Menntamál - 01.10.1946, Blaðsíða 31

Menntamál - 01.10.1946, Blaðsíða 31
MENNTAMÁL 133 Fréttir og félagsmál 9. fulltrúaþing S. í. B. var haldið í Reykjavík 21.—26. júní s. 1. 37 fullmiar sátu þingið. Útdráttur úr fundagerðahók þingsins hefur verið sendur kennur- um, auk þeirra fregna frá þinginu. sem birtust í dagblöðunum. Hcr verður því látið nægja, að drepa aðeins á helztu samþykktir þess, þær, er almennt gildi hafa, en auk þess fjallaði þingið um sérmál stéttar- samtaka kennaranna. Frœðslulöggjöfin nýja. „Þingið fagnar setningu hinna nýju fræðslu- laga, en vill jafnframt leggja ríka áherzlu á, að vcl verði vandað til framkvæmdanna, ef þau eiga að ná tilgangi sínum. Má þar nefna til dæmis: 1. Mjög bættan og aukinn húsakost. 2. Setningu reglugerða. 3. Útgáfu rækilegra leiðbeininga fyrir skólana. 1 umræðunum sagði fræðslumálastjóri, að skólabílar „myndu stórum greiða fyrir framkvæmd fræðslulaganna." Mikla áherzlu lagði hann á skólabyggingar Qg taldi al'ar þýðingármikið, „að þeim yrði hraðað sem mest." Námsbcckur. Þingið vill, „að athugun og endurskoðun fari fram á námsbókum barnaskólanna, nýjar séu gerðar eftir þörfum og aðrar endurskoðaðar og lagfærðar, m. a. í samræmi við þau viðhorf, er hin nýju fræðslulög skapa. Vill þingið benda á það sem höfuð-markmið, að sjálfar námsbækurnar séu stuttar, en auk þess séu gerðar lestrar- bækur til viðbótar við námsefnið. Þingið leyfir sér að benda sérstaklega á: 1. Hentugar námsbækur og handbækur til áltliagafræðikennslu í fyrirhugaðri yngri deild barnaskólanna vantar. 2. Kennslubók í íslandssögu sé endurskoðuð og stvtt, en auk jtess samið yfirlit yfir tímabilið eftir 1874. 3. Aðalatriði þess námsefnis í náttúrufræði, sem barnaskólum verð- ur ætlað að kenna, skal sett fram í tiltölulega stuttri kennslu- bók með svipuðu sniði og bók Bjarna Sæmundssonar. 4. Þörf er á nýrri Iestrarbók, sem brúar bilið milli Unga litla og 1. flokks lestrarbóka. Auk jtess er brýn þörf á að endurskoða alla flokka lestrarbókanna að meira eða minna leyti og auka við 1., 2. og 3. flokk þeirra. Hentaði vel, að sú viðbót yrði valin með hliðsjón af kenpslu í átthagafræði,

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.