Vikan


Vikan - 18.07.1985, Blaðsíða 13

Vikan - 18.07.1985, Blaðsíða 13
Texti: Sigurður G. Valgeirsson Myndir: RagnarTh. ^^uðvestangola í Reykjavík, skýjað, skyggni ágætt og hiti fjórtán stig þegar Trausti Jónsson veðurfræðingur snarar sér inn á ritstjórn Vikunnar — á peysunni. Það fyrsta sem vekur athygli þegar maður hittir Trausta kominn út úr sjónvarpinu er að hann er hávaxnari, grennri og alvörugefnari en maður átti von á. Eftir þéttingsfast handtak segist Trausti vera nýbúinn að skipta ufn deild á Veðurstofunni. Hann hefur verið í spádeildinni — ,,feryfirí veðurfarsdeild". — En hvers vegna ertu hættur að koma fram i veðurspártímum sjón- varpsins? „Ég datt út úr þessu um tíma og ætla ekki að byrja í bili. Mér finnst það of bindandi miðað við þá peninga sem eru í boði fyrir það. Ef ég er í veðurspánum er ég bundinn aðra hverja helgi. Núna, þegar ég er kominn í níu til fimm vinnu, vil ég halda helgunum fyrir mig.” — Hefurðu ekkert tapað þér út í yfirvinnuslaginn eins og aðrir íslendingar? „Nei. Hins vegar er sólar- hringurinn á að giska þremur klukkustundum of stuttur fyrir mig. Ég þarf að sinna ýmsu og hann mætti gjarnan vera lengri.” Vinsældirnar komu á óvart — Komu vinsældirnar, sem þú hlaust um árið i kjölfar þess að þú fórst að spá um veður, þér á óvart? „Þær komu algerlega flatt upp á mig,” segir Trausti. — Er erfitt aö fara út að skemmta sér? „Ég hef ekki farið á veitinga- stað í Reykjavík í mörg ár. Síðast þegar ég fór, fyrir fjórum árum, hafði ég ekki rænu á því að fara út fyrir klukkan eitt. Það er eins og losni um hömlur hjá fólki um það leyti. Ég var síöasti maðurinn út úr húsinu því ég þurfti aö taka í höndina á um það bil þriðja hverjum manni. Ég fer hins vegar á böll í Borgarnesi. Þar lætur einn og einn maður svona. Það er allt í lagi.” — Það fylgdi frægðinni sem þú hlaust af að spá fyrir um veður í sjónvarpinu að allir litu á þig sem spaugara mikinn. „Það er bara misskilningur.” — Þykir þér leiðinlegt að vera svona frægur? „Það er misjafnt. Stundum getur þetta verið hlægilegt. Það gengur svo langt.” — En þér finnst þetta frekar miður? „Ég geri mér enga grein fyrir því. Það getur verið að ég geti gefið einhverja yfirlýsingu um það á áttræðisafmælinu mínu.” Trausti bætir við: „Ja, yngstu börnin eru hætt að veifa mér. Tíminn er svo fljótur að líða. Þau hafa ekki séð mig í sjónvarpinu. ’ ’ Kjaftasögur — Nú gekk sú saga á timabili fjöllum hærra að þú værir dauður. Var það ekki heldur óþægileg lifs- reynsla að verða fyrir barðinu á slikum kjaftasögum? „Það var í sjálfu sér ekki svo óþægilegt fyrir mig sjálfan. En það var það fyrir ýmsa ættingja mína. Svona orðrómur er samt betri en margt annaö. Það er svo af- gerandi hægt að vísa honum á bug. Hefði kjaftasagan verið sú að ég héldi við sjónvarpsþul og hefði getið meö henni barn væri erfiðara að kveða hana niður.” — Þú ert piparsveinn. Ég man meira að segja eftir því að hafa lesið Samtal við T rausta Jónsson veðurfræðing 29. tbl. Vikan 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.