Menntamál - 01.10.1946, Blaðsíða 5

Menntamál - 01.10.1946, Blaðsíða 5
MENNTAMÁL 107 „Uppeldis- og sálarfræði, meðferð ungbarna, lífeðlis- og heilsufræði, næringarefnafræði, félagsfræði, starfs- hættir barnaheimila, hjálp í viðlögum og íslenzka. Auð- vitað er ekki hægt að veita ýtarlega þekkingu í öllum þess- um greinum á jafn stuttum tíma og skólinn starfar, en að sjálfsögðu verður uppeldisfræðin, meðferð ungbarna og starfshættir barnaheimila látnir sitja í fyrirrúmi. En sú undirstöðuþekking, sem nauðsynlegust er, ætti að nást einnig í hinum námsgreinunum." „Er námstíminn langur?“ „Tveir vetur. Fyrirkomulagið verður þannig, að skól- inn starfar í tveim deildum. Sú deildin, sem byrjaði núna 1. október, nýtur bóklegrar kennslu til janúarloka. Þá fara stúlkurnar í verklegt nám í barnaheimilunum í Suð- urborg og Tjarnarborg, en önnur deild byrjar bóklegt nám. Síðan skiptast deildirnar á, svo að ein verður jafnan við bóklegt nám, þegar önnur er við verklegt nám.“ „Hvað um skólagjald og inntökuskilyrði ?“ „Skólagjald er ekkert, en hins vegar fá stúlkurnar venju- legt kaup starfsstúlkna meðan þær vinna á barnaheimil- unum. Inntökuskilyrðin eru þau, að nemandinn sé ekki yngri en 18 ára og hafi stundað framhaldsnám í tvo vetur í héraðsskóla, gagnfræðaskóla eða kvennaskóla eða fengið sambærilega menntun. Auk þess væri æskilegt, að stúlkurnar hefðu eitthvað unnið á barnaheimilum áður en þær koma, en ekki er það sett sem skilyrði.“ „Eru margar stúlkur í skólanum?“ „Þær eru 8, en við hefðum getað tekið um 10. Fleiri stúlkur höfðu hug á að koma, en gátu það ekki að þessu sinni, meðal annars vegna húsnæðisvandræðanna í bænum. Nokkrar stúlkur eru þegar búnar að sækja um að kom- ast í hópinn, sem byrjar 1. febrúar, en þó eru þar enn auð sæti fyrir nokkrar.“ „Hvaða kennarar verða við skólann?" „Frú Rannveig Kristjánsdóttir kennir næringarefna-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.