Menntamál - 01.10.1946, Blaðsíða 4

Menntamál - 01.10.1946, Blaðsíða 4
106 MENNTAMÁL mörg- heimili, og hinna, sem stunda störf utan heimilis. Einkabörnum er einnig hentugt að fá að alast upp að ein- hverju leyti í hópi jafnaldra. Götulíf lítilla barna og um- hirðuleysi gerir þau oft að vandræðabörnum fyrr en varir.“ „Ég held, að mönnum sé að verða æ ijósari þörfin á því, að börn innan skólaskyldualdurs njóti eftirlits og umönnunar í sérstökum stofnunum og þá vitanlega helzt undir stjórn sérfróðra manna, karla eða kvenna.“ „Já, en hér á landi hefur verið lítil völ sérfróðra manna í þeim efnum. Þær fáu stúlkur, sem sérmenntun hafa í starfrækslu barnaheimila, hafa hlotið menntun sína er- lendis. En nú ætti þetta að breytast til batnaðar.“ „Og það er Barnavinafélagið Sumargjöf, sem hefur beitt sér fyrir, að skólanum yrði komið upp, eða hvað?“ „Já, það má segja það. Annars má þakka framkvæmd- irnar fyrst og fremst ungfrú Þórhildi Ólafsdóttur, for- stöðukonu barnaheimilisins í Tjarnarborg. Hún átti frum- kvæði að því, að Sumargjöf tók málið upp og sneri sér til bæjarstjórnar Reykjavíkur og ríkisstjórnarinnar með þá ósk, að styrkur yrði veittur til reksturs menntastofnunar, sem veitti væntanlegum forstöðukonum og starfsstúlkum barnaheimila nauðsynlega fræðslu. Styrkurinn var þegar veittur og síðan var tekið til óspilltra málanna við að undirbúa stofnun skólans. Þriggja manna nefnd sá um undirbúninginn: Þórhildur Ólafsdóttir, ísak Jónsson, for- maður Sumargjafar, og Helgi Elíasson, fræðslumálastjóri. Og árangurinn er sá, að skólinn er tekinn til starfa.“ „Hvenær byrjaði hann?“ „1. október síðastliðinn. Hann hefur húsnæði í Tjarnar- borg fyrir bóklegu kennsluna, en verklega kennslan fer fram í barnaheimilunum hér í bænum. Handíðir læra stúlkurnar í Handíðaskólanum, en leikfimi með stúlkum í Kennaraskólanum.“ „Hverjar eru bóklegu greinarnar?“

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.