Vikan


Vikan - 18.07.1985, Blaðsíða 43

Vikan - 18.07.1985, Blaðsíða 43
Umsjón: Jakob Þór Silent Partner. Leikstjóri: Daryl Duke. Aðalleikarar: Elliott Gould, Christopher Plummer og Susannah York. Dreifing: J.S. Videó. Íslenskur texti. Hér er á feröinni úrvals spennu- mynd og ekki eru leikararnir af verra taginu. Elliott Gould leikur Miles Cullen, aðalgjaldkera í bandarískum banka sem er í miöri verslunarmiöstöö. Myndin gerist um jólin, mikið af jóla- sveinum er á vappi fyrir utan allar verslanir og einnig fyrir utan bankann. Á hverjum einasta degi kemur verslunareigandi aö nafni Fogelmann meö poka fullan af peningum og leggur inn, afrakstur dagsins í versluninni hans. Þaö sem Fogelmann veit hins vegar ekki er aö á sama tíma fylgist smáglæpon með honum. Smáglæponinn heitir Harry Reikle og er dulbúinn sem jóla- sveinn. Hann ætlar sér aö komast yfir þessa peninga sem Fogel- mann leggur alltaf inn. Fyrsta tilraun Harrys mistekst vegna saklausrar athygli lítils drengs, en óvenjuleg hegðun jólasveinsins hefur ekki farið framhjá Cullen sem býr sig undir aö jólasveinninn komi aftur. Þegar jólasveinninn kemur svo í annað sinn og fremur rániö er Cullen búinn að stinga undan mestöllum peningunum sem áttu aö vera í gjaldkeraskúff- unni. Cullen lætur Harry því aðeins fá smávegis af peningum og setur síöan aövörunarkerfiö í gang og þjófurinn flýr. Ræninginn hugsar sér gott til glóðarinnar er hann er kominn heim og opnar peningapokann. Hann veröur því alveg snælduvit- laus þegar hann kemst aö því að lítið sem ekkert er af peningum í pokanum. Harry gerir sér grein fyrir því aö gjaldkerinn hefur leik- ið á hann og hringir heim til Cullen og heimtar að Cullen skili sér því sem tilheyri sér, annars hafi hann verra af. Cullen neitar og ræn- inginn brýst því inn í íbúðina hans og umturnar þar öllu í leit aö peningunum. Sú leit ber engan árangur. Harry hringir því aftur í Cullen og hótar nú aö drepa hann ef hann láti ekki peningana af hendi. En Cullen er útsjónar- samur og sniðugur náungi og sér við hverjum leik banka- ræningjans, svo klár að honum tekst að láta lögregluna handtaka Harry á fölskum forsendum. En Adam var ekki lengi í paradís og í lokin fara morðin að líta dagsins ljós og skemmtileg spenna mynd- ast. Hér er á feröinni gott handrit, góöur leikur, góð myndataka, með öðrum orðum, allt til staðar sem þarf að vera í góðri spennumynd. ★ ★ ★ Widows. Leikstjóri: lanToynton. Aðalleikarar: Ann Mitchell, Maureen O'Farrell, Fiona Hendley og Eva Mottley. Dreifing: Stig hf. Islenskur texti. Þetta er sakamálaþáttur á tveim spólum. Hann fjallar um hvernig þrjár ekkjur glæpamanna bregöast við þegar eiginmenn þeirra falla frá óloknu verki. Bófi nokkur í London, Harry, stjórnar glæpaflokki þar í borg sem berst um völdin við Fisherbræðurna, Tony og Arnie. Helstu félagar Harrys eru Joe, Terry og Jimmy Nunn. Myndin byrjar á því að við sjáum þá félaga sitja fyrir bryn- vöröum flutningabíl sem er hlaðinn gífurlegum verðmætum. En hið óvænta gerist, ófyrirsjá- anlegt slys veldur sprengingu sem leiðir til dauða þriggja af fjórum meðlimum bófaflokksins. Einn þeirra kemst óséður undan. Þeir látnu eru taldir