Samvinnan - 01.06.1969, Side 13

Samvinnan - 01.06.1969, Side 13
verja var undirrót Boxarauppreisnarinnar árið 1900, sem leiddi til blóðugra árása á þessa aðilja, en uppreisnin var bæld niður á hinn hrottafyllsta hátt af evrópskum her- sveitum. Þegar árið 1909 voru héraðsþing farin að koma saman og heimta þjóðþing. Mansjú-veldið var að liðast í sundur og þá um leið hið gamla Kínaveldi. Nýlendusinn- ar í Evrópu og Japan litu vonaraugum til þess dags, þegar þeir gætu skipt Kína milli sín og stofnað þar nýlendur einsog í Afríku. Fyrr á tímum hefði slík þróun leitt til valdatöku nýrrar ættar, annaðhvort kín- verskrar eða frá úthéruðunum, sem blásið hefði fersku lífi í hið aldna ríki. En á 20. öld var allt gerbreytt: Kína var ekki lengur sérstakur heirnur. Hinir nýju byltingar- menn létu fyrst verulega til sín taka í upp- reisninni í október 1911, mölvuðu undir- stöður hins 2000 ára gamla Konfúsíusar- kerfis, annarsvegar vald keisaraættarinnar, hinsvegar embættismannaprófin sem fleyttu rjómann af menntamönnum landsins í þágu keisaraættarinnar. Form og siðvenjur Kon- fúsíusar-kerfisins tórðu framá miðja öldina, þegar kommúnisminn feykti þeim burt, en voru á fallanda fæti frá 1911—12, þegar Sun Jat-sen og fylgismenn hans gerðu fyrstu tilraunir til að koma á lýðveldi að vestrænni fyrirmynd. Byltingin 1911—12 hefði átt fullt í fangi með slíkt viðfangsefni við ákjósanlegustu aðstæður, þegar höfð er í huga víðátta landsins og örbirgð íbúanna. Indverjar áttu við sama vanda að glíma eftir að þeir hlutu sjálfstæði 1947, en þeir höfðu fengið nokkra tilsögn í lýðræðisskipulagi af brezkum hús- bændum sínum. Kínverjar höfðu enga slíka tilsögn fengið. Þeir áttu því einu að venj- ast, að menntaðir embættismenn fram- kvæmdu vilja alráðs keisara. Aukþess var Kína vettvangur margra erlendra keppi- nauta á verzlunarsviðinu og margra sund- urleitra hugmynda um stjórnarfar — brezkra, bandarískra, rússneskra og einkan- lega japanskra. Kínverskir stúdentar og menntamenn gleyptu í sig hugmyndir úr öllum áttum — þjóðernisstefnuna, frjáls- lyndu stefnuna, sósíalismann og síðar kommúnismann. Einsog jafnan hafði verið siður í Kína, notuðu herstjórar tækifærið, þegar miðstjórn ríkisins var veikburða, komu sér upp eigin herjum og buðu öðrum byrgin. Því fór svo, að fyrstu tíu árin eftir fall Mansjú-ættarinnar 1912 hafði Sun Jat- sen mjög takmörkuð völd. Herstjórarnir börðust innbyrðis um gervallt landið. Hreyf- ingar sem voru andvígar útlendingum og kristnum mönnum efndu til uppþota í stór- borgunum, þar sem allt ólgaði í nýjum hug- myndum meðal stúdenta og menntamanna með þeim afleiðingum að fornar siðvenjur trúarbragða og heimilislífs voru lagðar fyrir róða. Meðan þessu fór fram gekk líf bónd- ans sinn vanagang, nema þegar stigamenn gerðu sig heimakomna (en þeir voru ekkert nýnæmi), og hinir gömlu fjendur herjuðu sem fyrr: örbirgð. sjúkdómar, hungursneyð, flóð og stríð. Meðal eldhuganna í byltingu Sun Jat-sens 1911—12 var Maó Tse-tung, horaður 18 ára stúdent. Hann var fæddur árið 1893, sonur efnaðs rísbónda frá Húnan. Móðir hans var búddhatrúar og vonaði að hann gerðist prestur; faðirinn var einbeittur áhangandi Konfúsíusar og virðist snemma hafa vakið andúð sonar síns. Maó segist hafa „hatað Konfúsíus frá átta ára aldri“ — og senni- lega átti það líka við föður hans, en það hefur varla verið einsdæmi í Kína, þar sem flestir ungir menntamenn voru í upp- reisn gegn kenningum Konfúsíusar. Maó var duglegur námsmaður og var í heima- vistarskóla rúma 20 kílómetra frá heimili sínu frá 14 ára aldri. Þar var hann fremur einmana og óvinsæll, gefinn fyrir langar gönguferðir og stalst til að lesa á nóttunni við ljós stolinna kertisstubba. Hann kom í háskólann í Sjangsja nokkrum mánuðum fyrir uppreisnina 1911. Hann var ómótaður Maó um það leyti sem hann var kjörinn í miðstjórn Kommúnistaflokks Kína árið 1923. og áhrifagjarn. „Ég var hreinn vindhani. Ég vissi ekkert. Ég fylgdist einfaldlega með straumnum.