Samvinnan - 01.06.1969, Qupperneq 15

Samvinnan - 01.06.1969, Qupperneq 15
sinn naut hann ráða þýzka hershöfðingjans von Falkenhayns og tókst að umkringja svæði kommúnista. Hann „sveið jörðina“ kringum þá og hótaði að svelta íbúana inni. Þeir voru á báðum áttum og margir þeirra voru líflátnir — því eftir rauðu ógnaröld- ina kom hvíta ógnaröldin. Rauði herinn minnkaði úr 180.000 mönnum í 100.000 menn, sem voru umkringdir æ þéttar af 500.000 manna her Kúómintangs, sem laut góðri stjórn og var vel búinn vopnum. í október 1934 tóku Maó og aðrir leiðtogar kommúnista hina frægu ákvörðun um að leggja Kíangsí-sovétið fyrir róða, brjótast útúr hringnum og hefja Gönguna miklu yfir þvert Kínaveldi, um 10.000 kílómetra leið. Sú ákvörðun var jafnhetjuleg og hún var hræðslukennd. í Jenan-héraði í Norður-Sjansí, ekki langt frá austurenda kínverska múrsins, var annað sovét starfandi, og þangað náðu leif- arnar af Kíangsí-hernum eftir tveggja ára frækilega göngu. En árið 1934 vissi enginn um ákvörðunarstað þessara hetjulegu flökkumanna, foringjarnir ekki heldur. Þeir þrömmuðu áfram í leit að öðrum sovét-hóp- um, hvar sem þá væri að finna. Harðréttið var ósegjanlegt, og fyrstu þrjár vikurnar fórust 25.000 menn. í fyrstu rigndi stanz- laust meðan þeir földust á daginn og gengu á nóttunni. Þeir voru hrjáðir af hersveit- um Kúómintangs, sættu árásum herstjóra hér og þar, voru eltir af flugvélum, en brutust áfram vesturábóginn í átt til Set- sjúan, síðan norðurávið til Sjansí. Þeir urðu að fara yfir ein tuttugu stórfljót og jafn- marga fjallgarða. Á landamærum Tíbets urðu þeir að fara yfir hættuleg gljúfur og á einum stað yfir hálfónýta, gjöktandi tré- brú 100 metra yfir ólgandi fljóti, meðan skothríðin dundi á þeim. Þeir urðu að fara yfir Stóra-Snæfjall (yfir 5000 metra hátt) þar sem Maó var sjúkur af hitasótt og helm- ingur burðardýranna féll. Eftir mánaðar- dvöl í Setsjúan héldu þeir í norðurátt og urðu að þola meiri þrengingar en nokkru sinni fyrr þegar þeir fóru yfir mýrlendar grassléttur, þar sem regn, þoka, kuldi, risa- mýflugur og fjandsamlegir frumbyggjar lögðust á eitt um að hrjá þá. Leifarnar af burðardýrunum fórust og síðustu lyfjabirgð- irnar týndust. Þeir sem drógust afturúr voru skildir eftir, en hinir urðu að tyggja villi- rætur og húðir þartil þeir voru svo lán- samir að geta skipt vopnum sínum fyrir hveiti og kvikfénað hinna frumstæðu ætt- bálka, sem áttu til að beita vopnunum gegn aðkomumönnum í staðinn fyrir eitraðar örvar. Þessir kommúnistahermenn voru ekki einungis hermenn, heldur líka landkönn- uðir á ókönnuðum slóðum. Maó skrifaði hjá sér minnisgreinar um nýjar jurtategundir, einkennileg tré, óþekkt fjöll og ókunna ættflokka. Engan þarf að undra þó Gangan mikla yrði að helgisögn og sögur, kvæði og ballöður um þessa sögulegu ferð séu á hverju strái í Kína. Þó Maó væri oft illa haldinn, reyndist hann hafa þrek til að standast raunina; hann kveðst sjálfur hafa verið „síhress" vegna stöðugrar hættu og þess undurs að vera lifandi þráttfyrir allt. Endrum og eins fagnaði hann þessu undri í ljóði, því hann var menntamaður og rit- höfundur ekki síður en stjórnmálamaður. Hægri hönd hans, Sjú Te, var feykiþrek- mikill maður, enda varð hann þrívegis að fara yfir hinar torfæru grassléttur. 