Samvinnan - 01.06.1969, Qupperneq 31

Samvinnan - 01.06.1969, Qupperneq 31
I Lýðveldisstojnunin á Þingvöllum 17. júní 1944. Biskupinn talar. segja skil ekki, hvað forustu- menn flokkanna sjá við það að þora ekki að skera sig almenni- lega úr með stefnur og markmið. Ég get ekki séð að þetta almenna svið, sem flokkarnir eru á núna, sé svo vinsælt, að lífshættulegt sé að breyta til og skera sig úr, svo kjósendum verði auðveldara valið. Og verði ekki breyting á þessu, þannig að flokkarnir fari að þora að vera svolítið sérlund- aðir, sannar það aðeins eitt, og það er, að þeir eru komnir að útgönguversinu. Það er eins og forustumenn flokkanna óttist einmitt slíka hugsanlega þróun, vegna þess að á þessu ári hefur hver þeirra á fætur öðrum talað til ungs fólks um stuðning. Samt situr allt við hið sama í flokkunum. Ungra manna samtökin í flokkunum eru skipuð miðaldra mönnum, sem geymdir eru þar í frysti. Hins vegar er ákafinn svo mikill varð- andi unga fólkið, að stjórnmála- foringjarnir eru nú á góðri leið með að gera þessa ungu menn að sérstökum þjóðflokki, ein- hverju fólki aðskildu frá megin- straumi hins daglega pólitíska lífs. Auðvitað verkar þessi orða- þjónusta eins og hvert annað grín. Það þarf ekki að tala um unga menn. Það þarf að láta þá tala, strax og þeir eru færir um það upp úr tvítugu. En ef flokk- arnir kæra sig ekki um slíka endurnýjun, sem mér er næst að halda, og vilja ekki fá unga menn til að leysa upp gömul og úrelt hugmyndakerfi og gömul sambönd og gamla þrúgandi samábyrgð gömlu stjórnmála- mannanna, þá kalla þeir aðeins yfir sig mikið verri hlut. í stað heilbrigðs samruna gamalla og nýrra kynslóða verða pólitísk kynslóðaskil í landinu. Þessi orðaþjónusta foringjanna er ein- mitt að undirbúa slík skil. Og verði pólitísk kynslóðaskil í land- inu, taka nýir flokkar við af þeim gömlu með þeirri miklu fjármunasóun og óreiðu sem það kostar. í staðinn væri hægt að grípa strax til þeirra ráða, að til slíkrar þróunar þyrfti ekki að koma. Síðan þetta var skrifað hefur verið stofnað til nýrra stjórn- málasamtaka sem bera með sér öll einkenni gömlu flokkanna. Þar er bvriað á pexi um forustu- sætin og gefin út loðin og óákveð- in stjórnmálastefna, sem hefur á sér svipbragð veiðarfæris en ekki yfirbragð fylkingarbrjósts- ins. Þessar tilraunir í gömlum farvegi eru raunar aðeins tíma- töf. En þær sýna þó, að lítilla breytinga er að vænta nema í gömlu flokkunum sjálfum. Ef dæma á eftir þessum nýja flokki þá er það sýnilegt að endurnýj- unin í íslenzkum stjórnmálum verður að koma innan frá, og væri þá gott fyrir forustumenn- ina að hafa í huga, að ekki eru þeir ungir menn einir góðir, sem bera sig að eins og gamalmenni. Veikasti þátturinn í lýðræði okkar er, hve borgaraflokkarnir þrír eru líkir, og hve lítilla breytinga kjósandinn á að vænta, þótt einhver millifærsla atkvæða verði í þeirri þrenningu. Borg- araflokkarnir eiga eitt svar við þessu, sem um leið og það mundi auðvelda kjósendum að átta sig, mundi styrkja lýðræðið og skapa meiri festu í stjórnmálalífi þjóð- arinnar. Þetta svar er hugmynd- in um tvo flokka í landinu. Auð- vitað er varla hægt að hugsa sér þá breytingu á meðan völdin eru í höndum þeirra manna, sem nú stjórna flokkunum, vegna þess að þeir hugsa meira um kosn- ingasigra sína og atkvæðaprós- Frá hátíðahöldunum jyrir utan Stjórnarráðshúsið 18. júní 1944. 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.