Menntamál - 01.10.1946, Blaðsíða 33

Menntamál - 01.10.1946, Blaðsíða 33
MENNTAMÁL 135 Gunnarsson, Jón Sigurðsson, Sigfús Jóelsson, Skúli Þorsteinsson, Stef- án Júlíusson og Steinn Stefánsson. Afengismál. Þingið „telur ástand J)að, sem nú ríkir í áfengismálum þjóðarinnar, hið Jiáskalegasta. Daglegir viðburðir af völdum Jjess eru slys, glæpir og alls konar afbrot, upplausn heimila, livers konar laus- ung, siðspilling og gegndarlaus fjársóun. Telur Jjingið, að heilsu, siðferðisjjreki og sjálfstæði Jjjóðarinnar só stefnt í beinan voða, ef Jjcssu heldur áfrarn. Þingið vítir harðlega þá stjórnarstefnu að byggja fjárhagsafkomu ríkisins að verulegu leyti á þeim blóðpeningum, sem áfengisgróðinn er, og telur, að al'la eigi þeirra tekna með beinum sköttum eða á annan hátt. Einnig átelur Júngið ])á framkomu aljringis og ríkisstjórnar að hafa að cngu háværar raddir og eindregnar ályktanir og áskoranir fjölmennra félagasamtaka og funda hvaðanæva af landinu til um- bóta á umræddum málum. Þingið skorar á stjórnarvöld ríkisins að hefja nú J)egar framkvæmd- ir á grundvelli nefndra ályktana og að öðru leyti eftir eigin leiðum. Jafnframt skorar þingið á alla foreldra og kennara við alla skóla landsins, frá barnaskólum að háskóla að báðum meðtöldum, að hefja J)egar alhliða sókn gegn áfengisbölinu með J)ví meðal annars: í. að sveigja hug æskulýðsins lil hófsemi og bindindis og vera honum til fyrirmyndar í Jreim efnum, 2. að laka höndum saman við alla ])á, sem vinna gegn neyzlu áfengra drykkja og styrkja viðleitni ])eirra eftir mætti, 3. að vinna markvisst að því að skapa í landinu ])að almennings- álit, er telur drykkjuskap ósiðlegan, hættulegan og ekki sæmandi menningarþjóð, 4. að stuðla að ])ví eftir mætti að löggjafarþing þjóðarinnar verði einvörðungu skipað bindindissinnuðum mönnum. Dýraverndun. Þingið „telur mikils vert frá siðferðislegu og upp- eldislegu sjónarmiði að vinna að því að innræta börnum og ungling- um samúð með öllu, sem lifir, og vinna fyrir dýraverndunarmálið, m. a. með því að útbreiða Dýraverndarann." Herstöðvar. Þingið lýsti sig algcrlega mótfallið öllum herstöðvum erlendra J)jóða hér á landi. Jarðnæði. Þorleifur Erlendsson kennari frá Jarðlangsstöðum sendi J)inginu bréf, þar sem hann „gefur S. í. 15. kost á afnotum lands síns úr jörðinni Jarðlangsstöðum í Mýrasýslu, til þess að kennarar geti fengið þar land undir sumarbústaði og hvíldarheimili. Þingið samþykkti eftirfarandi ályktun: „FulltrúaJ)ing S, í, B. þakkar hið höfðinglega tilboð Þorleifs Er-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.