Vikan


Vikan - 18.07.1985, Blaðsíða 27

Vikan - 18.07.1985, Blaðsíða 27
ann í ástalífi og eru oft meö af- brigðum fengsæl. Þau veröa hins vegar oft of gráöug þegar þau eru komin á bragðið og missa oft af stóra drættinum við aö eltast viö smátittina. Þó kemur aö því aö menn draga í land og leggjast viö stjóra í mjúkri hjónasænginni. Heilsufar Ekki er hægt að segja annaö en gott um heilsufarið. Eini veiki punkturinn er hjartað og þá er stundum sagt aö þetta fólk sprengi hjartað af ást og ástríðu. Heilla- tölurnar eru 1 og 7. 20. JÚLÍ: Skapferli Afmælisbörnin eru föst fyrir og hörð í horn að taka. Þau láta engan vaða ofan í sig og þess vegna finnst mörgum að þau séu frek. En í raun og veru er hér um hugsjónafólk að ræða sem vill berjast fyrir sér og sínum. Þetta getur líka orkað sem eigingirni og stífni á samferðafólkið. Metnaðargirnin er vissulega fyrir hendi hjá þessu fólki en flestir geta verið sammála að hér sé um svokallaöan heilbrigðan metnaðað ræða. Lífsstarf Menn dagsins hafa alla hæfi- leika til að hljóta frama og metorð í því starfi sem þeir velja sem ævi- starf. Þetta fólk er að finna í öllum stéttum þjóðfélagsins en mikil- vægt er að það velji sér lífsstarf þar sem það fær aö komast upp með hæfilega mikla frekju og yfir- gang. Ástalíf Þrátt fyrir óbilgimi í fari þessa fólks er það eins og bráðiö smér þegar hitt kynið er annars vegar. Meöan á tilhugalífinu stendur snýst það kringum þá sem þaö hefur augastað á eins og kettir í kringum heitan graut. Þetta vill hins vegar oft breytast þegar fólk er orðið rígbundið í hjóna- bandinu. En þegar öllu er á botn- inn hvolft er hjónabandið farsælt og bömin oftast mörg. Heilsufar Fólkiö, sem afmæli á í dag, býr við hestaheilsu framan af ævi en á miðri ævinni getur brugðið til beggja vona meö heilsufariö. Heillatölurnar eru 2 og7. 21. JÚLÍ: Skapferli Lyndiseinkunn afmælisbarns- ins hljóðar upp á tíu. Það er rólynt og lætur sárasjaldan reita sig til reiði. Það vill alltaf láta gott af sér leiða og er oft trúhneigt. Afmælis- barnið er stálheiðarlegt og má ekki vamm sitt vita. Enginn skyldi þó halda að hér séu ein- hverjar veimiltítur á ferðinni, þvert á móti. Þetta fólk hefur ein- mitt skörulega framkomu ef því er aö skipta og lætur ekki hvern sem er segja sér fyrir verkum. Lífsstarf Afmælisbörnin koma sér alls staðar vel á vinnustöðum, enda frábærir starfskraftar. Þau eru vel til forystu fallin og geta auð- veldlega stjórnað öðru fólki. Þau sækjast þó yfirleitt ekki eftir völdum og metorðum heldur vilja helga sig starfinu sem slíku. Ástalíf Þar komum við að einu brota- löminni hjá þessu fólki. Afmælis- börnin eru það sem margir mundu kalla „afleitir elskhugar” og yfir- leitt mjög seinheppin í ástum. Hjónasængin verður þrautalend- ingin eins og endranær og hjónabandiö stendur á traustum grunni en verður harla til- breytingarsnautt. Heilsufar Heilsufarið er þolanlegt hjá fólki sem fætt er á þessum degi. Fólk verður að passa vel upp á línurnar því annars er voðinn vís. Heillatalan er 3 og mikilvægt að menn hafi það sífellt í huga. 22. JÚLÍ: Skapferli Þaö eru svokallaöar jákvæðar persónur sem eiga afmæli í dag. Þær vilja alls staðar láta gott af sér leiða og taka oft á sig aukna byrði til að afstýra árekstrum í daglegu lífi. Þetta veldur hins vegar því að aðrir hlaða auka- vinnu á þessi góðmenni. Þaö leiðir oft til þess að menn láta bugast og