Menntamál - 01.10.1946, Blaðsíða 13

Menntamál - 01.10.1946, Blaðsíða 13
MENNTAMÁL 115 færir um að dæma fyrir sig. Níu af hverjum tíu okkar þurfa að vita nafn höfundarins áður en þeir dirfast að láta skoðun í Ijósi á kvæðinu. Hvernig eigum við að eign- ast góðan smekk? Hvernig eigum við að kenna hann? Áreiðanlega ekki með fyrirmælum. Það er vita þýðing- arlaust að koma með mælikvarða eða kreddukenndar full- yrðingar um, að tiltekin kvæði séu góð eða tiltekin skáld mikil, fyrr en bekkurinn hefur tileinkað sér kvæðin, og það er til tjóns, ef kvæðin af einhverjum ástæðum ná ekki til barnanna. Við skulum hugleiða, hvernig fara myndi, ef þú segðir heilum bekk, að t. d. Lycidas væri merkilegt kvæði. Fjórð- ungur manna í bekknum dáist að þér. Þín vegna lesa þeir kvæðið og reyna að láta sér þykja mikið til þess koma. Tveim eða þrem þykir kvæðið gott. Ágætt! Nokkr- ir aðrir láta sem þeim þyki gaman að því, til þess að gera þér ánægju. Mjög slæmt! Öðrum þykir ekkert gaman að því og skammast sín fyrir að hafa slæman smekk. Enn verra! Fáeinum í bekknum er illa við þig og eru andvígir kvæðinu af því, að þú hrósaðir því. Ekki er það gott! Hinum er sama og láta kvæðið lönd og leið. Niðurstöðurnar verða þá þessar: Veldu efni, sem börn- unum þykir gaman að. Ef þú þarft að láta þau læra utan- bókar, lofaðu þeim að velja sér kvæðin. Notaðu hljóðið eins mikið og þú getur. Lestu og láttu lesa. Vertu ekki hræddur við hávaða. Reyndu að viðhalda og efla ánægju þeirra af hrynjandi og hljómi orðanna. Hafðu skýringar og útlistanir eins litlar og unnt er. Ánægjan er fyrsta skilyrðið, annað, þriðja og fjórða. Níðstu aldrei á til- finningum barns eða hlédrægniskennd þess. Og vertu mjög, mjög spar á sjálfs þín skoðanir.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.