100.000 menn höfðu lagt upp frá Kíangsí, en ein- ungis 20.000 komust til Sjansí, og þó höfðu margir þeirra bætzt í hópinn á leiðinni. í október 1935, ári eftir að lagt hafði verið upp, náði fyrsta fylkingin til Jenan-héraðs í Norður-Sjansí; aðrar komu seinna og sú síðasta ári eftir það. Haft er fyrir satt í Kína, að þessir harðgeru bændaherir hafi sigrað tíu herstjóra og hertekið 62 borgir aukþess sem þeir vörðust sífelldum árásum Kúómintangs. „Byltingin innan byltingar- innar“ hafði bjargazt, og Maó var nú ótví- rætt leiðtogi hennar. Brottför kommúnista til hinna afskekktu fjallahéraða í norðri létti á erfiðleikum Sjang Kaí-séks, og þó hann héldi norðurá- bóginn til að skipuleggja aðra „útrýmingar- herferð“, var einn af hershöfðingjum hans þar svo mótfallinn hugmyndinni, að um skeið var Sjang fangi undirmanns síns og í lífshættu staddur. Það furðulega var, að honum var bjargað úr þessum hættulegu og auðmýkjandi aðstæðum af íhlutun kommún- ista. Því Maó sendi Sjú En-laí á vettvang til að skakka leikinn og semja um nýtt bandalag Kúómintangs og kommúnista í því skyni að sameina þjóðina gegn Jap- önum. Rauði herinn var endurskipulagður undir heitinu Áttundi herinn, og kommún- istar fengu Sjang til að viðurkenna stjórn sína á landamærasvæðunum. Þetta samkomulag kann að virðast kyn- legt eftir allar ógnir Göngunnar miklu, en Maó og Sjú En-laí réttlættu það á þeim forsendum, að þjóðleg eining gagnvart Jap- önum væri lífsnauðsyn, og að framvegis mundi Kúómintang berjast gegn Japönum fremur en kommúnistum. Ógnunin frá Jap- an var nú orðin banvæn. Japan var alger- lega í höndum herskárra þjóðernissinna, og herinn og foringjar hans höfðu mikil völd og virðingu. Árið 1937 voru Japanir loks reiðubúnir að reyna að hertaka gervalit Kínaveldi. Þeir gereyddu fátæklegum flug- flota Sjangs og gerðu síðan óhindrað loft- árásir á borgir landsins. Miklu fullkomnari herbúnaður þeirra tryggði þeim sigur í öll- um orustum. Brátt höfðu þeir tekið Sjang- haí, Nanking og Hanká. Tvær síðastnefndu borgirnar höfðu verið höfuðborgir Sjangs, sem nú neyddist til að flytja höfuðstöðvar sínar langt inní land, til Sjungking við ofanvert Jangtsefljót í Setsjúan-fylki. Jap- önsk herskip gátu ekki siglt svo langt upp- eftir fljótinu, og herir þeirra hefðu orðið að fara yfir veglaus fjöll til að ná þangað. Einsog kommúnistai' höfðu þegar sannað og Sjang vissi af dýrkeyptri reynstu, var þetta svæði tilvalið til skæruhernaðar. Japanir, sem voru í bandalagi við mönd- ulveldin í Evrópu, hófu nú stórfelldasta landvinningastríð sitt. Þeir ætluðu að leggja undir sig Suðaustur-Asíu og notuðu tækifærið eftir ósigra Breta, Frakka og Hollendinga 1940 til að hertaka nýlendur þeirra á svæðinu. Þeir sökktu Kyrrahafs- flota Bandaríkjanna í Pearl Harbour með skyndiárás, og vorið 1942 voru þeir ein- Bandaríski sáttasemjarinn George Marshall í Jenan. Yzt til vinstri er Sju En-lai, í miðið er Sjú Te og yzt til hœgri Maó. 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.