Vikan


Vikan - 18.07.1985, Blaðsíða 5

Vikan - 18.07.1985, Blaðsíða 5
5 Byggt & búið Byggt & búið Byggt & búið Byggt & búið Sá sem undirbýr garðveislu á Islandi er eins og þátttakandi í rúss- neskri rúllettu. Það er aldrei að vita upp á hverju veðurguðimir taka og ef þeir eru ekki hliðhollir er maður dauðadæmdur. Sá sem fer að sofa í blíðskaparveðri kvöldið fyrir veisludaginn getur vaknað upp morguninn eftir í grenjandi rigningu. Þetta getur líka farið á hinn veginn eins og raunin hefur orðið í þetta sinn. Á þessa leið mælti Ármann Reynisson, framkvæmdastjóri Ávöxtunar sf., þegar hann bauð gesti sína velkomna til garðveislu þann 15. júní síöastliðinn. Annaðhvort var Ármann svona stálheppinn með veður eða hann er í einhverju sérstöku sambandi við æðri máttarvöld eins og einn veislu- gestanna vildi meina. Að minnsta kosti var veðrið í Reykjavík eins og best verður á kosið þetta kvöld, blankalogn og sólskin. Það var sem sagt engum vorkunn að vera undir beru lofti enda var ekki í kot vísað. Garðurinn hjá Armanni er sérlega hlýlegur og skemmtilega hannaður. Stóru útigrilli hefur verið komið fyrir á hentugum stað og Gissur Isleifs- son á Lækjarbrekku sá um að enginn færi svangur frá borði. Létt tónh'st var leikin „undir borðum”. Þaö var enginn annar en Reynir Jónasson sem lék á dragspilið á sinn undurblíða hátt og þaö spillti ekki matar- lystinni. Þegar allir höfðu snætt nægju sína var að sjálfsögðu tekið lagið af lífi og sál og Reynir þandi dragspiliö. Kvöldsólin skein glatt ennþá en það var orðið örlítið svalara í veðri. Menn létu það samt ekkert á sig fá — Islendingar hafa alltaf getað sungið sér til hita. Menn ættu að gera þetta miklu oftar, sagði einn gestanna. Og þetta er líka hægt að gera miklu oftar, bætti hann við. Það er bara svo oft að menn skella skuldinni á veðrið og láta það halda aftur af sér við að gera eitthvað sniðugt. Þetta er kannski heila málið, hugsaði blaðamaðurinn á leiðinni heim. Við skellum alltaf skuldinni á veðrið. Að vísu var veðrið í Reykjavík þetta kvöld hafið yfir allan vafa. En hvemig væri að allir Islendingar sameinuðust um eitt og segðu: Veðrið er eiginlega aldrei vont — bara mismunandi gott. Þá yrðu haldnar fleiri skemmtilegar garðveislur á Islandi. Texti: Bjarki B. Myndir: Ragnar Th. raun og veru ekki horn heldur skemmtilega hannaður bogi. 6 Raddböndin þanin eftir matinn og Reynir undirleikari leiðir sönginn. 7 Klappað i takt. Guðlaug Jónsdóttir og Ásgeir Ebenezersson í Vörumarkaðnum. Lengst til hœgri er Reynir Vilhjálmsson. 29. tbl. Vikan 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.