Menntamál - 01.10.1946, Blaðsíða 8

Menntamál - 01.10.1946, Blaðsíða 8
110 MENNTAMÁL HALLDÓR GUÐJÓNSSON, SKÓLASTJÓRI: Um stöðuskipti kennara Kennarar breyta mjög um stöður nú. Á ég þar ekki við þá, sem á stríðsárunum flúðu úr kennarastéttinni af fjárhagslegum ástæðum, heldur hitt, að kennarar sækja mjög úr einum stað í annan og sjálfsagt mest til Reykja- víkur, eins og aðrir. Við þessu er ekkert að segja. Það er bæði eðlilegt og að sumu leyti gott, að kennarar breyti til og reyni starfs- krafta sína víðar en á einum stað. En reglur þær, sem látnar eru gilda um auglýsingar á stöðum og veitingar og tilfærslur kennara, eru óheppilegar og óviðunandi. Almennt hefja barnaskólarnir starf sitt 1. sept. ár hvert En einmitt um sama leyti, eða seinni hluta ágústmánaðar, er víðast hvar gengið frá veitingum í nýjar stöður, og í samræmi við það er kennurum heimilað að segja upp stöð- um sínum fyrirvaralaust, rétt þegar nýtt skólaár er að hefjast. Það leiðir aftur af sér nýjar auglýsingar og um- sóknarfrest og veitingar í stöður eftir að komið er talsvert fram á skólaárið. Eins og gefur að skilja, þá er slíkt í mörgum tilfellum mjög óþægilegt og skaðlegt fyrir starf þess skóla, sem missir kennara sína, einn eða fleiri, í byrjun starfsárs og á undir högg að sækja að fá eithvað í staðinn fyrr en komið er nokkuð fram á starfsárið. Að sjálfsögðu verður hverjum kennara að vera heimilt að sækja um hvaða stöðu, er hann vill. Slíkt gildir um allar stéttir í frjálsu þjóðfélagi. En hitt mun almennt talið sjálfsagt um aðrar stéttir og stöður, bæði hjá einka-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.