Samvinnan - 01.06.1969, Side 55

Samvinnan - 01.06.1969, Side 55
Martin Esslin: Nú eru allir Iístamenn súrrealistar Endurkoma súrrealismans — eða ættum við heldur að nefna það nýja fullvissu um stöðug áhrif þeirrar stefnu — hefur verið áberandi nú að undanförnu í sýningum á gömlum verkum allmargra súrrealískra mál- ara og myndhöggvara og í útgáfum vísinda- ritgerða um fremstu skáld og leikritahöf- unda hreyfingarinnar, listamenn sem taldir voru ómerkir orðnir og úreltir fyrir einum tíu árum. Áhrif súrrealista á ýmis svið framúrstefnu í listum nútímans eru aug- ljós — allt frá beat-skáldum til hamfara- málara (action painters) og poplistamanna, frá frumkvöðlum gerslanna (happenings) til höfunda hlutstæðra ljóða (concrete verse). Hreyfing súrrealista olli jafnvel meiri blöskrun og þótti byltingarkenndari en vandi er til um nýjungar í listum. Súrreal- istar beittu grimmilegum móðgandi skamm- aryrðum á andstæðinga sína, kölluðu t. d. Anatole France lík, meðan hann var enn snarlifandi; helltu sér yfir Paul Claudel, hið mikla kaþólska skáld (sem raunar hafði kall- að þá attaníossa); og stóðu fyrir því að hrópað var „Lengi lifi Þjóðverjar!11 á opin- berri samkomu í París skömmu eftir lok Max Ernst málaöi þessa mynd af helztu súrrealistum áriö 1922. í fremri röð frá vinstri: René Crevel, Max Ernst (í kjöltu Dostójevskís), Theodore Fraenkel, Jean Paulhan, Benjamin Peret, Johannes Baargeld og Robert Desnos. Aftari röö frá vinstri: Philippe Soupault, Hans Arp, Max Morise, Rafaele Sanzio, Paul Eluard, Louis Aragon, André Breton, Giorgio di Chirico og Gala Eluard. heimsstyrjaldarinnar fyrri. Að sumu leyti voru þessir frumkvöðlar nýrrar listar hóf- lausir, og þar að auki blöstu við áhorfend- um sífelldar innbyrðisdeilur og klíkubar- átta, sem ekki urðu til annars en ýta undir hugmyndir manna um hóp fávísra bragða- mágusa. En samt, bakvið þetta fortjald heimsku og gagnkvæmra ásakana, sköpuðu súrreal- istar meiriháttar verk í bókmenntum, leik- list, málaralist og höggmyndalist, ekki síður en í kvikmyndalist, ljósmyndun og ýmsum algjörlega nýjum listgreinum. Bókmennta- verk helztu skálda þeirra áttu erfitt upp- dráttar og hlutu lof tiltölulega fárra bók- rýna og eru nú fyrst að öðlast sinn sess, oftast vegna þess að ný kynslóð höfunda hefur hlotið betri viðtökur (Ionesco væri t. d. óhugsandi án Artauds og Vitracs). í málaralist og höggmynda áttu súrrealistar við það að stríða, að súrrealisminn var bók- menntastefna og bókmenntaleg hugmynd og túlkaði raunverulega engan ákveðinn stíl. Á þeim tíma þegar rýni á æðri listum beindist einvörðungu að formi, gerð og lit- um, varð hægðarleikur að útskúfa öllum súrrealískum málurum og myndhöggvui'um 55

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.