Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.03.2001, Page 28

Bjarmi - 01.03.2001, Page 28
Hljómar kynna \ The Brooklyn Tabef Hrönn Svansdóttir Kirkjan The Brooklyn Tabernacle Choir er eins og nafnió gefur til kynna kór kirkju í Brooklyn-hverfinu í New York. Haustið 1971 tóku Jim og Carol Cymbala við 30 manna kirkju sem faðir hennar sr. Clair Hutchins hafði stofnað. Söfnuðurinn sem var mjög blandaður kom saman í húsi sem var í mikilli niðurníóslu og staðsett í einu af verstu hverfum borgar- innar. A þessum tíma voru engir pening- ar til fyrir launum og erfitt var að ná endum saman bæði í kirkjunni og heima fyrir. Bænastundir á fimmtudagskvöld- um voru strax vel sóttar og eru þær enn í dag stór þáttur í starfi kirkjunnar. Að- stæóur í hverfinu voru slæmar, mikió um eiturlyf, margir bjuggu á götunni og fjöl- skylduvandamál voru tíð. Flestar kirkjur höfðu fyrir löngu flúið í úthverfin þar sem þægilegra var að vera. Jim og Carol sáu hve þörfin var mikil og létu tækifærió ekki fram hjá sér fara, tækifæri til að boóa kærleika Guðs til þeirra sem verst voru staddir í þjóófélaginu. Þannig voru aðstæður í Brooklyn Tabernacle fyrir rúmum 30 árum. Enn í dag er þjóðfé- lagsleg þörf mjög mikil og söfn- uóurinn er mjög blandaður, það er sama hvaða aðstæóur eru nefndar, það er einhver í Brooklyn Tabernacle sem hefur frelsast frá því og stend- ur í dag við hlið einstak- lings sem er alinn upp í kirkjunni. Það hefur fjölg- að jafnt og þétt hjá þeim í gegnum árin og 1996 þurftu þau að bæta IJórðu sunnudagssamkomunni við hjá sér til að koma öllum fýr- ir sem vildu sækja samkomur þeirra. Það var svo tveimur árum síðar að þau keyptu fjórða stærsta leikhús New York borgar sem er staðsett í Brooklyn. í kirkjunni er mikil starfsemi og eru u.þ.b. 50 deild- ir eða „þjónustur" starfræktar. Tónlistarstarfió hefur ávallt verið 28 Ifebrúar sl. voru Grammy-tónlistar- verðlaunin afhent með pompi og prakt í 43. sinn. Flokkur 52 er „Best Gospel Choir Or Chorus Album“ og þar vann kórinn The Brooklyn Tabernacle Choir til verólauna fýrir nýjasta disk sinn, „God Is Working“ .

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.