Menntamál - 01.10.1946, Blaðsíða 29

Menntamál - 01.10.1946, Blaðsíða 29
MENNTAMAL 131 bezt mætti f;>ra, en þeim virðist vera full alvara með það, sem þeir segja. Sjálfsagt getur sumt af því orkað tvímælis, enda kemur það fyrir, að þeir eru ekki hver öðrum sammála um ýrnis atriði, en það er ekki lieldur það, sem fyrir þeim vakir, heldur liitt að vekja kenn- ara og aðra, er áhuga hafa íyrir móðurmáli þeirra, til umhugsunar um, hvernig beztum árangri verði náð með móðurmálskennslunni. Og það er ekki lílilsvert atriði, og gjarnan mættum við Islendingar taka móðurmálskennslu ókkar jafnt í æðri skólum scnt lægri til ræki- legrar meðferðar, svo að við brcyttum þar um til batnaðar, sem þörf væri mest, en héldum hinu, sent gott hefur reynzt. A Complete Alphnbetical Catalogue oj Boolis Published by Mac- millan & Co., Limited, 160 bls. Nafnið segir til um efnið, en þess má geta, að auk annarra rita er þarna nefndur fjöldi ýntiss konar nánts- bóka og fræðibóka um margvísleg efni. Þeir, sem þess kynnu að óska, mundu geta l'engið slíka bókaskrá senda frá útgefandanum, Mac- millan ir Go., Limited, St. Martin’s Street, London, W. C. 2. bréfum „Braglýti og guðsótti“. Halldór Guðjónsson, skólast jóri í Vestmannaeyjum, skrifar Mennta- málum eftirfarandi: „í maí-hefti Menntamála er sagt frá bréfi Björns Bjarnarsonar frá Grafarholti og birtar úr því fáeinar „glepsur", að líkindum þær, er ritstjóra Mennamála hafa þótt merkastar. Nú finnst mér ástæða til að láta „glepsur" þessar ekki standa at- hugasemdalaust í málgagni kennara og vænti ég því, að ritstjóri Menntamála birti vinsamlegast þessa athugasemd: Það, scm segir um rímgalla og óvandað form Ijóða, sem kennd eru börnum og unglingum nútímans, játa ég, að sé allt of satt hjá bréf- ritara. Tcl ég, að kennarastétt landsins beri bæði lagaleg og siðferði- leg skylda til að vera vel á verði um, að uppvaxandi æska venjist ekki svo braglýtum og formgöllum, að hún missi hinn forna og góða ljóð- smekk, sem þroskazt hefur nteð okkar hagmæltu og ljóðelsku þjóð. Finnst mér vel hefði mátl nefna dæmi til þess að gefa orðum bréfritara meira gildi. En í stað dæma unt braglýti og formgalla ljóða, kemur þarna aftan

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.