Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2001, Blaðsíða 20

Bjarmi - 01.03.2001, Blaðsíða 20
milli áherslunnar á handanveru og þessa heims, goðsagna og skynsemi, skáld- skapar og rökfræði. Það gefur að skilja að fýlgjendur hvorrar stefnu fýrir sig voru gagnrýnir hvorir á aðra og ásökuðu menn annað hvort um staurblinda yfir- borðsmennsku eóa vingl og draumóra. I fornöld höfðu þeir nokkuö betur sem fylgdu Platon aó málum. Þetta kemur t.d. í Ijós þegar hugað er að túlkun manna á verkum Hómers. Fyrir tilstuðl- an grískrar heimspeki var mönnum fram- andi sú hugsun að goðin væru sem mennskar verur. Til aó skilgreina frásögn Hómers gripu þeir því til allegoríunnar eóa hinar óeiginlegu túlkunar og tengdu Alexandríu (ca. 20 f.Kr.-50 e.Kr.) iðkaói þessa aðferó og greindi á milli bókstaf- legrar merkingar ritningarinnar og óeig- inlegrar. Aðferðir hans höfðu áhrif á út- leggingaraðferðir rabbía og m.a. er að finna áhrif hennar íTalmud. Hið sama á við um Nt. Nægir i' því sambandi að lesa t.d. í 1 Kor 10.1-13, þar sem Kristi er líkt við klettinn í eyóimerkurgöngunni eða í 2Kor 3.13-18 þar sem skýlunni sem Móse hafði fýrir andliti sínu er líkt við skýluna sem hvílir yfir gamla sáttmálan- um þar til Jesús svipti henni burtu. Þaó er því ekki að undra að fornkirkjan hafi gripið til þessarar túlkunaraðferóar. Má með sanni segja að hin óeiginlega rit- hvernig á að lesa hana til þess að inntak hennar Ijúkist upp fyrir manninum. Eins pg maðurinn skiptist í líkama, sál og anda talar Orígenes um þrefalda þýð- ingu oróa ritningarinnar: Bókstaflega, sióferðilega og andlega. Bókstafleg og siðferðileg túlkun ritningarinnar er grundvöllurinn sem byggt er á og nýtist best þeim sem eru að stíga fyrstu skrefin inn í trúarleyndardómana. Hún er fyrir þá sem hafa einfalda og hreina trú. And- leg þýðing er aftur á móti nauðsynleg til að svipta hulunni af ritningarstöðum sem eru illskiljanlegir eóa tilheyra gamla sáttmála. Orígenes vitnar hér í Hebrea- bréfið máli sínu til stuónings er segir: 77/ einföldunar mœtti segja aö áhrifa túlkunarfræði Aristótelesar hafi gcett meira þegar menn rannsökudu texta og handrit til að ganga frá sem bestum texta til Biblíuútgáfu en þegar aftur á móti kom að ritskýringu og túlkun hennar þá hafi arfleið Platons verið meira mótandi. hana við þekkingu sína á veröldinni. Þannig túlka stóuspekingarnir á þriðju öld fyrir Krist ritin með þeim hætti að Seifur er fulltrúi fyrir lífið, Póseidon fyrir frumefnið eða eldinn og Aþena er hold- gerving skynseminnar o.s.frv. Túlkunar- aðferó allegoríunnar gerói mönnum mögulegt að afklæða Hómerskviður myndmáli goðsögunnar og færa inntak frásagnanna í búning sem hentaði heim- spekistefnum þess tíma. Gyðingar og þá sérstaklega þeir sem bjuggu í dreifingunni kynntust þessari aðferð og notuðu hana á svipaðan máta til aó gera boðskap Gt aðgengilegri fyrir samtíð sína. Forn trúarbrögð stóðu þá höllum fæti að hluta til vegna arfleifðar grískrar heimspeki og Gyðingar brugðust við breyttum tímum meó því að setja meira eða minna samasemmerki milli heimspekinnar og spekinnar í Gt (sbr. 5M 4-8; Sír 24). Ritningarstaðir voru umtúlkaóir, t.d. var aðgreiningin á milli hreinna og óhreinna dýra yfirfærð á hæfileikann aó greina rétt frá röngu, ský- stólpinn sem vísaði Israel veginn í eyði- mörkinni (2M 31.21) táknar visku Guós og himnastiginn sem Jakob sá í draumi (1M 28.12) er spekin o.s.frv. Phíló frá skýring Gt hafi komió í veg fýrir að það féll út úr helgiritasafni kristinna manna. Til einföldunar mætti segja að áhrifa túlkunarfræði Aristótelesar hafi gætt meira þegar menn rannsökuðu texta og handrit til að ganga frá sem bestum texta til Biblíuútgáfu en þegar aftur á móti kom að ritskýringu og túlkun henn- ar þá hafi arfleið Platons verið meira mótandi. Áhrif ritskýrenda fornkirkjunnar Tveir höfundar bera höfuó og herðar yfir aóra þegar hugað er að ritskýringu í fornöld og mótun aðferðafræði. Það eru þeir Órigenes (1 85-253 e.Kr.) og Ágústínus (354-430 e.Kr.). Órígenes er óumdeilanlega einn mesti guðfræðingur fornaldar og kirkjunnar en líka með um- deildari kirkjufeðrum. Hann skrifaði m.a. mikið trúvarnarrit Um frumatriðin þar sem hann setur fram kenningu sína um hvernig beri að lesa ritninguna. Ritn- ingin er samkvæmt Órígenesi innblásin af heilögum anda sem og endanlega leióir manninn í lestri hans í ritningunni. Heilagur andi og bókstafur ritningarinn- ar verða ekki aóskildir ef öðlast á réttan skilning. Þrátt fyrir það ber að skilgreina „Lögmálið geymir aðeins skugga hins góóa, sem er í vændum, ekki skýra mynd þess“ (Hb 10.1). Sú mynd mætir okkur í Kristi. Opinberun Guðs í Kristi er því hinn endanlegi túIkunarlyki11 ritningar- innar. En það er aftur á móti ekki á hvers manns færi að útleggja ritninguna á and- legan máta og Orígenes gerir sér vel grein fýrir hættunni aó slík útlistun verði að háspekilegum vangaveltum og lítt uppbyggilegum. Hann leggur því áherslu á að andleg útlegging eða allegorían verði ætíð aó hafa trygga stoó í texta ritningarinnar.l4] Ágústínus kirkjufaðir þróar þessa kenningu áfram og í riti sínu Um kristi- lega kenningu kemur hann fram með fjóra áhersluþætti sem ber að fýlgja þeg- ar lagt er út af texta Biblíunnar. Fyrir það fýrsta verður að virða hina bókstaflegu merkingu þar sem ber að fýlgja orðalagi ritningarinnar og þekkja merkingu hug- takanna innan hennar. I örðu lagi veróur að gera textanum skil á frummálinu, hebresku og grísku, til að ná hvaó höf- undurinn sagði upprunalega og enn- fremur að gera grein fýrir merkingu hans samkvæmt stöðu hans í sögunni. I þriója lagi verður aó huga aó táknrænni merk- 20

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.