Vikan


Vikan - 18.07.1985, Blaðsíða 37

Vikan - 18.07.1985, Blaðsíða 37
iTAPOPP- að þær innihalda eingöngu gömul lög í útsetningum Ferrys utan eitt eftir hann á hvorri plötu. Síðan hafa komið út plötumar Let’s Stick Together, The Bride Striped Bare, In Your Mind og nú í júní kom svo platan Boys and Girls. Brian Ferry býr rétt fyrir utan London ásamt tveimur sonum, sá seinni fæddist skömmu fyrir út- komu nýju plötunnar. Hér á eftir fer smáútdráttur úr viðtali sem eitt af bresku tónlist- arvikublöðunum átti við hann fyrir skömmu í tilefni plötunnar. „Ég met einkalíf mitt mikils og má því segja að ég sé í vitlausu starfi, það fer voðalega í taugam- ar á mér þegar verið er að skrifa eitthvað um mig sem er lygi, þetta getur alveg gert mig brjálaðan. Það hefur komið fyrir að ég hef lesið hluti um mig sem mundu fæla mig sjálfan frá að kaupa plöt- ur með mér ef ég væri einhver maðurútiíbæ.” Er Boys and Girls eitthvað svipuðAvalon? „Auðvitað er um visst áframhald að ræða, það eru margir af gestahljóðfæra- leikurunum, sem voru á Avalon, á nýju plötunni. Þetta átti ekki aö verða Avalon 2. Mig langaði að gera aðeins áleitnari plötu og um leið taktfastari og vonandi eru lögin jafnsterk og á Avalon ef ekki sterkari.” Lagið Slave to Love hefur verið sett á litla plötu og svipar því mjög til laganna á Avalon. „Slave to Love var síðasta lagið sem við tókum upp fyrir plötuna og þaö lag sem einna helst líkist Avalon og því kannski líklegast til vinsælda. Reyndar höfðum við byrjað á því fyrr en hætt í miðju kafi en það sótti svo á mig að á endanum tókum við það inn aft- ur.” Áttu viö að þú eigir erfitt með að skrifa „hit’Tög? „Já, þauverða bara að birtast.” Ferry var marga mánuði að undirbúa plötuna með aöstoð upptökustjórans, Rhett Davis, og notaði átta rása stúdió sem hann er með heima hjá sér. Platan sjálf er tekin upp á ýmsum stöðum um heiminn. Af hverju? „Það er vegna þess að flestir tónlistarmennimir, sem ég vinn með, starfa í New York. Til- gangurinn með því að taka upp á stöðum eins og á Bahamaeyjum er sá að maður kemst hjá því að lifa óheilbrigðu lífemi sem maður myndi stunda ef maður væri til dæmis í stórborg og auk þess er mjög gott að vinna á nóttunni á svona stöðum, kannski ekki allan tímann. Svo getur maður legið í sólinni og farið í sund eða bara slappað af í rólegheitum án utan- aðkomandi truflana.” Eins og allar stórstjömur nú til dags hefur Ferry sér til aðstoðar fríðan flokk þekktra tónlistar- manna. Sem dæmi um gítar- leikara á plötunni má nefna þá Mark Knopfler úr Dire Straits, Dave Gilmore úr Pink Floyd og Nile Roger úr Chic. Einnig leika á gítar þeir Neil Hubbard, Keith Scott og Chester Camen. Roxy Music sló aldrei almenni- lega í gegn í Ameríku. Hvemig stóð á því? „Tónlist hljómsveitarinnar var aldrei í líkingu við það sem gengur í Kanann. Það var ekki nógu mikiö af trommum og gíturum í tónlist- inni og ekki heldur rétt tilfinning tU að tónlistin gerði það gott. Nú, svo héldum við ekki mikið af tón- leikum í Ameríku og það er reynd- ar min sök, mér líður ekki vel þar.” Um vídeóbyltinguna í poppinu segir Ferry: „Vídeóið er oröið nauðsyn í þessum bransa og ég skil það vel. Með komu MTV (kapalsjónvarp sem sýnir ein- göngu tónlistarþætti aUan sólar- hringinn) hefur opnast mun auðveldari leið fyrir Ústamenn að Ég á erfitt með að skrifa „hit"lög. ná augum og eyrum fjöldans í Ameríku sem er ennþá stærsti markaðurinn. En um leið hata ég þá tilhugsun að það sé fjöldi fólks sem sér mig í fyrsta sinn um- kringdan alls kyns hlutum sem snerta kannski ekkert hvað ég hugsaði þegar ég gerði plötuna. Þrátt fyrir þetta gerði ég nú samt vídeómynd með Slave to Love. ” Hvaða tónUstarmenn hafa svo haft mest áhrif á Brian Ferry í gegnumtíðina? „Það eru helst gamUr jassistar þó ólíklegt sé, fólk eins og Charlie Parker en fyrsta platan sem ég eignaðist var einmitt með honum. Nú, svo eru það BilUe Holiday, John Coltrane og Miles Davis þegar hann var ungur, bara svona fólk sem bjótU faUega tóna.” Síðasta sólóplata Ferrys, The Bride Stripped Bare, fékk lélegar viðtökur bæði gagnrýnenda og kaupenda. Sú plata er uppgjör Ferrys við samband hans við tískusýningarstúlkuna Jerry Hall sem hann missti í hendur Micks Jagger. Þessi plata kom út 78 og varð léleg útkoma hennar til þess að Ferry endurreisti Roxy Music. „Það má segja að meö gerð Boys and Girls hafi ég verið að reyna að gera „mitt meistara- verk” og mér finnst margt á þess- ari plötu stórgott. Það er ljóst að það er ákveðin pressa á mér með útkomu þessarar plötu, ég er að fylgja Avalon eftir. Hún er sú af mínum plötum sem best hefur verið tekið auk þess sem hún var síðasta Roxyplatan. Það er erfitt að ætla sér aö gera þetta í eigin nafni en auðvitað vona ég að plat- an eigi eftir að ganga vel, það er fólksinsaðdæma.” 29. tbl. Vikan 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.