Samvinnan - 01.06.1969, Side 39

Samvinnan - 01.06.1969, Side 39
Lýðiftldisliynslóðin ingu um ríkið, en sjálfshól um sjálfa sig og stefnu sína. Lögreglan kemst í lætin og allt verður ennþá trylltara og tilgangslausara en áður, bara vegna komu lögreglunnar. Mót- mælaseggirnir hætta að mótmæla stjórninni og snúast gegn lögreglunni. Þeir, sem áður höfðu notað spjöld með áletrunum til að mót- mæla, nota þau nú til að berja á vörðum laganna. Lítill pottormur, sem lætur glepjast af áskorunum annarra, sparkar í afturenda lögregluþjóns. Lögregluþjónninn skipar þeim litla með hvæsandi röddu að yfirgefa völlinn. ,,Bítt undan þér“, segir sá litli og fær að laun- um vel útilátinn löðrung frá lagaverðinum. Uppi í glugga á efstu hæð Reykjavíkurapó- teks er borgarstjórnin að góna. Hún hefur áhyggjur af blómunum, sem hún lét gróður- setja í fyrra: hvernig verða blómin eftir þetta, hvað verður um blómin okkar? Allir eiga bágt og allt er á ringulreið. Enginn veit í hvora löpþina hann á að stíga, án þess að eiga það á hættu að vera laminn. Eini maðurinn sem sýnir stillingu er Jón Sigurðsson forseti. Stendur hátt á háum palli, þar sem borgaryfirvöldin settu hann, horfir nið- ur á þennan íslenzka grútarlýð, hverra forfeð- ur hann barðist fyrir, til sjálfstæðis landsins, handa komandi kynslóðum. Nonna róna leiðist að horfa á þessi fífl og gengur í burtu frá vellinum. Fyrir utan Hótel Borg koma að honum tveir feitir og montnir lögregluþjónar. Þeir taka undir hendur Nonna og bera hann út í bíl. ,,Hann gæti farið að stofna til óspekta, hann er svo fullur.“ Nonni róni lætur þá fara með sig, mótþróalaust. Þótt hann dreymi ekki einu sinni um að stofna til óspekta og gotri bara augunum út á Austur- völl. Svo lokar hann augunum, og fer að dreyma, ekki um óeirðir, ónei, heldur dreymir hann um flöskuna, flöskuna sem hann átti að fá fyrir hundruðustu nóttina í „Steininum". Arthúr Björgvin: Skammdegi Litla stund hefi ég horft á kyrran snjóinn gleypa í sig skímuna frá glugganum sem drýpur hægt til jarðar. Andlit hafa runnið hjá líkt og i draumi ásakandi augu þreifað á hörundi mínu og horfið inní sortann. [ fjarska heyri ég frostið seiða myrkurtóna úr dimmum strengjum kvöldhörpunnar. Og þó er veröldin langt fjarri. Loks sé ég andlit þitt bak við glerið. Ég reyni að gefa þér bendingu opna munninn til að hrópa og kaldur sviti brýzt út um mig allan. En hendurnar eru sem ísdrönglar og varir mínar kaldar einsog frostrósir. Dagstund Hve umkomulaus hefur þú oft verið, staðið undir myrkum húsvegg borið kennsl á eitt og annað án þess þó að þekkja nokkuð til fulls; farið ókunnum höndum um einhvern nafnlausan hlut vitandi þó að hluturinn og hendurnar voru þínar eigin. Hve umkomulaus hefur þú oft verið, horft á sviplaust andlit þitt speglast I fölum glugga numið kunnugleg orð einhvers staðar úr fjarska; einhver liðinn atburður sem snöggvast reikað um huga þinn án þess að valda minnstu snertingu verða lifandi á ný. Hve umkomulaus hefur þú oft verið, fundið skugga þín sjálfs ráfa um meðal fólks sem þú þekkir aðeins skamma stund í samkvæmi eða á götum úti; kannski þá komizt að raun um við hvellan hlátur, kling í glösum hve umkomulaus þú ert, innan stundar orðinn einn af þeim. Kvöld Undarleg er sú tilfinning þegar tifið í veggklukkunni hverfist í þungan hjartaslátt fótatakið við opinn gluggann kvíslast um æðar strætanna sem blóð og líkami borgarinnar sveipaður kufli kvöldskugganna hverfur í opinn faðm stjarnlausrar nætur Undarleg er sú tilfinning og fótatakið við opinn gluggann hljóðnar í tifi veggklukkunnar Kristinn Einarsson: um frægð og hetjur þá skal minnzt alira sjálfstæðishetjanna notum vérekki orðspor þeirra sem stofuskraut? eins og rytjuleg pottablóm eru lárviðarkrans- arnir rykfallnir safi boðskaparins hefur gufað upp og skilið eftir sig smánarbletti enni vor mörkuð rúnum áhyggju sakir hugsun- arleysis eins og vofur reikum vér um köld herbergin minningarskildirnir og graftöflurnar blasa við oss fægðar og skínandi ekki hefur það áhrif á nútíðina ekki breytir það fortíðinni og enn munum vér reika sem vofur meðan fægilögurinn endist því þá fyrst er reynt að lesa þegar skriftin er orðin máð og hulin sjónum manna þvi mun það happadrýgst að tala sem minnst um stórmenni gefum heldur fólki tækifæri til að gerast mikil- fenglegt allra sízt ber að taka eftir slíku í sjálfu sér og ef talið berst að myndastyttum og graf- steinum er oss bezt að gleyma öllu um þá persónu oss er því bezt að gleyma sjálfstæðishetjunum baráttuljóð viðreisn uppreisn reisn Um gönguferðir Oftlega ertu staddur gangandi utan við sjálfan þig. Á þessum gönguferðum lærist þér að lífið er engin kúnst aðeins staðreynd. Svo færist kyrrðin yfir. Þá er annaðhvort komin nótt eða helgidagur nema hvorttveggja sé. Útifyrir eru ráðvilltir bílar á sveimi og eftir að inn er komið virðist allt jafnfjarlægt og þeir. Samt heldurðu áfram að fara út. Morgunbirtan Horfin er enn og ætíð uppspretta gamals minnis brá fyrir mynd á veggnum skugga af því sem var. Fálma ég eftir stráum finn aðeins ryk og ar. Vakna ég upp frá draumi depla syfjuðum augum herbergið enn í móðu. Birta morgunsins hrekur burt það sem eftir var. ekki þekki ég mennina ekki þekki ég mennina ég yrki um verur í þokunni umhverfis mig eitthvað sem ég hef vanizt að kallað sé Ijóð í þeirri fánýtu von að brátt komi elding stundum virðist mér birta birta andartak og ég greini andlit en þau hlæja aðeins hæðnislega: gríma gríma ekki þekki ég mennina og því síður Ijóð mín Sigurður Jón Ólafsson: Að austan þú finnur kaldan austanvindinn umlykja þig og það fer hrollur um veikan líkama þinn það er nótt og fyrr en varir ertu staddur innanum óvinveitt andlit sem stara á þig sviplausum augum þú ert beðinn að stilla reiði þína hafa hemil á andúð þinni gæta hófs í orðum þú biður um svar og heldur áfram að berjast 39

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.