Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 71

Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 71
Bréf til Náttúrufræðingsins Nefið á lundanum er hreinasta listaverk Með þessari yfirskrift er ekki fyrst og fremst átt við það hve lögun þess er óvenju tilkomumikil og litaskiptin aðdáunarverð. Hvort tveggja hefur án efa orðið til þess hve margir hafa valið honum veglegt nafn, eins og t. d. prófastur. Vera má, að kápan hans svarta og skjallahvíta hafi einnig vakið at- hygli og minnt á klæðaburð betri borgar- anna, sem löngum er litið til með lotningu og aðdáun. Það er heldur ekki ofsögum af því sagt hve lundinn ber sig vel, þegar hann stendur, beinn í baki og starir út í bláinn, eins og stjörnufræðingarnir, þótt hann velji fremur þann tímann, er sólin skín. Það mætti líka segja mér, að hann væri þess fullviss að enginn annar fugl í veröldinni geti státað af eins stæðilegu nefi og þar á ofan með eins frábærlega fögrum og vel völdum litum. Það væri heldur engin goðgá að ætla, að hann teldi sig hér um bil öruggan með heiðursvcrðlaunin, ef stofnað væri til feg- urðarsamkeppni á meðal fuglanna. Um slík verðlaun var þó ekki ætlun mín að eyða orðum, heldur var það áform nritt, að lýsa undrun minni og aðdáun á þessu veiðitæki hans, sem ég hygg að eigi fáa sína líka I öllum heiminum. Og þá er komið að því að reyna að færa rök að þessum orðum mínum. I Náttúrufræðingnum 44. árg., 1974, bls. 99—100, fór ég fram á að fá það upplýst hvernig lundinn fer að gónra mörg síli i nefið og koma með þau úr kafinu, til að færa ungunum. Eg var og er þess fullviss, að engir væru líklegri til að svala þeirri forvitni minni en þeir, er veitt hafa fæðuháttum lundans eftirtekt. En bráð er barnslundin og einnig hjá öldruðum mönnum. A síðast liðnu sumri fór ég þvi á stúfana og spurði nokkra menn, sem háfað höfðu lunda og jafnvel svo þús- undum skipti á einu sumri, og fékk hjá þeim margvíslegar upplýsingar og allar sam- hljóða, í meginatriðum. Sllkum heimildum frá sjónarvottum verður ekki á móti mælt. En hvernig lundinn fór að raða t. d. níu trönusílum á milli skoltanna og bæta því tiunda við, án þess að missa neitt af hinum, var stóra gátan, sem ekki hefur verið ráðin svo viðunandi sé. Eg bað þvi einn vin minn að góma jirjá lunda, sem örugglega væru komnir til ára sinna. Það gerði liann við fyrsta tækifæri. Ætlun min var að láta athuga nef þeirra rækilega og einnig tungur, þvi það gat ég ekki sjálfur, vegna sjóndepru. Eg fékk því aðstoð annarra augna og eig- endur þeirra voru líka ákaflega spenntir að reyna að ráða þessa gátu, enda sjálfir áhugamcnn við alla náttúruskoðun. Eftir mikið rýn, með stækkunarglerjum, margar vangaveltur og mörg orðaskipti, var niður- staðan þessi: Innan á efri skoltinum eru margir sam- liggjandi gaddar, sent allir hallast inn. Þeir virðast stærstir við munnvikin, en hverfa svo alveg þegar nálgast nefbroddinn. Svipaöa gadda er ekki að finna innan á neðra skolti. Á tungunni efst eru aftur á móti margir stifir hornkenndir broddar, sem allir vita í átt að kokinu. Lögun tungunnar og bygging virðist líka benda til þess, að hún sé miðstöðin í þessu merkilega og aðdáunarverða veiði- tæki. Það er ekkert vafamál, að hún er liöug og sveigjanleg og ótrúlega sterk, þegar á reynir. Ystu brúnir hennar eru hornkenndar og hún fellur eins vel að efri góm og verða Náttúrufræðingurinn, 50 (1), 1980 65 5

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.