Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.03.2001, Page 3

Bjarmi - 01.03.2001, Page 3
# 95 Meó þessu tölublaði Bjarma hefst 95. ár- gangur þess. 95 ár telj- ast drjúgur líftími tíma- rits. Margt hefur breyst á þessum árum og útlit, efnistök og hlutverk Bjarma einnig. Núverandi rit- stjórn blaósins vill leitast vió að gefa út vandað tímarit um kristna trú og málefni. Það verður síð- an aó leggjast í dóm lesenda hvernig til hefur tekist. Mörgum finnst líklega sjálfsagt aó fá Bjarma reglulega heim í pósti. Það er þó ekki sjálfgefið. Útgáfa kristilegra tímarita er á margan hátt erfið og tilkoma nýrra miðla, s.s. sjónvarpsins og Nets- ins, gerir samkeppnina um áhuga og athygli meiri. Sumum kann að finnast að útgáfa prentaðs tíma- rits sé úrelt á tímum upplýsingatækninnar. Það kann að vera að sú stund renni upp. Það er þó trú okkar sem stöndum aó Bjarma nú um stundir aó hann eigi fullt erindi í því formi sem hann er, hvað sem síðar kann að verða. Margir taka sér enn tímarit í hönd, fletta því og lesa valdar greinar og viðtöl, frétta- mola og upplýsandi fróðleik. Sala prent- aðra tímarita á Islandi vitnar um það. Þeir eru einnig margir sem vilja fá tímarit á borð við Bjarma til að geta á þægilegan hátt gluggað í greinar og viótöl um ýmis trúarleg mál og málefni. Það er hins vegar Ijóst að til að útgáfa Bjarma standi undir sér þarf áskrif- endahópurinn að stækka og skilvísi þeirra sem kaupa blaóið er einnig brýn. Þótt megnið af vinn- unni í kringum blaðið sé unnið í sjálfboðavinnu kostar það þó sitt aó gefa blaðið út. Ritstjórn Bjarma þakkar áskrifendum og lesendum fýrir all- an stuðning og skilvísi og kallar velunnara blaðs- ins til liðs við sig í því verkefni að efla hag þess, fjölga áskrifendum og auka auglýsingatekjur. Jafn- framt þakkar ritstjórnin öllum þeim sem leggja hönd á plóg meó ýmiss konar greinaskrifum, við- tölum, Ijósmyndun o.fl. Árgjald Bjarma hefur nú verið óbreytt í fjögur ár. Augljóst er að ýmis kostnaður hefur aukist á þessum árum. Frá og með þessum árgangi verður því að hækka árgjald blaðsins í áskrift í 3.200 kr. I lausasölu kostar eintakið kr. 700. Það er von aó- standenda blaðsins aó áskrifendur taki hækkun- inni vel og láti verðið ekki standa í vegi fyrir því að kaupa blaðið áfram og jafnframt því að benda öðrum á það. Með von um að Bjarmi verði áfram til gleói, uppörvunar, uppbyggingar og fræðslu. *0 ‘> *o ní 2 nJ 4-1 <S) /(^wwvaA/ . /^, /VWWVArvlAOV— 4Sá Guðlega þenkjandi náttúru- sUoóari Bjarni E. Guðleifsson nátt- úrufræðingur hugleióir dásemdir náttúr- unnar og hvernig þær bera skaparanum vitni. Hann minnir jafnframt á ábyrgð okkar í umgengni við jörðina. Aó gera gott hjónaband betra I Fjölmörg hjón á íslandi hafa farió á lútherska hjónahelgi. Hanna Þórey Guómundsdóttir fór á stúfana og kynnti sér málið og ræddi við hjón sem hafa tekið þátt í starfi Lútherskrar hjónahelgar. f Ný alþjóóahreyfing evangel- I ískra manna Kjartan Jónsson fjallar um stofnun „The Great Commission Roundtable", nýrrar alþjóðahreyfingar evangelískra manna sem m.a. leysir Lausanne-hreyfinguna og AD 2000 af hólmi. Um lestur Biblíunnar I Skiptir einhverju máli hvort við lesum ritninguna og hvernig hún er túlk- uð? Sigurjón Árni Eyjólfsson ræðir þessa spurningu og skoðar hana í sögulegu samhengi í fyrstu grein sinni af þremur um lestur og túlkun Biblíunnar. 6„Hef engan áhuga á að fara í sama farið aftur“ Páll Rósinkranz gaf út metsöluplötuna „No Turning Back“ fyrir síðustu jól. í viðtali við Ragnar Schram ræðir hann um plötuna og trú s(na og tónlist. T rúarljóó Halla Jónsdóttir og Lísa Jóns- dóttir fást við að yrkja trúarljóð. Lesend- ur Bjarma fá að skyggnast inn í Ijóóa- gerð þeirra um leió og þær svara því hvers vegna þær fást vió að yrkja Ijóó af þessum toga. Réttlættir af trú EinarTh. Magnússon skrifar um eftirlætis ritningarstaðinn sinn. Staða kristninnar á 20. öld og horfur á nýrri Hver er staða kristninnar í veröldinni á mótum 20. og 21. aldar? Bjarmi birtir tölur um málið. Auk þess: Kynning Hljóma á kristilegri tónlist, fréttir um víða veröld og kynning á nokkrum vefsíðum. Úigefendur: Landssamband KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Rilstjóri: GunnarJ. Gunnarsson. Ritnelnd: Henning Emil Magnússon. Kjartan Jónsson og Ragnar Schram. Atgreiðsla: Aðalskrilstolan. Hollavegi 28. póslhólf 4060.124 Reykjavik, simi 888 8899. fax 588 8840, vefslóðir www.kfum.is og sik.is. Árgjald: 3.200 kr. innanlands. 3.700 kr. til útlanda. Gjalddagi 1. apríl. Verð í lausasölu 700 kr. Ljósmyndir: Kristján Einar Einarsson o.ll. Umbrol: TómasTorlason. Prenlun: Prentmel. Kjartan Ragnar Hanna Þórey Sigurjón Árni Hrönn Bjarni E. Jónsson Schram Cuðmundsd. Eyjólfsson Svansdóttir Guðleifsson 3

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.