Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1980, Qupperneq 76

Náttúrufræðingurinn - 1980, Qupperneq 76
gott starf, en þeir láta nú af störfum. Eiríkur hefur verið endurskoðandi i 20 ár en Magnús í 12 ár. AÐALFUNDUR Aðalfundur fyrir árið 1979 var haldinn laugardaginn 23. febrúar 1980ístofu nr. 201 1 Árnagarði við Suðurgötu í Reykjavík. 23 félagar sóttu fundinn. Fundarstjóri var kos- inn Sveinn Jakobsson, jarðfræðingur, og fundarritari Tómas Einarsson, kennari. Formaður minntist látinna félaga og flutti skýrslu stjórnar um störf félagsins á árinu. Slðan las gjaldkeri upp reikninga félagsins og voru þeir samþykktir. Nokkrar umræður urðu um skýrslu stjórnarinnar og starfsemi félagsins. Agúst H. Bjarnason ræddi um að stjórnin leitaði ekki nægilega til hins almenna félaga eða örvaði til þátttöku í starfi félagsins, fræð- ingar af ýmsu tagi í stjórninni réðu þar of mikið ferðinni; þá taldi hann stjórnarkjör of bundið við þá menn sem fráfarandi stjórn styngi upp á. Einnig taldi hann stjórnina eiga sök á dræmri fundarsókn. Loks átaldi Ágúst stjórnina fyrir seina- gang í undirbúningi útgáfu Flóru Islands, þar hefði átt að fara öðru vísi að á flestum sviðum. Sigurður H. Pétursson og Einar B. Pálsson mótmæltu ýmsum fullyrðingum Ágústs, og ræddu auk þess nokkur fleiri atriði í starfsemi félagsins, m. a. útgáfu Náttúrufræðingsins og var það álit þeirra og fleiri sem tóku til máls, að tvímælalaust væri æskilegra að gefa út fjögur einföld hefti ár- lega en tvö tvöföld og stærri hefti; því oftar sem ritið kæmi því betra, jafnvel þótt minna kæmi í einu. Þá skýrði Kjartan Thors, rit- stjóri Náttúrufræðingsins, frá ýmsu sem fyrirhugað er á næstunni varðandi útgáfu ritsins, og hvatti síðan til þátttöku í þeirri starfsemi sem fram fer á ári trésins. For- maður svaraði að lokum nokkrum atriðum sem fram komu 1 máli fundarmanna. Ur stjórn áttu að ganga Eyþór Einarsson, formaður, Leifur Simonarson, varafor- maður en hvorugur gaf kost á sér til endur- kjörs, og Ingólfur Einarsson, gjaldkeri. Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur, var kosinn formaður, Ingólfur Einarsson var endurkjörinn og Erling Ólafsson, skordýra- fræðingur, kosinn í stað Leifs, en stjórnin skiptir svo sjálf með sér verkum i samræmi við félagslög. Ur varastjórn áttu að ganga Bergþór Jóhannsson og Einar B. Pálsson og voru þeir báðir endurkjörnir. Endurskoð- endur voru kosnir Magnús Árnason, múrari, og Tómas Helgason, húsvörður, því þeir Eiríkur Einarssort og Magnús Sveinsson sem verið hafa endurskoðendur félagsins um áraraðir gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Gestur Guðfinnsson var endurkjörinn vara- endurskoðandi. Stjórnin flutti tillögu um hækkun félags- gjalds í kr. 5.000,00 og var hún samþykkt. Loks þakkaði Einar B. Pálsson fráfarandi stjórnarmönnum störf þeirra í þágu félags- ins, og fráfarandi formaður þakkaði ágætt samstarf við stjórnina og aðra félaga. FRÆÐSLUSAMKOMUR Á árinu voru haldnar sex fræðslusam- komur að venju, allar í stofu nr. 201 í Árna- garði við Suðurgötu í Reykjavík. Á öllum samkomunum hafa verið haldnir fyrirlestrar um ýmis náttúrufræðileg efni. Urðu um- ræður oft hinar líflegustu og fyrirlesarar þurftu að svara mörgum fyrirspurnum. Aðsókn að fyrirlestrum var misjöfn eins og ætið hefur verið, en jafnbetri en hún hefur verið um langt skeið og fjölmennustu sam- komuna sóttu um 120 manns. Samkomu- gestir urðu alls um 350 eða 58 að meðaltali. Fyrirlesarar og efni fyrirlestra var sem hér segir: 29. janúar: Fyrirlesari: Sólmundur Einarsson, sjávarlif- fræðingur. Efni: Islenskir selastofnar. 26. febrúar: Fyrirlesari: Trausti Jónsson, veðurfræð- ingur. Efni: Hitafar hafissmánaða á Islandi. 26. mars: Fyrirlesari: Sigmundur Guðbjarnarson, líf- efnafræðingur. Efni: Fituefni hjartavöðva og skyndilegur hjartadauði. 30. apríl: Fyrirlesari: Jón Eiriksson, jarðfræðingur. Efni: Breiðuvikurlögin á Tjörnesi. 70
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.