það verður sprenging. Þetta gerist reyndar ekki nema hjá litlu broti af afmælisbörnunum. Lífsstarf Þaö er mjög mikilvægt að fólk dagsins lendi í góðum félagsskap á vinnustað og velji sér lífsstarf þar sem það er ekki misnotaö. Hvaða starf sem er getur hentað þessu fólki og það er afkastamikl- ir og góöir starfskraftar. Ástalíf Tilhugalífið er því miður ekki allt dans á rósum og eru sjálfsagt ýmsar ástæður fyrir því. Kannski er óheppni einfaldasta og algeng- asta skýringin en það er líka til í dæminu að fólk leiki sér að af- mælisbömunum eins og köttur að mús og hafi þau að ginningarfífli. Hjónabandið verður hins vegar farsælt og þar ríkir tröllatryggð. Heilsufar Heilsufarið hvílir því miður ekki á traustum grunni og þess vegna er mjög mikilvægt að afmælis- börnin velji sér heilsusamlegt um- hverfi og mataræði. Heillatölurnar eru 7 og 4. 23. JÚLÍ: Skapferli Erfitt er að henda reiöur á skapferli þess fólks sem fætt er þann 23. júlí. Þetta fólk viröist alltaf vera í sumarskapi, að minnsta kosti á yfirborðinu. Þaö hefur uppörvandi áhrif á alla þá sem eru í námunda við það enda er flestum hlýtt til afmælisbarna dagsins. En undir þessu síkáta yfirbragði er annað hljóð í strokknum. Þar er á ferðinni þunglyndislegur einfari sem helst kýs aö læðast meö veggjum. Líf þessa fólks veröur sífelld tog- streita á milli þessara tveggja skapgerða. Lífsstarf Þegar velja á lífsstarfið kemur þessi togstreita líka fram í dags- ljósið. Það getur brugöið til beggja vona hvor innri maðurinn verður ofan á, sá léttlyndi sem helst kýs að starfa þar sem fjörið er sem mest eöa einfarinn sem vildi helst gerast veðurathugunar- maður á Hveravöllum ævilangt. Ástalífið I ástalífinu er það oftast sá síkáti sem hefur yfirhöndina. Maður dagsins vill gera öllum til hæfis og áningarstaðirnir á ástar- brautinni verða fjölmargir. Það kemur þó að því að afmælisbarnið veröur króað inni í einhverju öng- strætinu og þá verður ekki aftur snúið. Hjónabandiö veröur farsælt. Heilsufar Ekkert er undan heilsufarinu að kvarta en helst er það holdið sem er veikt. Heillatölumar eru 1 og 5. 24. JÚLÍ: Skapferli Afmælisbamið er óvenjugáfað og dreifir þessum gáfum sínum á mörg svið. Þetta orkar á aðra sem skortur á einbeitingu en í raun og veru er afmælisbarnið bara fróðleiksfúst og forvitiö og vill kynnast flestum hliðum mann- lífsins. Sá sem á afmæli í dag er viljasterkur og hæfur til aö stjórna öðru fólki. En oft er hann misskil- inn af öörum og mönnum finnst hann vera frekur hrokagikkur sem hann er í raun og veru alls ekki. Lífsstarf Máliö vandast hjá mörgum þegar að því kemur aö menn verða aö velja sér ævistarf. Margir geta einfaldlega ekki gert upp hug sinn og valiö og hafnað. Þetta veldur oft því að menn eru flöktandi á milli starfsgreina og staldra stutt viö á hverjum vinnu- stað. En annars er þetta fólk vin- sælir vinnufélagar enda frábærir starfskraftar. Ástalíf Fólk dagsins lendir flest í mörgum ástarævintýrum um ævina enda gefið fyrir tilbreytingu og nýjungar. Þess vegna er þetta fólk ekki ginnkeypt fyrir gifting- um og fer stundum út í hjúskap meö hálfum huga. Þeir sem hugsa þannig geta þó huggaö sig við það að ævintýrið er ekki allt úti og lengi er von á einum. Heilsufar Heilsufarið er stórgott en helst er það bakið sem vill gefa sig. Heillatölurnar eru 1 og 6. 29. tbl. Vikan 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.