Menntamál - 01.10.1946, Blaðsíða 12

Menntamál - 01.10.1946, Blaðsíða 12
114 MENNTAMÁL Hér til er því að svara, að þetta er ekki satt. t þeim skólum, þar sem farið er með Ijóðin af smekkvísi og skilningi af kennurum, sem hafa ást á þeim og kunna að miðla öðrum af þeirri tilfinningu, þróast ekki hjá piltun- um og stúlkunum sú andúð á þessari listgrein, sem svo algeng er í Bretlandi, heldur þykir þeim jafn gaman að ljóðum og áður og skammast sín ekki fyrir það, og ánægj- an vex eftir því, sem þau stækka, og hún fylgir þeim á fullorðinsárunum. Ástæðan til þess, að við sem þjóð njótum ekki þeirrar listar, sem bókmenntir okkar eru auðugastar af, er sú, að ljóðin hafa verið ranglega kennd og þeim misþyrmt af kennurum, sem ekki hafa kunnað með þau að fara. Engin þjóð í veröldinni á meiri birgðir af fögrum ljóðum en við, og níutíu og níu menn af hverju hundraði okkar þekkja ekkert til þessara fjársjóða né kæra sig um að þekkja. Og þetta ástand er skólanna sök. Ljóðunum hefur verið misþyrmt í kennslustofunni á margan hátt og af mörgum ástæðum. Þessar ástæður eru helztar: 1. Kennarinn hefur haft óbeit á ljóðum. 2. Kennarinn hefur verið feiminn við ljóð. 3. Kennarinn hefur haft beyg af öllum geðshræringum. 4. Kennarinn hefur verið ósnortinn af ljóðum og ekki séð í þeim annað en möguleika til prófspurninga og einkunnagjafa. 5. Kennarinn hefur unnað ljóðum, en skilningslaust og af annarlegum ástæðum. 6. Kennarinn hefur unnað ljóðum af heilum hug, en ekki verið fær um að miðla öðrum af þeirri til- finningu. Það er mikill galli á enskukennslu okkar, að sára fáir okkar hafa kjark til þess að hafa eiginn smekk eða eru

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.