Samvinnan - 01.06.1969, Qupperneq 19

Samvinnan - 01.06.1969, Qupperneq 19
Hjalti Kristgeirsson Ólafur Jónsson Jón Baldvin Hannibalsson Indriði G. Þorsteinsson Gísli J. Ástþórsson Hjalti Kristgeirsson: „.. vér trúum á spillingu / nærum og nærumst á spillingu” Stjórnmálaáróður er mikið stundaður atvinnuvegur á ís- landi. Framleiðslan er mikil að vöxtum en misjöfn að gæðum, svo sem oft vill verða þegar eft- irliti er áfátt. Enginn er svo snauður eða heillum horfinn, að hann fái ekki daglega vænan skammt af áróðri. Um það sér hugvitssamlegt úthlutunarkerfi svokallaðra fjölmiðla. Einn er sá stjórnmálaflokkur sem á meira en allir aðrir flokk- ar í þeim meðalskammti áróðurs, sem fer ofaní hvert mannsbarn á dag. Allir vita hvaða flokkur það er: hann hefur úr meiri fjár- munum að spila og fjölmennara starfsliði á að skipa en aðrir flokkar — fjölmiðlar í þjónustu hans tryggja honum yfirburði á fulltrúasamkundum ríkisins og margra sveitarfélaga. Hans er flokksvaldið og flokksræðið í landinu par excellence. Þess vegna er eðlilegt að víkja lítil- lega að honum í eftirfarandi lín- um. Til aðgreiningar frá öllum öðrum flokkum verður hann nefndur „Flokkurinn“. I. Meginatriði í áróðri Flokksins er, að hann sé lýðræðissinnaður; í landinu ríki því aðeins lýðræði að Flokkurinn sé öflugur og komi „sínum mönnum" í sem flestar áhrifastöður. Um inntak lýðræðis er oftast farið engum eða þá óljósum orðum í þá veru að það tryggi „frelsi", sem ekki er nánar skilgreint. Hins vegar er þeim mun oftar talað um ó- frelsi og skort á lýðræði, en ekki tekin um það nærtæk dæmi. í veigamestu skeytum sínum til andstöðuflokka, brigzlar Flokkur- inn þeim um fjandskap við lýð- ræði og frelsi. Fróðlegt væri að gera athugun á lýðræðinu á íslandi, vega og meta hversu mikið hver stjórn- málaflokkur leggur af mörkum til þess. Þetta er eitt af mörgu, sem félagsfræðingar þurfa að fara að rannsaka, en ísland er fyrir þá sem ónumið land. Ég er fyrirfram sannfærður um, að Flokkurinn færi mjög halloka út úr slíkri rannsókn. Fram kæmi mikill munur á yfirlýsingum hans og athöfnum. Þessu veldur til- gangur Flokksins almennt og hlutverk hans í efnahagsmálum sérstaklega. Áður en nánar verð- ur farið út í þá sálma, er rétt að fara nokkrum orðum um gerð lýðræðisskipulagsins á íslandi, einkum hagkerfi þess. II. Svo segja heimspekingar, að í öllum hugtökum felist hvort tveggja, hið hlutstæða og hið sértæka. Þetta er hollt að hafa í huga, þegar rætt er um þjóð- félagsgerðina á íslandi. Sérstaða landsins er mikil. Ekki er hægt að ganga að því gefnu, að nein alhæfing um þjóðfélagsmál, þótt góð og gegn þyki í útlöndum, gildi hér óbreytt. Þessu veldur smæð þjóðfélagsins, ýmis atriði í náttúru landsins og atvinnu- sögu þjóðarinnar og fleira. Verða því ekki gerð nánari skil á þess- um vettvangi. Ein mesta alhæfing um gerð þjóðfélagsins nú á dögum felst í orðunum kapítalismi — sósíal- ismi. Það hefur oft verið talað um kapítalisma á íslandi, og menn meðal annars skipzt í flokka eftir afstöðu sinni til hans. Vinstri menn hafa barizt á móti honum, en hægri menn viljað efla veldi hans. Frumatriði kapí- talismans, stéttamótsetningar og arðrán í skjóli vöruframleiðslu, hafa vissulega verið og eru fyrir hendi í landinu. Öðru máli gegn- ir um þau lögmál, sem gangverk íslenzka hagkerfisins lýtur. Klass- ískar erlendar skilgreiningar í því efni, hvort sem þær eru runn- ar frá sósíalistum eða borgara- legum hagfræðingum, hafa reynzt rangar, og skaðvænlegt að trúa þeim í blindni. Á þessu hafa bæði andófsmenn og meðhalds- menn kapítalismans fengið að kenna. Einkum má mönnum þó vera skipbrot „viðreisnarinnar", þeirrar tilraunar að skapa hér kapítalískt samkeppniskerfi eftir forskrift úr fræðibókum, eftir- minnilegt og lærdómsríkt. Á svipaðan hátt og íslenzkur kapítalismi verður aldrei annað en svolítið raunaleg skopmynd af fyrirbrigðinu, má búast við að íslenzkur sósíalismi framtíðarinn- ar verði teoríuglópum marxism- ans að ásteytingarsteini. Inn- fluttar skilgreiningar verða allt- af harla yfirborðslegar, ef þeim er beitt hráum og óþýddum á íslenzkan veruleika. III. Á ytra borði er ísland lýðræð- islegt land. Lögð hefur verið rækt við að koma upp öllum hugsanlegum stofnunum fulltrúa- lýðræðisins. Miklir lagabálkar og flóknar reglur tryggja formlegt lýðræði í allri stjórnskipun. Á tímum opinna stéttaátaka, svo sem verið hafa að undan- förnu, verður hins vegar augljóst að valdstofnanir eru fleiri í land- inu en þær einar sem kjörið er til samkvæmt stjórnarskrá og lögum lýðveldisins íslands. Þá reynast verkalýðsfélög vera hand- hafar meira valds en nokkrar stjórnskipulegar stofnanir hafa, valds til þess að stöðva öll hjól framleiðslu og vörudreifingar. En þau beita því aðeins þessa valdi sínu — raunar sjaldnast nema hluta af því — að and- spænis þeim eru líka voldugir aðilar. Það eru atvinnurekendur, einn eða fleiri saman. Jafnréttið í viðskiptum þeirra sést vel á því, að á móti verkalýðsfélögum með 30—40 þúsund félagsmenn koma atvinnurekendasamtök með að- eins nokkur hundruð virkar per- sónur. Að leggja þetta tvennt að jöfnu er að sjálfsögðu ekki lýð- ræði heldur skrumskæling lýð- ræðis. Þegar ,,vinnufriður“ ríkir eru verkalýðsfélögin valdlaus að mestu, en atvinnurekendur hafa, hver fyrir sig, húsbóndarétt yfir fyrirtækjum sínum og verkafólk- inu með. Þarna, utan marka stjórnskipulegs kjörs, eru á ferð- inni umboðslausar valdstofnanir sem ráðskast með atvinnu- og efnahagsmál samfélagsins, en al- menningur fær hvergi nærri að koma. Lýðræðislegt kjör eða lýðræð- islega tekin ákvörðun er í því fólgin að allar þær persónur sem hafa hagsmuna að gæta í sam- bandi við kjörið eða ákvörðun- ina eigi þess kost að hafa með almennum jöfnum rétti áhrif á 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.