Vikan


Vikan - 18.07.1985, Blaðsíða 34

Vikan - 18.07.1985, Blaðsíða 34
Jökull, gullsandur oggóðurmatur ýmsa þjónustu fyrir farþega og farartæki og haldið því næst að bænum ölkeldu í Staðarsveit. öl- keldan, sem bærinn er kenndur viö, er lind með kolsýrublönduðu vatni skammt frá bæjarhúsunum. Slíkar ölkeldur eru víða á Snæ- fellsnesi. Vatniö þykir sérlega heilsusamlegt og margir sem leiö eiga þama um bergja á því og taka jafnvel með sér í nesti. Skammt frá ölkeldu er félags- heimilið Lýsuhóll en þar voru og eru oft haldið fjörug böll. Þar er skóli á vetrum og sundlaug enda er þar einn mesti jarðhitastaður á Snæfellsnesi. Þar mun hafa verið laug ogbaðhústilfoma. Prestssetrið að Staðarstað er einn af merkari kirkjustöðum á landinu. Jörðin er mikil kostajörð og gefur vel af sér. Brauðiö hefur verið eftirsótt og staðurinn því kallaður Staðarstaður. Þar var Ari fróði prestur og 1981 afhjúpaði Vigdís Finnbogadóttir, forseti Is- lands, minnismerki um hann, gert af Ragnari Kjartanssyni. Ragnar Kjartansson er sonur Kjartans Kjartanssonar sem var prestur á Staðarstað 1922—1938. Hann var mikill hagleiksmaður (er meðal annars sagður hafa fundið upp berjatínuna) og hefur verið nefnd- ur sem ein af fyrirmyndunum að Jóni prímus í Kristnihaldi undir Jökli eftir Halldór Laxness. Búðir — gróðurvin og gullsandur Yst í Staðarsveit er Búðahraun sem runnið hefur frá Búðakletti, eldstöð í miðju hrauninu. Talið er að þama hafi gosið þegar land stóð hærra en nú og nær hraunið fram í sjó. I Búðahrauni er frið- iand sem var friðlýst 1977. Al- menningur má ganga þar um en hvergi aka utan merktra leiða og bannað er að skerða gróður eða raska á nokkura hátt náttúrunni. Þama í hrauninu er mikið um gjótur og gjár og víða inn á milli eru skjólsælir grasbalar. Hraunið er víða gróið og í gjám og sprung- um og lautunum inn á milli vaxa margar jurtir. Búðahraun er ef til vill þekktast fyrir burknana en þar vaxa flestar burknategundir á Islandi og eru margir burknanna mjög stórvaxnir þar sem þeir 34 Vlkan 29. tbl. vaxa í skjóli fyrir veðri og vindum niðri í gjótunum. Þama vaxa líka sjaldgæfar og friðaðar jurtir eins og ferlaufasmári og skrautpuntur. Friðlandið í hrauninu nær yfir 915 hektara svasði og þar í jaðrin- um að austan em Búðir við Búða- ós. Þar hefur verið rekið sumar- hótel frá árinu 1948. Seinustu sjö árin hefur hótelið verið rekið af einstaklingum og hefur farið orð af því fyrir góðan og nýstárlega tilreiddan mat, einkum fiskrétti. Búðir vom verslunar- og útgerð- arstaður öldum saman og fram til 1930. Fjaran við Búðir er afar sér- kennileg og falleg, þakin gulum skeljasandi og kallast einnig Gull- sandur. Þar gnæfa svartir, hvassir hraundrjólar upp úr sand- inum og mynda sérkennilega and- stæðu við mjúkan sandinn. Þama er gaman að reika um og þama er sagt gott að liggja í sólbaði á góðviðrisdögum og jafnvel bregða sér í sjóbað líkt og gert er á gulln- um ströndum á suðlægari slóðum. Hægt er að fá gistingu á Hótel Búöum og þar má einnig slá upp tjaldi. Fegursta bryggjustœði á landinu Þegar haldið er áfram í vestur frá Búðum er ekið yfir í Breiðuvík og næst komið við á Amarstapa. Þama gnæfir Snæfellsjökullinn yfir sveitina í allri sinni dýrð. Uppganga á jökulinn er ekki erfið og tekur um fjórar klukkustundir upp á efsta tind. Oftast er gengið á jökulinn frá Amarstapa. Svæðið frá Amarstapa og fyrir nesið að Rifi er kallað Undir jökli og þar hefur margt merkisfólk alið aldur sinn. Náttúrufegurð á Amarstapa eða Stapa er mikil og sérkennileg. Stapafelliö er þar fyrir ofan. Ströndin er fögur og víðast bratt í sjó fram. Bergið er sorfið af brim- öldunni og víða eru sérkennilegir hamrar og klettastrýtur, gjár og hellar. Sjófuglalíf er geysimikið og þar er einkum mikið af ritu. Fyrrum var allmikil byggð á Am- arstapa. Þaðan var útræði og ein af höfnum einokunarverslunar- innar. Þar er nú lítil höfn, án efa eitt fegursta bryggjustæði á land- inu. Þaöan