Vikan


Vikan - 18.07.1985, Blaðsíða 49

Vikan - 18.07.1985, Blaðsíða 49
verið eins og draumur. Ég hef aldrei skemmt mér svo vel á ævinni. Og mér hefur aldrei liðið svona vel og verið svona hamingjusöm. Þú ert góður gestgjafi, Maxín. Væri ekki hægt að reka herragarðinn sém einhvers konar hótel, ef tii vill ekki alveg eins og hótel heldur eins og stað sem gestir myndu borga fyrir að dvelja á og upp- lifa hallarlífið eins og þeir væru á einkaheimili? Fyrir til dæmis sextíu dollara á helgi gæti þú látið fólk hafa það æðislega gott!” Maxín settist upp. Þetta var stórsnjöll hugmynd! Af hverju hafði henni ekki dottið þetta í hug? Þetta var mjög svipað því sem hún gerði nú þegar I litlum mæli. Systur Charles notuðu staðinn nú þegar eins og hvíldarheimili. Og ef til vill gæti hún opnað útbú frá forn- gripaversluninni í hesthúsinu. ,,Ég gæti hjálpað til við að skipuleggja kynningu Am- eríkumegin,” sagðijúdý. ,,Þú þarft að fá stöðugan straum af fólki frá Banda- ríkjunum, fólk sem vill upplifa dvöl á herragarði. Þú gætir ef til vill boðið einhverjum þekktum Bandaríkjamönnum að koma og dvelja frítt. ’ ’ ,,En ég hélt að ædunin væri að græða á þessu,” mótmælti Maxín. ,,En ef þú býður nokkrum Hollywoodstjörnum — þær koma oft til Parísar — þá fengir þú fína umfjöllun í banda- rískum blöðum og það yrði talað um þig. Fólk talaði um þig sín á milli! I alvöru, Maxín, ég þekki þetta. Þú skalt ekki halda að það kosti ekki neitt að kynna eitthvað. Þú mátt ekki gera sömu vitleysuna og fjandans landar þínir. Þú borgar fyrir það, alveg á sama hátt og auglýsingar, en það er gert á annan hátt.” Júdý ranghvolfdi augunum og líkti eftir reiðum Frakka. ,,Það er áhættusamara vegna þess að þú ræður ekki hvers konar kynningu þú færð, en ef þú ert með eitthvað sem á skilið að komast í fréttirnar og vel er að kynningunni staðið þá verður fjallað vel um það. ,,Ég ætla að tala við pabba um helgina,” sagði Maxín hugsi, áður en hann talar við Charles um vínræktina. ’ ’ c€ harles þótti hug- mynd Júdýjar fráleit og dró eng- an dul á að hann vildi ekkert með hana hafa. Honum fannst tilhugsunin um að hafa ókunn- ugt fólk inni á ættaróðali sínu hræðilega óviðfelldin. Hann gerði sér ljóst að eitthvað varð að gera til þess að forða húsinu frá niðurníðslu en hann vann eins og hann gat til þess að landareignin gæti borið sig og fengið einkaumboð fyrir sumar verslanir eins og tíðkaðist á hótelum í París og þau gætu haft litla búð sem seldi kampa- vín í flöskum eða kössum. faðir Maxín var spurður álits sagði hann var- færnislega að hann héldi að þetta gæti ef til vill átt sér von en hann gæti alls ekki fjár- magnað svona fyrirtæki sjálfur. Hins vegar gæti verið að hann fengi fjármagn í banka. Um leið og farið var að gera við að færa hlutina í nútíma- legt horf og hafði hreinlega ekki tíma fyrir frekari áhættu- fyrirtæki. En svo fór þó að lok- um að ákafi og sannfæring Júdýjar og stífni Maxín báru hann ofurliði. Hann var viðkvæmur fyrir vegna þess að hann var þreyttur og áhyggju- fullur og hann vissi að eitthvað varð að gera. Því féllst hann á að leyfa Maxín að ráðast í þetta með því skilyrði að hún notaði ekkert af fátæklegum fjár- munum hans til fram- kvæmdanna — vegna þess að hann var einfaldlega ekki aflögufær. Maxín var ofboðslega spennt. Hún átti erfitt með að festa hugann við framkvæmda- hlið málsins því hún var sífellt að fá indælar hugdettur varð- andi ýmis aukaatriði. Hún var viss um að þau gætu sett upp röð af litlum verslunum í stóra, ónotaða hesthúsinu. Hún gæti fjárhagsáætlanir komust þau að því að endurbygging herra- garðsins kostaði mun meiri peninga en þau gætu haft upp úr því að reka þar hótel. Maxín hafði heyrt um eitt eða tvö óðalssetur í Englandi sem höfðu verið gerð að þjóðminja- svæði með söfnum og boga- göngum þar sem fjölskyldur gátu notið útivistar. Henni þótti þetta harla vænlegur kostur en þorði ekki að nefna það við Charles fyrr en hún hefði kannað málið. Hún gat gert sér í hugarlund reiði hans við hugmyndina um að gera heimili forfeðra hans að skemmtigarði. Þegar Júdý var farin iieim fór Maxfn líka í tveggja vikna ferðalag til þess að heimsækja þá herragarða í Loiredalnum sem höfðu verið opnaðir al- menningi. Innandyra var næst- um ekkert og það litla sem var var varla áhugavert nema fyrir fræðimenn. Hún fór til Englands og kom aftur til Epernay með mjög ákveðnar hugmyndirj um að á hennar eigin herragarði yrði ekki aðeins boðið upp á heimsókn á gamalt ættaróðal — hún ætlaði að reyna að gera söguna ljóslifandi með því að nota sviðstækni. Maxín, faðir hennar og j endurskoðandi, sem var sér- fræðingur í landareignum, settu niður nýjar tölur á blað varðandi þessar stórhuga fyrir- ætlanir hennar. Báðir mennirn- ir efuðust en Maxín var staðráð- in í að láta kanna gaumgæfi- lega hvort fyrirtækið ætti sér einhverja lífsvon fjarhagslega. Síðan hringdi hún í Júdý á barmi örvæntingar. ,,Við þurf- um um það bil 177 þúsund dollara. Ég held að þetta gangi ekki. ’ ’ ,,Þetta er hægt þar til annað verður sannað. Vertu þvf róleg og viss í þinni sök og sýndu af þér sjálfsöryggi.” 'áxín hafði lært mik- ið síðan hún gerði fyrstu Éár- hagsáætlunina varðandi stækk- unina á forngripaversluninni. Með hjálp föður síns og endur- skoðandans lagði hún fram til- lögur sínar og þau fóm fjögur — Charles hafði nú loks fallist á að vera með — til Parísar til þess að ræða málin við við- skiptabanka. Þau þyrftu að fá lánaðar 33 milljónir franka og ef þau fengju það þyrftu þau veltu upp á 39 milljónir franka til þess að greiða rekstrarkostn- að og sýna hagnað. Ef heppnin væri með tæki það þau fimm- tán ár að komast úr skuldun- um. En ef hamingjan yrði þeim ekki hliðholl missm þau heimili sitt og atvinnu því öll landar- eignin var nú veðsett fyrir lánunum og að auki gekk faðir Maxfn f ábyrgð. Það var því ekki að undra að Charles setti sig á móti áætlun- inni. , ,Ég sagðist skyldu sættast á málið í grundvallaratriðum, með því skilyrði að það yrði ekki þörf á fjármagni frá mér. ’ ’ ,,Það er ekki um að ræða neitt fjármagn heldur að fá að 29. tbl. Vikan 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.