýs og fiska. Fuglar voru étnir í rnjög litlu magni yfir vetrarmánuðina. Má rekja það til lítils framboðs og lík- lega eru staðfuglar ekki auðveld bráð minks þennan tíma. Athyglisvert er að fullorðnir fuglar voru ekki algeng fæða hjá mink heldur var mestur hluti afráns á fuglum bundinn við egg og unga. Sókn í egg og unga yfir sumartímann hefur tæplega í för með sér minnkun á viðkomandi fuglastofni þar sem afrán 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.