Menntamál - 01.10.1946, Blaðsíða 21

Menntamál - 01.10.1946, Blaðsíða 21
MENNTAMÁL 123 „Hvernig var umræðunum hagað?“ „Fulltrúi frá hverri þjóð flutti fyrst hálftíma framsögu- erindi um hvert efni, en að því loknu fóru fram umræður, og var oft töluvert fjör í þeim.“ „Var rifizt dálítið?“ „Nei. Hér var ekki verið að ræða ágreiningsmál, held- ur var ráðstefnan haldin til fræðslu og kynningar. Um- ræðurnar voru því að miklu leyti fyrirspurnir og svör við þeim. Menn fýsti oft að vita, hvernig einu eða öðru væri fyrir komið í hinum löndunum og hvernig það gæf- ist. Ekki sízt voru Skotar spurulir og fróðleiksfúsir." „Og þú heldur, að ráðstefnan hafi komið að einhverju gagni ?“ „Ég er alveg viss um það. Þeim, sem þarna voru, þótti mjög fróðlegt og lærdómsríkt að hlusta á frásagnir skóla- manna þessara sex landa, er þeir báru saman fyrirkomu- lag málanna og ástandið hver hjá sér. Þar var vakin at- hygli á hvoru tveggja, því, sem ábótavant þótti með hverri þjóð, og hinu, sem gott þótti og til fyrirmyndar." „Hvernig virtist þér við standa okkur?“ „Hið nýja fræðslukerl'i okkar þótti yfirleitt vel byggt og skynsamlega, en því svipar að mörgu til brezka fræðslu- kerfisins. Mest ber á þeim mun, að í Skotlandi — eins og í Englandi — byrjar skólaganga barna við 5 ára aldur, en hér ekki fyrr en við 7 ára aldur (eða síðar í fram- kvæmdinni). Skorturinn á hinum svo nefndu forskólum fyrir 5—7 ára gömul börn er farinn að gera alvarlega vart við sig hér á landi, einkum í stærri bæjunum, eins og ýmsir skólamenn hér hafa vakið athygli á. í Bretlandi sækja börn barnaskólana frá 5 til 12 ára aldurs, þótt skóla- skyldu sé þá engan veginn lokið, hér á landi er ætlunin að barnaskólaaldurinn verði 7 til 13 ár, en annars staðar á Norðurlöndum er aldurinn 7 til 14 ár.“ „Þótti mönnum nokkuð í skólamálum okkar vera til fyrirmyndar?“

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.