Vikan


Vikan - 18.07.1985, Blaðsíða 14

Vikan - 18.07.1985, Blaðsíða 14
viðtal við þig og aðra piparsveina i blaði fyrir nokkrum árum. Er þatta ákvsðin Iffsstefna? „Nei, þetta er bara óvart.” Trausti hugsar sig um: „Annars veit maður ekki hvað er óvart í þeim efnum. Það er dálítið erfitt umþaðaðsegja.” — Hver eru þin helstu áhugamál? „Þau eru ýmis. Þar fer mest fyrir veðri og tónlistarmálum. Svo fer dálítill tími í bókalestur. ” — Hvernig lýsir þessi áhugi á veðri utan vinnutíma sér? „Ekki með neinum verkjum. Ég gái til veðurs — sit yfir gömlu veðri.” — Eru þetta visindarannsóknir á eigin vegum? Trausti jánkar því dræmt. — Að hverju geta menn komist með þvf að skoða gamalt veður? „Ég hef ekki farið á veitingastað í Reykjavík í mörg ár." „Þeir geta fengið hugmyndir um það viö hverju má búast. Það sem hefur einu sinni gerst getur gerst aftur.” — Veðurfræðin er erfitt nám, er það ekki? „Það er misjafnt eftir því hvað menn vilja fara út í langt nám. Flestir veðurfræðingar eru með sex til sjö ára nám að baki. Námið er ekkert erfiðara en almenn eðlisfræði og stærðfræði. Það er með meira af þeim fögum en menn gera sér grein fyrir þegar þeir byrja. Sumir hætta því þegar á hólminn er komið. ” — Eitt af því sem maður heyrir sagt um veðurfræði er líka að þetta sé langt og flókið nám en síðan viti menn ekkert um veður og gangi illa að spá rétt. „Spárnar eru alltaf að batna. Þeim hefur fariö mikið fram á þeim árum sem liðin eru frá því ég byrjaði. Það er samt ekki mér að þakka,” bætir Trausti við og glottir. — Er ekki óalgengt að veður- fræðingar hafi svona fjölskrúðug áhugamál og áhugamál sem tengjast bókmenntum og listum? „Nei, ég held að það sé fremur algengt. Það er stéttareinkenni á veðurfræðingum að þeir hafa gjarnan mörg áhugamál.” — Þú hefur fengist við skáldskap. „Það er enginn skáldskapur. Það hafa verið sett upp eftir mig tvö gamanleikrit, bæði í Borgar- nesi.” — Hver er ástæðan fyrir því að þú fórst að skrifa leikrit? „Ég lýsti því einhvern tímann yfir að það væri enginn vandi og varð að standa við það.” — Þú ert þá var um þig núna? „Ja, ég er varkárari í yfir- lýsingum.” Eldhúsrómanar — Varstu þá beðinn um leikrit? „Nei, ég gæti ekkert skrifað undir slíkri pressu. Ég hef unnið leikritin þannig að ég hef skrifað mestan hlutann á hálfum mánuði. Síðan fæ ég bakþanka og breyti hlutunum töluvert mikið. Það er því erfitt aö segja um hve langan tíma þaö tekur mig að semja leikritin.” — Hefurðu fylgst með uppfærsl- um á verkunum? „Ég sá nú aldrei fyrra leikritið. Ég fylgdist hins vegar með uppfærslunni á því síðara.” — Þetta er gamanverk? ,,Já, þaðer númeiningin.” — Það hafa ekki verið pöntuð hjá þér verk, hér i Reykjavik til dæmis? „Ég geri ekki leikrit eftir pöntun. Það var sagt í gegnum klíku að ég ætti fyrra verkið til. Það er þannig sem hlutirnir gerast hér á landi.” — Hver er ástæðan fyrir því að þú hefur valið þér að skrifa ieikrit fremur en til dæmis skáldsögu? „Ég er óskaplega knappur í skrifum. Mér líkar illa að vera með mjög miklar málalengingar. Þaö getur veriö töluvert mikið efni í leikriti sem er ekki mjög langt í setningum talið. Ef ég skrifaði eitthvað annað myndi ég skrifa eldhúsrómana.” Trausti heldur áfram: „Þaö sem virðist ekki merkilegt við fyrstu kynni verður merkilegt þegar maöur fer að skoða það nánar. Þetta er eilíf og endalaus barátta við fordóma.” — Þú heldur að Barbara Cartland, til dæmis, væri stórmerkileg ef verk hennar yrðu skoðuð nánar? „Það er ábyggilega hægt að pæla í henni og búa til miklar kenningar; skoða einstök atriði eins og hvaða atvinnu persónur stunda í bókum og fá margt og mikið út úr því. Annars hef