Menntamál - 01.10.1946, Blaðsíða 18

Menntamál - 01.10.1946, Blaðsíða 18
120 MENNTAMÁL Guðmundur hefur um langan aldur látið ýmsa félags- starfsemi mjög til sín taka. Þannig hefur hann margt og mikið unnið að bindindismálum, lengi verið gæzlumaður barnastúku og í stjórn Umdæmisstúku Vestfjarða. En merkast er þó starf hans í ungmennafélagsskapnum. Hann stofnaði fyrsta ungmennafélagið á Vestfjörðum, Valþjóf í Önundarfirði (25. jan. 1908), var lengi einn af fremstu mönnum U. M. F. Árvakurs á Isafirði og í stjórn héraðs- sambands U. M. F. Vestfjarða og átti sæti sem ritari í sambandsstjórn U. M. F. íslands 1924—1938. Hann sá um útgáfu tímaritsins Skinfaxa ásamt Birni skólastjóra Guðmundssyni á Núpi í hálft annað ár (1928—29). Er það mikið starf og merkilegt, sem Guðmundur hefur þar innt af höndum. Það er ekki ofsagt, að margur ísfirðing- ur á Guðmundi og starfi hans í Árvakri og utan hans það að þakka, að frístundir hans nýttust betur og urðu heilladrýgri en ella myndi orðið hafa, því að löngum hefur verið opið hús hjá Guðmundi fyrir alla þá, sem eitthvað hafa viljað föndra við útskurð, og aðstoð hans og leiðbeining jafnan til reiðu. Þá má og geta þess, að Guðmundur átti drýgstan þátt í, að Árvakur stofnaði kvöldskóla á ísafirði 1923, og var hann skólastjóri þess skóla. Hann stóð til 1928, að Iðnskóli ísafjarðar var stofnaður. Það er ekki ætlunin með þessum greinarstúf að lýsa Guðmundi frá Mosdal eða segja rækilega frá störfum hans. Þó má ekki láta þess ógetið, að Guðmundur er þjóð- rækinn maður, þótt æsingarlaust sé, og hefur miklar mætur á sögu þjóðar sinnar og þjóðlegum iðnaði bæði fyrr og síðar. Og það ætlum við, frændur hans og vinir, er höfum haft af honum löng og mikil kynni, að ekki verði annað sannara um hann sagt en að hann sé fast- lyndur drengskaparmaður. Svo hefur hann reynzt okkur í hvívetna. Ólafur Þ. Kristjánsson.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.