“ Brátt var hann kominn í bylt- ingarherinn, og eftir nokkur ár náms og stjórnmálavafsturs fékk hann stöðu aðstoð- armanns í háskólabókasafninu í Peking 25 ára gamall. Þó hann tæki þar nokkurn þátt í stjórnmálum varð hann fyrir djúptækum áhrifum af hugsunarhættinum í háskólan- um og þá einkanlega af prófessor nokkrum, Sjen Tú-hsíú, sem var leiðtogi endurreisn- arhreyfingar af vestrænum rótum, er nefnd- ist „Nýi tíminn", og spámaður nýs, endur- borins Kína. Hann var einn af upphafs- mönnum kínversks kommúnisma, þó ef- laust hefði hann haft ýmislegt við seinni þróun hans að athuga. Maó kvæntist prófessorsdóttur, en var ekki um kyrrt í Peking, heldur ferðaðist um og lifði við naum kjör, fór frá Peking til Sjanghaí og þaðan heim til Sjangsja. Meðan hann var fjarverandi frá Peking- háskóla, kom þar til uppþota gegn útlend- ingum og hins fræga verkfalls stúdenta 4. maí 1919, sem Maó taldi vera upphaf Kommúnistaflokks Kína. Þegar fyrsta þing flokksins var haldið 1921 í Sjanghaí, var Maó einn af tólf þingfulltrúum. Nálega sam- tímis var maður að nafni Sjú En-laí að stofna kínverskan kommúnistaflokk í Frakk- landi, og enn aðrir voru að mynda svipaða hópa. Af þessum frumherjum voru ýmsir líflátnir af herstjórunum, aðrir gengu í lið með þjóðernissinnum Sjang Kaí-séks, enn aðrir voru drepnir af Sjang Kaí-sék eða reknir úr flokknum. Aðeins Maó og Sjú En-laí héldu velli. Þegar Sun Jat-sen sá vonir sínar um sam- einað lýðveldi í Kína bregðast og sömu- leiðis vonina um hjálp frá Bandaríkjunum, sneri hann sér að Rússum síðustu ár æv- innar. Kínverski þjóðernissinnaflokkurinn, Kúómintang, sem taldi hann leiðtoga sinn, var endurMdpulagður að mestu samkvæmt rússneskri forsögn, og þegar Sun Jat-sen kom fram með þrjú grundvallaratriði sín, þjóðernisstefnu, lýðræði og sósíalisma, voru þau nægilega rúm til að veita kommúnist- um frjálsan aðgang að flokknum. Þegar hann lézt 1925, skildi hann flokknum eftir nafn sitt, frjálslynda stefnuskrá og vel skipulagðar flokksstofnanir um allt landið. Kúómintang hófst handa um að sameina Kína, en innan vébanda flokksins var veir- an sem átti eftir að granda honum, Komm- únistaflokkur Kína. Sjang Kaí-sék, sem hafði nýverið heimsótt Rússland, var hrifinn af þvi sem þar hafði gerzt, og þegar hann varð forseti hins nýja herskóla Kúómintangs 1924, var enginn annar en Sjú En-laí yfirmaður pólitísku deildarinnar í skólanum. Þegar her Sjangs hélt norðurábóginn 1926 til að brjóta á bak aftur herstjóra og stigamenn og jafnvel er- lenda heimsvaldasinna, sendu Rússar hon- um vistir. í Moskvu var jafnvel stofnaður háskóli fyrir kínverska stúdenta, kenndur við Sun Jat-sen. Sjang Kaí-sék varð vel ágengt, tók Sjang- sja, Wútsjang, Hanká og sjálfa Sjanghaí 1927, en kommúnistar voru honum frá önd- verðu óþægur Ijár í þúfu. Þeir vildu gera þjóðbyltinguna að byltingu verkamanna og bænda og hrekja burt eða uppræta alla erlenda „heimsvaldasinna". í Hanká, Sjang- haí, Nanking, Kanton og víðar efndu þeir til verkfalla og uppþota gegn útlendingum, sem urðu þess valdandi að bandarískir og brezkir fallbyssubátar komu á vettvang. f sveitahéruðunum í landinu sunnanverðu (90% Kínverja voru bændur) hvöttu þeir til blóðugra uppreisna, þar sem óvinsælir jarðeigendur voru myrtir og samtök smá- bænda fóru með öll völd um sinn. Sjang Kaí-sék lagðist gegn þessu, og árið 1927 hvatti hann Kúómintang til að segja skilið við kommúnista jafnframt því sem hann sagði af sér herstjórninni í bili. í janúar 1927 var Maó Tse-tung sendur frá Sjanghaí til að safna upplýsingum og gefa skýrslu um bændauppreisnirnar í Húnan. Samúð hans var öll þeirra megin. Að vísu kvað hann bændurna hafa komið á ógnarstjórn, rænt og myrt, en byltingin væri ekki „samkvæmi né ljóð né málverk né fallegur útsaumur", og jarðeigendur væru sekir um miklu verri glæpi. „Skýrsla" Maós gat tæpast talizt hlutlaus lýsing á atburðum, enda hafði hann sjálfur átt ólítinn þátt í að skipuleggja samtök smábænda og hafði jafnvel þetta sama ár reynt að stjórna uppreisn, sem var bæld niður. Maó var nú kominn á þá skoðun sem átti eftir að skipta sköpum fyrir Kína 13

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.