Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.03.2001, Page 18

Bjarmi - 01.03.2001, Page 18
Um lestur Biblíunnar Sigurjón Árni Eyjólfsson tók saman Inngangur Skiptir einhverju máli hvort vió lesum ritninguna og hvernig hún er túlkuð? Snýst spurningin um túlkun hennar virki- lega um líf og dauða? Þannig spyr þýski guðfræðingurinn Man- * fred Oeming í bók sinni um túlk- unarfræði. Svar hans er skýrt: „Já“.l2l Hér tekur hann undir þaó svar sem kristnir menn hafa • gefið í gegnum aldirnar. Hve af- gerandi rétt túlkun á ritningunni er kemur vel fram í Emmaus-frá- sögunni (Lk 24.13-35). Lúkas greinir þar frá tveimur lærisveinum sem hryggir halda af stað til Emmaus eftir krossfest- ingu Jesú. Jesús Kristur slæst í för með þeim en þeir þekkja hann ekki. Á leióinni útleggur Jesús ritninguna (Lk 24.27) og huggar þá. Hér tekur hinn upprisni það að sér að veita lærisveinum sínum réttan skilning á ritningunni. Það hlutverk hefur heilagur andi eftir himnaför Jesú. Sam- kvæmt Jóhannesarguðspjalli er starf heilags anda einmitt fólgið í því að leióa okkur „í allan sannleikann" (Jh 16.13). Og hann, huggarinn, gerir það og út- leggur boðun og verk Jesú Krists í Ijósi ritningarinnar. Túlkun ritningarinnar er því rétt þegar textinn knýr okkur til Krists. En við stöndum samt frammi fyrir vanda: „Hvenær getum við verið viss um að við skiljum þaó sem ritningin tjáir?“ í gegnum aldirnar hafa menn glímt vió þennan vanda. Það er því fræðandi að huga eilítið að þeirri sögu í leit að svari og leyfa sögunni að varpa Ijósi á þann grundvöll sem við byggjum á. Vegna um- fangs þessarar sögu er best aó skipta umfjölluninni í þrjá hluta. I fýrsta hlut- anum verður fjallað um tímann fram að siðbót. I öðrum hlutanum frá siðbót allt fram á síðustu öld. I síósta hlutanum verður leitast við að gera örlitla grein fýr- ir þeim fjölda stefna og strauma sem komið hafa fram varðandi lestur og túlk- un ritningarinnar í samtímanum. I lokin verður svo bent á sígilt svar. Þaó gefur að skilja að hér verður aðeins stiklað á stóru. Hugmyndir manna foróum um lestur og skilning Orðið Biblía er grískt sem þýóir bækur, ritasafn eða bókasafn og hefur hún að geyma 39 rit sem tilheyra Gamla testa- mentinu (Gt) og 27 rit sem mynda Nýja testamentió (Nt). Eins og við á um öll bókasöfn þá á ritningin sína sögu. Eftir herleiðingu Gyðinga í Babýlon (587-538 f. Kr) er hægt að tala um að þeir hafi gengið frá umfangi hebresku ritningar- innar eða Gt. Þegar vió lesum það kemur í Ijós að þar er að finna tilvísanir á milli rita sem hafa það hlutverk að varpa Ijósi á það sem til umræðu er, þ.e.a.s. ritn- ingarstaður er notaður til að skýra út annan ritningarstað. Biblían sjálfgefur svo að segja sjálf upp regluna sem á að styðjast við þegar hún er lesin. Ritningin skýrir sig sjálf út. Þetta er kenning sem kristnir menn hafa löngum stuðst við. En við hlið þessarar kenningar gripu Gyð- ingar til hefða úr samtíð sinni til að varpa Ijósi á torskilda texta ritningarinn- ar. I síógyóingdómnum er aó finna lífleg- ar deilur um rétta túlkun á ritningunni. I allri þeirri flóru ber sérstaklega að nefna Phíló frá Alexandríu. Hann styðst við túlkunaraóferðir platónskrar heimspeki, þ.e. allegoríu eða óeiginlega túlkun á Gt. Hún byggist á því að leita að þeirri djúpu andlegu merkingu sem býr að baki orðunum. I Nt er að finna merki beggja þessara aðferóa en þar er Gt algjörlega túlkað í Ijósi endanlegrar opinberunar hjálpræðis Guós í Jesú Kristi. Hann er miðjan eóa möndullinn sem allt snýst um í ritningunni. Ætlunin er ekki að at- huga nánar hvernig ritningin setur fram þessa kenningu sína, heldur að skoða hvaða grundvallarreglur menn hafa stuðst við þegar þeir hafa lesið ritning- una. Lestur á textum og leiðin að réttum skilningi ervandamál sem Grikkir glímdu 18

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.