Samvinnan - 01.06.1969, Page 34

Samvinnan - 01.06.1969, Page 34
LýÖDCldisftynslóðin » Björn Sigurbjörnsson: Einskonar nafnlaus saga Gekk innum sáluhliðið að kirkjudyrunum. Nam þar andartak staðar hikaði. Vissi kirkjan var opin en þorði vart að ganga inn svona einn og án leyfis. Sybilla frænka yrði áreiðanlega vond. Hún myndi roðna í kinnum og segja: ,,Per. Þú vissir þú máttir ekki fara einn innf kirkjuna, en gerðir það samt. Skilurðu ekki slíkt er rangt?“ Svo tæki hún hann sér við kné, horfði djúpt í augu hans og segði: „Per minn, af hverju ertu að gera þér leik að særa hana frænku þína með því að gera einmitt það, sem þú veizt þú mátt ekki gera?“ Hún myndi segja honum að fara nú að hátta og stynja við og honum fyndist hann vera versti strákur, og þykja þetta skelf- ing leiðinlegt. Samt gat hann ekki stillt sig um að fara, þótt hann ætti að vera kominn heim úr skólan- um. Það ískraði lítilsháttar í stórum lömum ytri hurðarinnar, en hún var þung og féll því vel að stöfum. Dauð lykt í forstofunni suð í raf- magnstöflunni fyrir klukkurnar annars grafar- þögn og jafnvel enn meiri vegna suðsins ein- mitt. Hann horfði andartak á gulan múrstein- inn í gólfinu og fornlegar dyrnar að sjálfri kirkjunni hélt inn. Sybilla frænka yrði kannski ekki svo ill, þegar allt kom til alls. „Góði Guð, gefðu henni Sybillu frænku gott skap þegar ég kem heim.“ En hann skammaðist sín jafnskjótt fyrir slíka bæn. Hann var nú einu sinni að óþægðast. Yfir altarinu hékk Kristur á krossinum i gylltum ramma. Himinninn var rauður og svartur þrjár konur stóðu við krossinn og grétu. Kristur var þegjandalegur. Hann velti fyrir sér hvort himinninn hefði í raun og sannleik verið svartur og rauður og ef ekki, væri þá nokkur trygging fyrir því Kristur hefði sjálfur verið svona einsog á myndinni ? Það sagði Sybilla frænka á hverju kvöldi. Hún sagði lika stundum, einsog daginn sem hann málaði köttinn grænan, að úr því hann væri alltaf hreint svona mikið ódó, lenti hann áreið- anlega í eldinum hjá skrattanum. Þegar hann brenndi sig á eldavélinni sagði Sybilla frænka aðeins þér var nær og um kvöldið að hann hefði í dag fengið forsmekkinn að því sem koma skyldi. Hann var samt aðeins mátulega smeykur enda var Kristur prestsins og kenn- arans ósköp góður og hann trúði þeim öllu betur. Óttalaus fór hann fyrir altarið tók stjaka þar og kveikti á kertinu með eldspýtunum sem hann tók í morgun. í skólanum i dag sagði kennar- inn að Kristur gerði alltaf það sem menn bæðu hann um, ef þeir tryðu bara nógu vel á bænina. Hann ætlaði að prófa þetta hérna í kirkjunni, þaðan hlaut að vera betra samband en í kvist- inum sem hann svaf í. Settist uppvið altarið og beið. Tíminn leið, mín- útur, stundarfjórðungar. Tekið að skyggja, gol- an bærði beykið í kirkjugarðinum og strauk trjánum að gluggunum hinumegin. Horfði á kertið brenna niður við hlið sér, hægt og hægt, svo hægt að ekki var greint nema með nokk- urs tíma millibili. Við og við rann vaxið í hröð- um straumi af kertinu storknaði í endann og myndaði klepra sem lengdust örlítið í miðjunni en storknuðu svo alveg. Lítil Ijósglæta myndaði dauft skuggaspil í hvelfingunni ofan altarisins og rétt fram gólfið en náði ekki gluggunum, dökkum, blýsteyptum. Var ekki vitund hræddur. Vissi senn færi pabbi hans að sjást, rétt einsog hann hafði beðið um. Og svo sannarlega skyldi hann bara geyma útlit pabba síns fyrir sig og segja engum, jafn- vel ekki Sybillu frænku. Spurði hana einu sinni af hverju hann ætti ekki pabba og mömmu einsog aðrir. Þá varð Sybilla frænka mjög alvarleg. Tók ofan gleraugun, hélt þeim i vinstri hendi að andlitinu og setti prjónadótið í kjöltu sér horfði beint í augu hans og sagði: „Guð fyrirgefi þér að tala svona blessað barn, þú átt Guð að föður og Krist að bróður, einsog allir." — „En mömmu?“ spurði hann. Sybilla frænka byrjaði að prjóna af mikl- um móð, en eftir þriðja ha-ið hans lagði hún frá sér prjónana og fór í kistilinn sinn sem hún hafði læstan uppá ofnhillu og sýndi hon- um mynd af mömmu hans Ijóshærðri konu með sítt hár. Hann mundi eftir augum hennar þau voru stór og rétt einsog þau langaði til að gráta, en brosandi munnurinn bannaði það. „Hvar er mamma?" spurði hann. Sybilla frænka herti prjónið. „Það er von þú spyrjir, anginn rninn" og var blíðari en nokkru sinni. „Þú færð að vita það allt, þegar þú ert orðinn stór og skilur lífið. En þú átt mömmu, Guð gefi það og farðu nú að sofa.“ „En pabba, ég meina hinn pabbann?" Þá varð Sybilla aftur Sybilla, tók ofan gleraugun lagði prjónana f kjöltu sér og sagði: „Af hverju ferðu nú ekki að sofa, Per minn, einsog ég bið þig?“ Og hann fór, því hann langaði til að hugsa reglu- lega mikið um mömmu sina — og pabba og vildi ekki láta Sybillu trufla það með skrattan- um og svoleiðis. Kertið var að brenna út. Kveikurinn orðinn lít- ill og loginn sömuleiðis og það var ekki lengur mjótt og langt heldur breitt og einsog fljótandi. Stóð upp og setti á sinn stað. Gekk frá altarinu og út kirkjugólfið, framhjá orgelinu að dyrun- 34

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.