Menntamál - 01.10.1946, Blaðsíða 9

Menntamál - 01.10.1946, Blaðsíða 9
MENNTAMÁL 111 fyrirtækjum og hinu opinbera, að hver sá starfsmaður, er fengið hefur fasta stöðu, verði að segja upp stöðu sinni með ákveðnum fyrirvara, t. d. þriggja mánaða, og gilda þá um það gagnkvæm réttindi. Þar með er tryggð heil- brigðari festa í starfsgreininni. Slíkt heftir menn yfirleitt ekki frá því að skipta um störf eða stað. í flestum tilfellum er hægt að láta skiptin fara fram með fyrirvara, en sé það ekki í einstökum til- fellum, svo sem vegna dauðsfalla eða óvæntra atburða, þá er venjulega unnt að neyta samkomulags. En ætíð eru þá réttindi hins fyrra vinnuveitanda nokkurs virt. Enginn prestur myndi t. d. hlaupa frá söfnuði sínum fyrirvaralaust, þegar hann ætti að fara að ferma börnin, þótt honum byðist þá óvænt annað betra brauð. Og eng- inn sæmilega uppalinn unglingur, sem hefði fast starf við búðarstörf, myndi tilkynna það síðasta ágúst, fyrir- varalaust, að hann kæmi ekki til vinnu 1. september, því að nú væri hann ráðinn í aðra stöðu, er hann vildi heldur. Þetta eru aðeins tvö dæmi úr hinum ýmsu starfsgreinum þjóðarinnar. Lausung sú, er ríkir um þetta í starfi kennara, á víst fyrst og fremst rót sína að rekja til þess, að vegna lélegra launa, sem þeir áttu lengst af við að búa, hefur yfirstjórn fræðslumálanna viljað sýna þeim sem mest þægindi, bæði með því að samþykkja, að kennarar sæktu um margar stöður samtímis og gætu skipt um stað og störf, án þess að hin almennu réttindi og skyldur væru látnar ná yfir það. í framhaldi af því virðast svo skólanefndir víða vera kærulausar um þessi mál og draga að óþörfu bæði að aug- lýsa stöður og þá ekki síður að ganga frá vali í þær. Reyn- ir þar mjög á Reykjavík, þar sem þar eru oftast einhverj- ar stöður lausar og fjöldi kennara sækir um þær fyrst og fremst. Hina miklu sanngirni og tilhliðrunarsemi af hálfu yfir- stjórnar fræðslumálanna, er ég minntist á, ber okkur kenn-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.