eru gerðir úr trillubát- ar frá því snemma á vorin og fram á haust. Nokkur býli eru á Stapa, þar er viti, félagsheimili, bama- skóli og verslun. Á Stapa bjuggu meöal annarra Bjami Þorsteins- son amtmaður og síðar forseti Al- þingis. Þar fæddist sonur hans, Steingrímur Thorsteinsson ljóð- skáld, 1831. Á16. öld bjó þar Pétur Einarsson sem kallaður var Gler- augna-Pétur og talið er að fyrstur manna hafi gengið með gleraugu hér á landi. Á Stapa fæddist einnig annað skáld um 1657. Það var al- þýðuskáldið Guðmundur Berg- þórsson sem Þórarinn Eldjám skrifar um í bókinni Kyrr kjör. Ströndin við Stapa og Hellna, sem eru nokkru utar, er friðland. Þar er óheimilt að raska nokkru. Hellnar vom áður ein stærsta verstöðin undir Jökli. Þaðan er nú róið á vorin og sumrin. Á Hellnum eru einnig afar sérkennilegar og fallegar bergmyndanir við sjóinn. Austan við víkina skagar bjarg fram í sjóinn. Nefnist þar Vala- snös og í bjarginu er merkilegur hellir sem kallaður er Baðstofa. Á honum eru tveir munnar, snýr annar inn í víkina en hinn til hafs. Hellir þessi er rómaður fyrir sér- kennilega birtu og litbrigöi. Vestanvert við veginn að Helln- um er Bárðarlaug, friðlýst nátt- úruvætti. Það er sporöskjulaga tjöm sem sögð er hafa verið bað- staður Bárðar Snæfellsáss á land- námsöld. Nokkru utar er Dagverðará. Þar er nú eyðibýli en hin þjóð- kunna refaskytta og sagnaþulur, Þórður á Dagverðará, er kenndur við bæinn. Hann hefur skrifað tvær bækur um „mannlega nátt- úruundir Jökli”. Kveðist á við kölska Af merkisstöðum þama um slóðir, sem ekki er hægt að sleppa, em Svalþúfa og Þúfubjarg, þver- hnípt bjarg, krökkt af fugli og ægi- legt að líta þar niður af þegar haf- aldan skellur á berginu. Þar sátu Kolbeinn jöklaskáld og kölski og kváðust á og hafði Kolbeinn betur eins og kunnugt er úr þjóðsögunni. Vestan við Þúfubjarg eru Lón- drangar. Það eru tveir kletta- drangar, 61 og 75 m háir, og sjást vel frá þjóðveginum en þaöan er um tíu minútna gangur að þeim. Rétt hjá Lóndröngum er Malar- rif. Þar er viti og vestasta byggð á sunnanverðu Snæfellsnesi. Frá þjóðveginum liggur vegur niður að Djúpalónssandi. Þar eru þrír aflraunasteinar sem haf a hver sitt nafn og áttu að gefa til kynna afl þess sem tókst á við þá. Sagt er að það hafi verið vermenn frá Helga- felli sem upphaflega settu þessa prófsteina á hverjir skyldu teljast hæfir í skipsrúm. Fullsterkur er 155 kg, Hálfsterkur 140 kg og Hálf- drættingur 49 kg. Einn steinn var þar til áður, Amlóði, 23 kg, en hann brotnaði fyrir nokkrum árum. Síðasti viðkomustaðurinn að sinni er Dritvík. Þar var frá miðri 16. öld og fram á miðja 19. öld mik- il verstöð. Dritvík er í djúpri kvos, umgirt hraungrýti. Tveir klettar, Bárðarskip og Víkurklettur eða Dritvíkurbjarg, ganga fram í sjó- inn og mynda eins konar garð. Þar á milli er Pollurinn svokallaði en þar var skjól í flestum áttum og fyrirtaks lending en mjög þröng. I Dritvík er stór, stakur klettur, Tröllakirkja, og í honum er hellis- skúti. Þangað verður ekki komist nema á fjöm. Fátt er nú um minj- ar um verstöðina í Dritvík en þar mun vistin hafa verið erfið en þó f jörleg á stundum og mikið kveðið og sögur sagðar. Ferð okkar verður ekki lengri aö sinni, enda skyldi enginn ætla sér að fara of hratt yfir þetta fagra og merkilega svæði. Sjálf- sagt er að gefa sér góðan tíma og halda fyrir nesið og ferðast um Snæfellsnesið norðanvert. Fyrir þá sem vilja fræðast er bent á Ár- bók Ferflafólags islands 1982 — Snæfellsnes Og Landifl þitt Ísland. Vísað er til þeirra rita sem heimilda. Tjaldstssfli ar hjá Hótel Búflum. Þar má afl sjálfsögflu einnfg fá hótel- gistingu. Afl Amarfelli á Arnarstapa, gistiheimilinu Gislabæ á Heflnum, á Ytri-Tungu og Görðum i Staflarsveit er hngt afl fá gistingu og morgunmat. (Nánari upplýsingar hjá Ferflaþjónustu bænda, Bœnda- höllínni.) Verslun er afl Vegamótum. Sundlaug á Lýsuhóli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.