Samvinnan - 01.06.1969, Qupperneq 25

Samvinnan - 01.06.1969, Qupperneq 25
Konur fjölmenntu á áheyrendapalla alþingis, þegar umrœður fóru fram um fœðingar- og kvensjúkdómadeild Landspítalans síðla vetrar. umsvif væru ekki mikil á hverju tilteknu sviði framan af. Enda hefur farið svo á síðari árum að verkefni menntamálaráðs hafa verið fengin öðrum aðiljum hvert af öðru, en útgáfustjórn Menn- ingarsjóðs er því eftirlátin enn- þá, helzta verkefni ráðsins í seinni tíð. Reynsluna af mennta- málaráði er þó vert og skylt að hafa í huga, einkum á frægasta skeiði þess, valdatíma Jónasar Jónssonar í ráðinu, samtímis öðr- um umsvifum hans í menningar- málum, hinum dapurlegu enda- lokum mikilsháttar stjórnmála- ferils. Honum lauk sem kunnugt er með samfelldri uppreisn mennta- og listamanna gegn ráðs- mennsku Jónasar sem loks tókst að hnekkja eftir langvinnar, hat- rammar og illvígar deilur. Og þessi saga gefur glöggar til kynna en flest dæmi önnur eina aðalhættuna af hinu pólitíska ráðstjórnarkerfi menningarmála: að það gefur óprúttnum, óbil- gjörnum stjórnmálamönnum færi á mjög víðtækri íhlutun í mál- efni sem þeim koma ekki við og verða raunar eðli sínu sam- kvæmt að fá að vera í friði fyrir þeim. Til að hnekkja slíkri vald- níðslu þarf eins og deilurnar um menntamálaráð sanna alveg ó- eðlileg átök og baráttu, atorku sem betur væri nýtt á annan og skynsamlegri hátt. Þessi saga sýnir ennfremur að af stjórn- málamönnum sjálfum er mjög takmarkaðs skilnings og stuðn- ings að vænta í slíkri baráttu, þó þeir láti undan knýjandi al- menningsáliti að lokum; flokks- mönnum Jónasar Jónssonar og öðrum stjórnmálamönnum virð- ist einmitt hafa verið það kær- komið að láta honum eftir í menntamálaráði starfssvið þar sem hann gæti farið sínu fram án þess það kæmi þeim að veru- legri sök. Og reynsla sýnir að til sjálfrar hinnar pólitísku ráð- stjórnar og starfa á hennar veg- um veljast menn af alveg sér- stakri gerð —• engin nöfn nefnd, ætli lesendur geti ekki ráðið í þau sjálfir? — sem sízt af öllu eru fallnir til að veita sínum pólitísku umbjóðendum viðnám, finna til heilbrigðs metnaðar fyr- ir hönd þeirra stofnana sem þeim er falið að stjórna eða sjálf- stæðrar skyldu að rækja við þær. Það er viðurkennd staðreynd að úthlutun listamannafjár var beitt sem pólitísku vopni, til umbunar og refsingar fyrir meinta pólitíska verðleika, með- an menntamálaráð fór með hana; að smekkur og geðþótti for- manns ráðsins réð um skeið mestöllum opinberum afskiptum af menningarmálum. Við þeirri hættu að slíkt endurtaki sig hef- ur að nokkru leyti verið séð með skipan þeirra nefnda sem tekið hafa við einstökum verkum menntamálaráðs jafnharðan og fjárveitingar til þeirra hafa verið auknar. Stjórn Vísindasjóðs er að vísu kosin af alþingi, en stjórn deilda hans, sem annast fjárveit- ingar sjóðsins, er skipuð af ráð- herra eftir tilnefningu ýmissa aðilja, félaga og stofnana sem hlut eiga að máli; sama gildir að sínu leyti um stjórn lánasjóðs námsmanna, en formenn munu skipaðir af ráðherra; safnráð listasafns sem annast listverka- kaup til safnsins er kosið af lista- mönnum sjálfum, en formaður skipaður af ráðherra. Með þess- um hætti er tvímælalaust stefnt í rétta átt, en