ég aldrei lesið bók eftir Cartland.” Trausti hugsar sig um. „Það er nú varla satt hjá mér. Ég hef ef til vill flett einni. Hún vakti engan sérstakan áhuga minn.” Kántrítónlist merkileg — Manstu einhver sérstök dæmi um uppgötvanir af þessu tagi sem þú hefur gert? „Já, mýmörg. Það kom mér til dæmis mjög á óvart hve dönsk síðrómantísk tónlist er merkileg. Kántrítónlist er líka mjög merkilegt fyrirbrigði. ’ ’ — Hvað er svona merkilegt við hana? „Það er erfitt að skilgreina. Hún er mjög sérstakt og ákveðið tjáningarform — öðruvísi. í venjulegri popptónlist er mikið fjallað um fyrstu ástina. 1 kántrítónlist er gjarnan f jallað um „Þar sem minna gengur á í veðri vex kröfuharkan." „Ég fæ venjulega hugmynd um eitthvað sem byrjar svo að koma, lendi í flækju og vitleysu sem ég reyni að greiða úr. Svo reyni ég að hafa ákveðna stígandi ef það er hægt.” — Eru leikritin unnin af inn- blæstri eða er þetta fyrir þér eitthvað likt og frimerkjasöfnun? „Hvorugt. Ég veit ekki í hvaöa hillu maður á að setja þetta. Þetta er það næsta sem liggur fyrir. Það er erfitt að hætta við hálfklárað verk. Ég trúi á 90% regluna. Hún er þannig að 90% verksins taka 90% tímans. Afgangurinn tekur líka 90% tímans. Ég hef þurft að gera ýmsar breytingar á þessum verkum.” Einhver verður að ráða — Hefurðu ánægju af hópvinnu í leikhúsinu? „Mér finnst gaman aö starfa með hópi. En ef texti á að verða til í hópvinnu gerist ekkert. Það hafa verið gerðar margar tilraunir í þá átt. En það verður einhver einn eða tveir að ráða. Ég ákveð allt sem ég mögulega get ákveðið. Síðan er margt sem kemur manni á óvart. Þegar ég sá sviðsmynd- ina að seinna leikritinu var hún nákvæmlega öfug við það sem ég hafði hugsað mér. Það er nú þannig að borð og stólar eru á ýmsum stöðum þegar maður er að skrifa. En svo verður allt að vera á ákveðnum stöðum þegar verkið er sett á sviö. Þaö er mjög gaman að sjá svona sýningu veröa til. Ég var heppinn með samstarfsfólk. Ég þekkti fyrir flesta sem þarna komu viö sögu.” drykkjuskap, skilnað og svoleiðis vesen. Það er athyglisvert að sjá hver áhrif kántrítónlistin hefur haft á popptónlistina og síðan áhrif popps á kántrí. Kántrítónlist er mjög fjölbreytt þegar betur er að gáð. Það virðast rúmast ansi margar tilfinningar í henni. ” — Hefurðu farið svona ofan i eigin verk og skoðað þau? „Já, og ég dró þá ályktun fyrir mörgum árum að fyrra leikritið verði aldrei sýnt aftur. Þið þekkið það vafalaust, blaðamenn, að það sem er fjári gott á þriðjudegi getur verið orðið slæmt á föstudegi. Tilgangurinn með leikritunum er að vera eins og popplag eða góður matur sem maður borðar einu sinni. Svo boröar maöur hann ekki aftur.” — Áttu von á að leikritin verði fleiri? „Það stendur ekki til. Ég veit ekkertumþað.” — Þú sagðist vera um hálfan mánuð með fyrsta uppkast. Vinnurðu þá af kappi allan timann? Þar sem minna gengur á í veðri vex kröfu- harkan — En svo við tölum um veðrið: Er ekki erfitt að vera fslenskur veður- fræðingur og þurfa að spé um veður sem er óstöðugt og sfbreyti- legt? „Nei, nei. Þar sem minna gengur á í veðri vex kröfuharkan bara. I San Diego léttir til dæmis oftast til milli níu og tíu á morgnana. Þar skiptir miklu að reyna að spá um það af sem mestri nákvæmni hvenær þótt þar sé lítið um að vera á okkar mælikvarða.” — Er ekki álag að spó rótt? „Það er alltaf hægt að kenna einhverjum öðrum um en manni sjálfum,” segir Trausti og brosir. Hann samsinnir því að karakter veðurfræðings komi fram í veðurspám. Síðan eigi menn góð og slæm tímabil. „Stundum er eins og allt gangi upp, sama hverju er spáð.” 14 Vikan 19. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.