Menntamál - 01.10.1946, Blaðsíða 17

Menntamál - 01.10.1946, Blaðsíða 17
MENNTAMÁL 119 Guðmundur frá Mosdal sextugur Guðmundur Jónsson frá Mosdal, myndskeri og kennari á ísafirði, er fæddur í Villingadal á Ingjaldssandi við Önund- arfjörð 24. sept. 1886. Faðir hans fórst í snjó- flóði veturinn áður en Guðmundur fæddist, og ólst hann upp í Mosdal í Önundarfirði. Guðmundur var snemma hneigður til smíða og þó einkum þeirra, er nettleik þurfti við og handlagni. Hann lærði skurðlist hjá Stefáni Eiríkssyni og tók próf hjá honum í þeirri grein 1916. Síðan fór hann til ísafjarðar, kenndi þar tréskurð og hélt jafnframt námskeið í þeirri grein víða á Vestfjörðum. Á árunum 1919—1921 var hann erlendis, í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, og lagði stund á tréskurð, bókband og fleira. Hann byrjaði að kenna handiðju við barna- skólann og unglingaskólann á ísafirði 1923, og varð fast- ur kennari við barnaskólann 1929 og er það enn. Jafn- framt kenndi hann fjölda manns tréskurð utan skólanna. Guðmundur er hvort tveggja: kunnáttumaður um allt, er að útskurði lýtur, og hinn mesti hagleiksmaður, hvar sem höndum verður við komið. Eftir hann liggur því mörg listasmíð, kjörgripir, sem þótt hafa gersemar til gjafa.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.