skammt og dræmt gengur slík lagfæring fram ef litið er á kerfið í heild. Mennta- málaráð er enn kosið á sama hátt og áður, svo ekki sé nú tal- að um útvarpsráð, og jafnvel hið kynduga þjóðleikhúsráð er að fjórum fimmtu hlutum tilnefnt af stjórnmálaflokkunum; úthlut- un listamannalauna fer eftir sem áður fram í pólitískri nefnd. Hefur sú skipan nú verið lög- fest til frambúðar og listamenn sjálfir fengnir til að samþykkja hana; en þessi skipan mála á raunar rætur að rekja aftur í tíð menntamálaráðs. Jónasi Jónssyni, hinum kald- hyggna manni, tókst sem sé að skilnaði að koma fram hefndum á listamönnum fyrir upphlaup þeirra gegn sér, með því ein- falda móti að fela þeim sjálfum úthlutun listamannafjár árið eft- ir að menntamálaráð lét af henni. Sá háttur leiddi til enn meiri sundurþykkju í þeirra hóp en hinn fyrri; varð alþingi þá að taka málið að sér að nýju og fól það nú sérstakri þingkjörinni nefnd sem kunnugt er. Þessi skipan felur það að vísu í sér að unnt er að taka upp pólitíska gerræðisstjórn á úthlutun lista- mannalauna jafnharðan og þing- meirihluti er þannig vaxinn að hann telji það henta. En endan- leg lausn málsins, lögfest reynsl- an af starfi úthlutunarnefndar undanfarin ár og áratugi, sýnir í raun réttri að alþingi og stjórn- málaflokkarnir hafa gefizt upp við að móta sjálfstæða pólitík í þessum efnum og láta sér nægja að reyna til að hafa alla lista- menn góða. í stað skynsamlegr- ar fjárfestingar í listum annars vegar, heiðurs- og eftirlauna til verðugra listamanna hins vegar, er haldið uppi víðtæku ölmusu- og bitlingakerfi sem við það er miðað að sem allra flestir lista- menn fái eitthvað í sinn hlut þótt engin laun sem nefndin út- hlutar verði með því móti nógu há til að veita þeim raungildan styrk til starfsemi sinnar. Og út- hlutunarnefnd er eftir sem áður pólitísk stofnun, það opinbera listmat sem niðurstöður hennar tjá mótað af beinum og óbein- um pólitískum rökum. Það er t. a. m. löngu ljóst að núverandi úthlutunarnefnd mismunar skipu- lega, vitandi eða óvitandi vits, þeim höfundum sem virðast mega róttækir hvort heldur í þjóð- málaskoðunum eða listrænni við- leitni sinni, hvað þá þegar hvort tveggja fer saman eins og eðli- legt og algengt er. Bókaútgáfa Menningarsjóðs mótaðist á pólitískasta skeiði menntamálaráðs eins og hún hef- ur viðgengizt síðan; þá var tekin upp sú stefna að ríkisforlagið skyldi gefa öllum almenningi kost á að koma sér upp vönduðu og fjölbreyttu heimilisbókasafni í áskriftarkaupum við vægu verði; þessi ráðstöfun var sem fyrr segir tilkomin í beinu fram- haldi af stofnun Máls og menn- ingar og í andsvaraskyni við hana. Þessi hugmynd eða önnur slík hefði vafalaust verið góð og gegn svo sem tuttugu árum fyrr, og um það leyti mun raunar hafa verið brotið upp á slíkum hug- myndum af málsmetandi mönn- um við harla litlar undirtektir; þegar menntamálaráð hratt henni í framkvæmd voru breyttir þjóð- félagshættir að gera hana úrelta og óþarfa. Það hefur raunar alla tíð síðan auðkennt útgáfustörf ráðsins að þar er góðum hug- myndum klúðrað niður í fram- kvæmd en vondum og misheppn- uðum hugmyndum fylgt fram af mikilli fastheldni; og mennta- 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.