Menntamál - 01.10.1946, Blaðsíða 28

Menntamál - 01.10.1946, Blaðsíða 28
130 MENNTAMÁL Bækur sendar Menntamálum Um menntamál á Íslandi 1944—1946. Greinargerð um löggjöf, framkvæmdir og næstu verkefni. Gunnar M. Magnúss tók saman. Gefið út af menntamálaráðuneytinu. Reykjavík 1946. 197 bls. Um tilgang ritsins segir svo í inngangi, að hann sé „í fyrsta lagi að greina frá menntamálastefnu núverandi ríkisstjórnar. í öðru lagi að birta nýsamin lög um skólamál og jtær reglugerðir, sem settar hafa verið slðustu missiri. Má í Jjví efni líta á ritið sem framhald af Lög og reglur, er fræðslumálastjóri gaf út 1944. í þriðja lagi skýrir ritið frá fyrirætlunum um skipun skólamála á íslandi í framtíðinni." Það er skemmst af að segja, að bók jjessi er liin merkilegasta á sínu sviði og nauðsynleg öllum þeim, sem fylgjast vilja með jiví, sem er að gerast á sviði skólamála. í ritinu eru t. d. hin nýju lög um skólakerfi og fræðsluskyldu, um fræðslu barna, um gagnfræðanám, um menntaskóla og um húsmæðrafræðslu ásamt næsta fróðlegum greinargerðum frá rnillijn'nganefnd í skólamálum. Launalögin nýju eru og í ritinu. Síðast er áætlun um skólabyggingar fyrir gagnfræða-, héraðs- og barnaskóla (gerð í nóvember 1945), og sýnir sú áætlun glögglcga, hve illa við erum á vegi staddir að }jví, er skólahúsnæði snertir. Eini gallinn, sem ritstjóri Menntamála sér á bókinni, er jjað, að efnisyfirlitið er ekki eins fullkomið og Jryrfti að vera, svo að sein- legra er að finna tiltekin lög eða reglugerðir en skyldi. Verður Jiað aldrei brýnt um of fyrir mönnum, hve nauðsynlegt er, að handbækur séu jjannig úr garði gerðar, að fljótlegt sé að finna í Jseim Jjað, er notendur þeirra vanhagar um í það og })að skipti. The Teaching of English in Schools. A Symposium edited for The English Association by Vivian de Sola I’into, Professor of English. Macmillan &: Co. Ltd., London, 1946, t66 bls., verð: 10 shillings 6 pence í gylltu bandi. — í bókinni eru 10 ritgerðir eftir n enska skóla- menn, allar um móðurmálskennslu í enskum skólum. Kennir Jrar ýmissa grasa, og er meðal annars rætt um ljóð í skólanum, málfræði- kennsluna, próf í móðurmálinu og skólabókasöfn. Er þetta að vísu allt miðað við skóla í Englandi, en margt gæti Jró verið athyglisvert fyrir kennara annars staðar, t. d. liér á landi, þótt tungumálin séu eigi hin sömu og bókmenntir aðrar, enda hefur fátt eitt verið ritað á íslenzku um móðurmálskennslu í skólum. Ekki eru þessir höfundar neitt myrkir í máli um það, er Jjeim finnst vera á annan veg en

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.