Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1963, Page 34

Fálkinn - 30.01.1963, Page 34
PANDA DG SAFNARINN MIKLI Panda var ekki lengi að leysa félaga sinn. „Komdu," sagði safnvörðurinn, „við skulum taka í lurginn á þessum þjófum.“ „En safnararnir vita ekki að þeir eru að taka hluti úr safni,“ muldraði Panda í móinn. „Goggi sagði þeim að þetta væri sitt hús. Þeir eru saklausir.“ „Að minnsta kosti ætla ég að vara herra Stálhjarta við,“ sagði safnvörðurinn. „Allt í lagi," anzaði Panda, „blandaðu bara lögreglunni ekki í málið. En segðu mér eitt hvers konar maður er herra Stálhjarta.“ „Herra Stálhjarta er mjög mikill veiði- maður og ákaflega bráðlyndur.“ Þegar þeir komu heim til herra Stálhjarta var hann farinn að heiman. „Viljið þið kannski að ég skili einhverju til hans,“ spurði þjónninn. „Segðu honum að koma strax til safnsins síns og koma með vopnin sín með sér,“ anzaði safnvörðurinn. „Það er þjófa- flokkur að ræna það.“ „Þeir eru ekki þjófar," greip Panda inn í, „þeir eru safnarar.“ „Þögn“, hrópaði safnvörðurinn, „láttu okkur fást við þetta.“ En Panda var alls ekki sama. Hann óttaðist að herra Stálhjarta mundi ekki ráða við bráðlyndi sitt og hringja þegar í stað á lögregluna. Það fór lika svo. „En þeir eru ekki þjófar,“ hrópaði Panda í örvæntingu. „Þeir eru ..„Þögn,“ hrópaði lögreglumaður nokkur. „Við skulum láta lögin fjalla um þetta.“ Goggi og safnararnir voru enn önnum kafnir við að safna, þegar flokkur lögreglumanna þusti inn. „Safn- ræningjar“, æpti foringi þeirra. „Þið eruð hér með handteknir.“ En Eggert safnari lét þessa óvæntu truflun ekki á sig fá. Hann gekk til foringjans og sagði. „Þetta eru fallegar skammbyssur, sem þér hafið þarna,“ sagði hann hrifinn. „Það er einmitt það, sem vantar í safnið mitt.“ Með snörum hand- tökum kippti hann skammbyssunum úr beltinu og hinn forviða lögregluforingi fann í staðinn tvo seðla- bunka. 34 f’Xlkinn

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.