vera Harry, Joe og Terry en hið rétta er að Jimmy Nunn lét lífið en ekki Harry. Þetta veit enginn og þær Dolly Rawlins, kona Harrys, Linda Perelli, kær- asta Joe, og Shirley Miller, kærasta Terrys, syrgja allar sína heittelskuöu. Fisherbræðurnir yfirtaka veldið hans Harrys og eru einnig á höttunum eftir dagbókum þeim er Harry hélt. Frændi Harrys, Eddie, kemur að máli við Dolly og lætur hana fá lykil að bankahólfi. I bankahólfinu finnur Dolly ekki aðeins peninga og skammbyssu heldur einnig dagbækur Harrys. Í þeim eru nöfn þeirra sem höfðu hjálpað Harry við ránin og einnig skrifað nákvæmlega niður í smá- atriöum hvernig hvert rán var framið. Dolly er staöráðin í að halda áfram ætlunarverki því sem Harry var byrjaður á og byrjar að undirbúa rán. Dolly á reyndar erfitt um vik því lögreglumaður- inn George Resnick, sem hefur haft umsjón með rannsókn á ránunum sem Harry er grunaður um að hafa framið, lætur fylgjast meö hverju spori hennar. George er reyndar kominn með Harry á heilann og neitar að viðurkenna að hann sé dauður. Þótt lögreglan elti Dolly á hún auðvelt með að ginna hana og nær aö boða þær Shirley og Lindu á sinn fund. Ekki aðeins þarf Dolly að hafa áhyggjur af lögreglunni heldur einnig af þeim Fisher- bræðrum sem hafa snúiö Boxer Davies, fyrrum félaga Harrys, á sitt band og fá hann til að njósna um Dolly og finna dagbækurnar sem þeir eru vissir um að Dolly viti eitthvað um. Hvað um það, ekkjunum þrem tekst aö hittast leynilega og Dolly segir þeim að hún sé að skipuleggja rán og út- skýrir það fyrir þeim. Allur undirbumngur hefst á fullu og til að losna við Fisher- bræðurna kemur Dolly þeim orðrómi af stað að Harry sé ekki dáinn. Eddie segir Harry dauðan og spyr hver hafi sagt að Harry væri á lífi. Tony segir honum að Boxer hafi sagt það. Eddie, sem er reyndar einn af fáum sem vita að Harry er á lífi, er ekki sama og segir Harry frá hvað gerst hafi. Þaö næsta sem gerist er að þeir ryðja Boxer úr vegi. Undirbún- ingur að ráninu gengur vel hjá ekkjunum, þær vita bara ekki að Harry fylgist með hverju þeirra fótspori og veit því um áætlanir þeirra! Linda syrgir ekki lengi Joe, hinn gamla kærasta, heldur nær sér í annan Itala til þess að sofa hjá. Sá er bifvélavirki og heitir Carlos Moreno. Linda reynir að halda sambandi þeirra leyndu fyrir Dolly en þegar Dolly kemst að sambandi þeirra fyrirskipar hún Lindu að losa sig við hann. Þessi Carlos er nefnilega ekki aðeins starfsmaður hjá Arnie Fisher heldur einnig elskhugi hans! Það verður því einum leikaranum færra áður en spóla tvö byrjar. Á meðan þetta á sér stað hefur lög- reglan hætt að fylgjast með ferðum Dollyar. George Resnick, sem hafði beðið um að hún yrði vöktuð, verður alveg brjálaöur er honum er tilkynnt af yfirmanni sínum að þeir sjái ekki lengur neina ástæðu til þess að vakta Dolly. George karlinn segir því upp í reiðikasti. Þessi mynd höfðaöi ekki til mín, mér fannst hún aldrei ná því að vera spennandi, leikurinn daufur og fátt í henni sem gladdi augað. Ég vil samt taka það fram að þó- nokkuð margir hafa sagt mér aö þeim hafi fundist myndin góð. ★ ★ 29* tbl. Vikati 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.