Menntamál - 01.10.1946, Blaðsíða 11

Menntamál - 01.10.1946, Blaðsíða 11
MENNTAMÁL 118 LjóS í skólanum (Annárs staðar í þessu hefti Menntamála er lítillega minnst á enska bók: The Teachitig of English in Schools. Hór birtast þrír smákaflar úr einni ritgerðinni í henni, eítir L. A. G. Strong. Þótt ritstjóri Menntamála vilji ekki gera öll orð hins enska skólamanns að sínum orðum fortakslaust, ef heimfæra skylcli þau upp á ísland, er samt gripið liér á efni, sem íslenzkir kennarar liefðu gott af að íhuga nokkuð.) Áður en við getum farið að hugsa jákvætt um ljóð í kennslustofunni, verðum við að horfast í augu við mjög óskexnmtilega staðreynd. Lítil börn eru að eðlisfari hneigð fyrir ljóð, þegar þau koma í skólann. Þeim þykir gaman að hljóðfalli orðanna og verða hæglega hrifin af því. Þau leika sér oft að því að ríma, óþvingað og af eigin hvötum. Þau síztu eru að minnsta kosti laus við alla óbeit á ljóðum. En þó er miklum meiri hluta uppkominna manna á þessu eylandi sama um ljóð, hafi þeir ekki hreint og beint skömm á þeim. Ljóðin vekja hjá þeim ógeð eða þeir fara hjá sér eða verða alls ekki fyrir neinum áhrifum. Hvað hefur komið fyrir? Hvað er að? Hvað hafa skól- arnir gert til þess að ná svo ömurlegum árangri? Hvernig hefur hinn saklausi hæfileiki barnsins til að hafa gaman af ljóðum verið skemmdur og eyðilagður? Nú rísa sumir kennarar upp til andmæla. Þeir vilja bera af sér þær sakir, að þeir hafi brugðizt skyldu sinni í þessu efni og svara því til, að breytingin stafi ekki af neinu, sem fram hafi farið í kennslustofunni, heldur sé hún samkvæmt eðlisfari brezkra rnanna. Karlar og kon- ur, fullyrða þeir, — og þó einkum karlar — vaxa upp úr því að þykja gaman að ljóðum, og hjá þeim þroskast eðlileg andstaða, sem engin kennsla getur unnið bug á.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.