Vikan


Vikan - 18.07.1985, Blaðsíða 47

Vikan - 18.07.1985, Blaðsíða 47
götvaði hún sér til mikillar gleði að hún var barnshafandi. En því miður var hún mjög las- in allan meðgöngutímann og því varð hún að fresta öllum áætlunum varðandi herragarð- inn og hún vann eins lítið og hún komst af með fyrir Paradís. Hún þakkaði forsjóninni fyrir hina traustu og sterku Christ- inu sem hélt áfram að annast allan daglegan rekstur á fyrir- tækinu. ,,Ég hélt að ég fengi dásamlega húð og yrði geisl- andi af hreysti,” kallaði hún til Charles frá baðherberginu, ,,ekki sljó og sinnulaus. Nei, þú skalt ekki voga þér að koma inn, ég er að troða mér inn í þetta viðbjóðslega stuðningslíf- stykki. Ég er að hugsa um að hætta að ganga í fötum og liggja bara í náttkjól uppi í sófa næstu mánuðina eins og Madame Récamier. Fæðingin var auðveld og hún eignaðist son, Gérard. Þau Charles töldu alsæl á honum tærnar og spáðu í hverjum hann líktist. ,,Hann er með nefið frá þér,” sagði Charles hrifinn. ,,En munnsvipinn frá þér,” bætti Maxín við. , ,Og hárið frá mér, en samt alls ekki nóg, ’ ’ sagði Charles og strauk blíðlega yfír silki- mjúkan, ljósan kollinn. , ,Ég hafði ekki hugmynd um að það væri svona ánægjulegt að vera pabbi,” viðurkenndi Charles fjórum mánuðum seinna. Hann togaði í ljósa blúndunáttkjólinn hennar Maxín og kyssti hana blíðlega neðst á hálsinn. ,,Þá áttu eftir að verða tvisvar sinnum ánægðari, Charles.” ,,Hann glaðvaknaði skyndilega, settist upp og leit á hana. „Hamingjan sanna. Þú átt þó ekki við. . . en Gérard er ekki nema fjögurra mánaða gamall!” ,,Hún hefur ekkert með þetta að gera,” svaraði Maxín og vitnaði lymskulega í Mae West. í þetta sinn var fæðingin mjög erfíð. Hún var með hríðir í þrjá skelfilega sólarhringa og fæddi á endanum annan son sem þau skírðu Oliver. & 'ftir fæðinguna var Maxín örþreytt og niðurdregin. Saumarnir tóku í í hvert sinn sem hún hreyfði sig. Hún fór að gráta yfír ómerkilegustu málum og skammaðist út í Charles. Hún gerði sér mæta vel grein fyrir því að hún var lukkunnar pamfíll sem hafði enga ástæðu til þess að vorkenna sér og því varð hún með sjálfri sér mjög áhyggju- full vegna þunglyndisins sem hafði heltekið hana. Var eitt- hvað að henni? Charles talaði við lækni um grátgirni hennar nokkrum vikum áður ef þú vilt.” Maxín fór að gráta þegar hún heyrði að Júdý væri að koma. Hún vildi ekki sjá neinn. I öngum sínum fór Charles með hundana sína út í langa gönguferð í rigningunni. Kvenfólk! En þegar fram liðu stundir varð kona hans smám saman styrkari og hressari og þegar Júdý kom var Maxín farið að langa til þess að sjá hana aftur. hverjum morgm borðaði Júdý morgunmat í og stygglyndi. Hún hafði ekki verið svona slæm eftir fæðingu Gérards. Læknirinn sagði að sennilega tæki það hana tvo mánuði að ná sér að fullu eftir fæðinguna. Gæti systir hennar, móðir eða vinkona komið og verið hjá henni til þess að hressa hana upp? Einhvern sem hún hafði þekkt lengi og leið vel með. Um leið og læknirinn fór fór Charles í símann. Heiðna var enn í Egyptalandi og það svaraði ekki hjá Kötu en hann náði í Júdý í fyrstu tilraun. Hann útskýrði málið fyrir henni. ,,Ég get alls ekki hent öllu frá mér og komið tafarlaust,” svaraði Júdý. ,,Ég er bara venjulegur launþegi eins og þú veist. En ég á bráðum frí og ég þarf að koma til Parísar í sambandi við sýningarnar eftir tvo mánuði. Ég gæti komið bláa, silkiklædda svefnher- berginu hennar Maxín á meðan Maxín lá aftur á bak á koddum með blúnduverki fyrir neðan rykktu, bláu silkitjöldin sem héngu niður úr gylltri umgjörð fyrir ofan höfðagaflinn. Á morgnana fóru þær í stuttar, hressandi gönguferðir og ýttu tveimur stórum barnavögnum á undan sér yfir freðna jörðina í garðinum. Síðar um daginn sátu þær og spjölluðu í barnaherberginu. Um leið og Júdý kom fór Maxín að verða aftur eins og hún átti að sér. Hún var hrifín af því hvernig Júdý gat alltaf komið sér beint að efninu. ,,Þú skerpir gáfurnar hjá manni, Júdý,” sagði Maxín með aðdáun og það örlaði á mæðutón. ,,Þú lætur mig einbeita mér að því sem raun- verulega skiptir máli en er ekki bara aðkallandi. Og þér er þetta svo eiginlegt, ég verð aftur á móti að taka á öllum mínum viljastyrk. Á hverjum degi, þegar ég sest við skrifborðið, þá finnst mér það þakið vandamálum. Það er svo freistandi að sleppa stóru málunum og svo miklu auðveldara að einbeita sér að þeim smávægilegri. ’ ’ , ,Það er vegna þess að þú ert feit, löt og hamingjusamlega gift,” svaraðijúdý. „Hjónabandið á mjög vel við mig,” geispaði Maxín. „Af hverju reynir þú það ekki? ’ ’ „Æ, vegna þess að ég kann ekki við mjög unga menn eða mjög gamla menn. Ég kann vel við miðaldra menn en enginn vill viðurkenna að hann sé það.” „Nei, í alvöru, Júdý, ertu ekki með neinum strák? Þú minnist aldrei á neinn en þú hlýtur. . .” „Ég þekki marga, Maxín, en ég virðist ekki geta fengið sérstakan áhuga á neinum. Þannig er það nú. Ég fer út með karlmönnum en ég verð aldrei ástfangin. Ég sé að það er alltaf að koma fyrir aðrar konur en ekki fyrir mig. En ég er hvort sem er alltaf á ferðinni þannig að alvarlegt ástar- ævintýri . væri landfræðilega óhugsandi.” ,,Þú heldur ekki að þú sért ef til vill hrædd við að gefa þig einhverjum manni? ’ ’ ,,Æ, hættu nú, Maxín. í alvöru talað, það er ýmislegt annað í lífínu, þú veist. . . ég er ekki nema tuttugu og tveggja? Karlmenn á mínum aldri ganga ekki um með áhyggjur af því að þeir séu ekki ástfangnir af neinni konu. Ég býst við að konur meti ástina allt of mikils.” „Bara vegna þess að þú hefur ekki kynnst henni sjálf. „Ef þú þegir ekki,” sagði Júdý í vinsamlegum tón, ,,þá sé ég mig tilneydda til þess að hella úr þessu kampavínsglasi yfír þig.” Hún lyfti upp háfættu, túlípanalaga glasinu um leið og köld, rauð sólin settist við sjóndeildarhringinn. „Vel á minnst, af hverju eruð þið ekki með ekta kampavíns- glös?” 29. tbl. Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.