Menntamál - 01.10.1946, Blaðsíða 30

Menntamál - 01.10.1946, Blaðsíða 30
132 MENNTAMÁL við athugasemd um erindi úr heilræðavísum I-Iallgríms Péturssonar. Og i'innst mér sú athugasemd næsta smekklaus. „Mundi ekki tími til kominn að losa nútíma-bókmenntir við guð- hreeösluna og guðsoíiann?" Þannig endar þessi klausa. Ég tel þetta illkviltnislegan útúrsnúning gagnvart trúrzeknu fólki, því að vita mun bréfritari það, að í merkingu þessara orða felst hin lotningarfulla tilbeiðsla trúaðs manns til guðs síns og þess, sem hon- um er heilagt, og guðhræddir menn, sem samkv. venju málsins er sama og trúræknir, eru hvorki hugminni né ódjarfari og hafa sízt verið lakari merkisberar þjóðar vorrar á liðnum öldum heldur en liinir, er telja sig hafna upp úr allri trúrækni. Ég myndi sakna orðanna úr málinu. Og enn þá meira myndi ég sakna guðlirædda fólksins, ef það ætti líka að liverfa, og um Ijóð- fegurð og ljóðsmekk vil ég segja það, að óheillavænlega virðist mér þá liorfa, ef kennarastétt landsins vildi almennt taka undir það sem aðkallandi á því sviði að útrýma ljóðum og anda Hallgr. Péturssonar. Mér þykir rétt að taka það fram, að ég tala hér ekki af trúarof- stæki, enda mundi ég af sumum heittrúarmönnum fremur teljast til hinna of-frjálslyndu eða jafnvel villutrúarmanna. En ég ber fulla virðingu fyrir trúarskoðun og trúrækni hvers manns, og hvern kenn- ara tel ég mann að meiri og betri starfsmann, sem tekst að leiða nem- endur sína eftir þeirri braut, sem heilræði Hallgr. Péturssonar benda til." — Ritstjóra Menntamála finnst rétt að taka það fram til þess að koma í veg fyrir frekari misskilning, að í bréfi Bjarnar í Grafarholti voru færð til mörg dæmi urn braglýti á vísum í einni kennslubók í lestri, en þar sem sú bók er nú almennt ekki notuð við lestrarkennslu, lét ritstjórinn hjá líða að birta dæmin í Merintamálum, og er við hann að sakast um það. Var frá þessu skýrt í síðasta hefti. En ágreiningur þeirra Halldórs og Bjarnar um ,,gu'Shrceðsluna og guðsóttann” mun stafa af því, að þeir skilja orðin nokkuð livor á sinn veg, en það er að vísu ekki ótítt meðal vor íslendinga að deila af þeim sökum. Eru gáfuðustu börnin ofmetin? Greindur og gegn maður, sem mikinn áhuga hefur á uppeldismál- um þjóðarinnar, segir í bréfi til ritstjóra Menntamála: „Mest er jafnan látið með gáfuðustu börnin, en hinum fremur gleymt. Gáfurnar eru guðsgjöf, en einbeiting þeirra á valdi einstakl- ingsins. Því má ekki ofmeta gáfuðu börnin, en vanmeta liin, sem eiga þó oft ekki síður ágæta eiginleika, sem gæfa fylgir í samfélagi manna."

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.